Heima er bezt - 01.01.1959, Blaðsíða 42
BARNAGETRAUN (ANNAR HLUTI - JANÚAR 1958)
Eruð þið ineð í samkeppn-
inni um tjaldið, svefnpokann,
bakpokann og kuldaúlpuna?
Já, við spyrjum, hvort þið séuð með í samkeppninni, því að
auðvitað má enginn láta tækifærið ganga sér úr greipum
að eignast einhver af hinum glæsilegu verðlaunum í hinni
skemmtilegu verðlaunagetraun fyrir yngri lesendur „Heima
er bezt“. Hafið þið hugleitt alla þá mörgu möguleika, sem
þið hafið á að notfæra ykkur þessa fjóra ágætu gripi? — I
fyrsta lagi er það t j a 1 d i ð. Allir röskir unglingar hafa
löngun til að ferðast upp um óbyggðir og skoða landið.
Og þá er ekkert betra en að hafa tjaldið sitt meðferðis og
geta reist það, hvar sem rnanni dettur í hug. 1 hlýjum og
notalegum svefnpokanum getið þið hvílt ykkur, hvort
heldur sem er í útilegu á sumrin eða í skíðakofa á vetuma,
þegar þið farið í skíðaferðir. Og svo getur líka verið ágætt
að hafa svefnpoka til taks, ef óvæntan gest ber að garði, því
það er engin skömm að því að bjóða gesti að sofa í svona
fínum svefnpoka. 1 hinum rúmgóða b a k p o k a getið þið
haft allt það, sem þið þurfið að hafa með ykkur í útilegum-
ar. Þið verðið sjálfsagt undrandi, þegar þið sjáið, hvað það
er margt, sem kemst fyrir í svona bakpoka. Ekki þarf að
ifara um það mörgum orðum, hvað þið eigið að gera við
jkuldaúlpurnar. Þær þekkja allir, og þið vitið það
bezt sjálf, hvað þær eru nauðsynlegar í veðurfari eins og
við eigum að venjast hér á Islandi.
Þegar við ákváðum að hafa þessa fjóra hluti í verðlaun
í bamagetrauninni, vomrn við ákveðnir í að hafa aðeins það
bezta, sem fáanlegt var. Þess vegna snemm við okkur til
hinna tveggja alþekktu fyrirtækja, Belgjagerðarinnar og
Skjólfatagerðarinnar í Reykjavík, sem framleiða fyrsta flokks
tjöld, svefnpoka, bakpoka og kuldaúlpur, og það em fram-
leiðsluvörur þessara tveggja þekktu fyrirtækja, sem þið nú
hafið möguleika á að eignast ókeypis, ef þið takið þátt x
bamagetraun „Heima er bezt“.
Með þessu hefti fá allir fastir áskrifendur „Heima er bezt“
síðari hlutann (66 bls.), af fyrstu Áma-bókinni eftir Ármann
Kr. Einarsson, FALINN FJÁRSJÓÐUR, ókeypis. Og hér
kemur önnur spumingin í þessari getraun:
Hvað hét sjötta Árnabókin, sem kom
út haustið 19581
Svarið við spurningunni á ekki að senda strax til
blaðsins, heldur þegar getraxminni lýkur, í febrúar, og
verður ykkur skýrt nánar frá því, þegar þar að kemur.