Heima er bezt - 01.03.1959, Qupperneq 2
Þjó&rœknisfélag Vestur-lslendinga
Um þessar mundir verður Þjóðræknisfélag Vestur-
íslendinga í Vesturheimi 40 ára, en það var stofnað í
Winnipeg seint í marz 1919, og þar hafa höfuðstöðvar
þess verið síðan. En Þjóðræknisfélagið er tvímælalaust
merkasti almenni félagsskapurinn, sem starfað hefur
meðal frænda vorra þar vestra.
Áður en Þjóðræknisfélagið var stofnað, höfðu að
vísu ýmis félög starfað þar vestra á líkum grundvelli,
allt frá fyrstu landnámsárunum. En flest þeirra höfðu
verið staðbundin, ekkert samband þeirra á milli, og þau
orðið fremur skammlíf, þótt mörg ættu sér merka sögu.
Voldugasti félagsskapur meðal íslendinga vestra var
frá upphafi kirkjan og kirkjufélögin. í þeim var því nær
hver maður, og snemma hófst samstarf meðal hinna
dreifðu safnaða. Kirkjurnar voru framan af, og eru að
nokkru leyti enn, alíslenzkar, og unnu auk hins trúar-
Iega starfs merkilegt menningar- og þjóðræknisstarf. Að
vísu lamaði það nokkuð áhrif þeirra, að kirkjurnar voru
tvær, lúthersk kirkja og únitarakirkja, og oft risu deil-
urnar hátt milli andstæðra skoðana í þeim efnum. Tálm-
aði það vitanlega samstarfi forystumanna þeirra á öðr-
um sviðum.
Þá má ekki gleyma starfi íslenzku blaðanna, sem voru
og eru enn hinn dyggasti vörður íslenzkrar tungu og
menningartengsla meðal Vestur-íslendinga. Einnig hafa
samtök þau, er standa að íslendingadeginum á Gimli,
unnið merkilegan þátt í þjóðræknisstarfi vestur þar.
Þegar Þjóðræknisfélagið var stofnað, var fyrri heims-
styrjöldinni nýlokið. Á stríðsárunum andaði kalt til er-
lendra þjóðabrota vestra, og mikill áróður var rekinn
til þess að bræða þau öll saman í eina deiglu. Má ætla.
að sá áróður hafi ýtt undir stofnun Þjóðræknisfélagsins.
En hvað sem um það er, þá er það staðreynd, að 1919
tóku fornir andstæðingar úr kirkjufélögunum höndum
saman um eina hugsjón, stofnun Þjóðræknisfélagsins.
En hver þáttur kirkjunnar manna er og hefur verið í
þessum málum sést bezt á því, að af átta forsetum félags-
ins hafa sex verið prestar og forystumenn úr báðum
kirkjufélögum.
í stofnskránni er tilgangur félagsins markaður svo:
1. Að stuðla að því, að Islendingar megi verða sem
beztir borgarar í hérlendu þjóðfélagi.
2. Styðja og efla íslenzka tungu og bókvísi í Vestur-
heimi.
3. Efla samúð og samvinnu milli Islendinga austan
hafs og vestan.
En hefur félaginu tekizt þetta?
Engum blöðum þarf um það að fletta, að íslendingar
vestra hafa reynzt þar nýtir borgarar. Er slíkt einróma
dómur þeirra, er til þekkja, og munu fá þjóðabrot hafa
getið sér þar slíkan orðstír. Hefur forystumönnum
þeirra jafnan verið ljóst, að það tvennt fer ágætlega
saman, að vera góður borgari þjóðar sinnar, og geynia
þó um leið arfleifðina frá íslandi.
Um 40 ár hefur félagið haldið úti tímariti, sem hinir
færustu menn vestan hafs og austan hafa ritað í, og má
það vissulega teljast í fremstu röð tímarita á íslenzku,
bæði um efni og frágang. Þá hefur félagið látið fjölda
menningarmála til sín taka. Má þar nefna ritun Sögu
íslendinga í Vesturheimi, en þó fremur öllu öðru stofn-
un íslenzka kennslustólsins við Manitoba-háskóla. Slíkt
afrek fámenns þjóðarbrots er óbrotgjarn minnisvarði
um framtak þess og menningarviðleitni. Einnig hefur
félagið gengizt fyrir margs konar námskeiðum og
haldið við samkomum íslendinga um byggðir þeirra.
Hafa félagsdeildirnar úti um landið unnið þar eigi síður
ósleitilega en aðalfélagið í Winnipeg.
Þjoðræknisfelagið hefur átt þatt að mörgurn heim-
boðum íslendinga vestur um haf. Hefur þeim verið
tekið með ágætum og ferðir þessar glætt fornan vinar-
h.ug og frændsemi. Einnig hefur ársþing félagsins verið
merkileg samkoma í þjóðlífi íslendinga vestra, þar sem
hitzt hafa fulltrúar deildanna víðs vegar að og rifjað
upp kvnni og blandað geði og gamni. Þannig mætti
lengi telja, og yrði þó seint tæmt. Verður það eigi með
tölum talið, hver áhrif félagið hefur haft til þess að
skapa samheldni um íslenzkar erfðir og menningu með-
al Vestur-íslendinga. En víst er, að þau hafa verið mikil
og heilladrjúg.
Furðuhljott hefur verið um starfsemi Þjóðræknisfé-
lagsins hér heima á íslandi, og er það naumast vanza-
laust. Félagsdeild hefur að vísu starfað lítils háttar í
Reykjavik, en ahrifa hennar lítið gætt, og hið ágæta
78 Heima er bezt