Heima er bezt - 01.03.1959, Page 5
fengið einkaleyfi á r-steinsvél, dráttarkarli, síldar-
geymslu, aluminiumamboðum. Hefur teiknað og reist:
Verzlunarhús KEA og Kf. ísfirðinga, Slátrunar- og
frystihús Kf. Þing. á Húsavík og fjölda íbúðarhúsa. K.
7. 7. 21 Guðrún, f. 14. 1. 87, Björnsdóttir, b. og hrepp-
stj. á Veðramóti, Jónssonar.
Hér er nógu margt sagt til þess, að augljóst er, að
ekki er fjallað um hversdagslegan miðlungsmann, og þó
er furðufátt sagt af því, sem segja má um Sveinbjörn
Jónsson, þótt eigi verði úr því bætt hér nema að litlu
leyti.
Kynni mín af Sveinbirni hófust fljótlega eftir að ég
fluttist til Akureyrar eða urn 1924. Því mun meðal ann-
ars hafa valdið, að kona hans, Guðrún Björnsdóttir frá
Veðramóti, hafði árin á undan annazt Gróðrarstöð
Ræktunarfélagsins, og þau hjónin búið í Gróðrarstöðv-
arhúsinu, sem ég fluttist nú inn í. Þau voru þá að reisa
nýbýli sitt að Knarrarbergi, og má vera, þótt ég muni
ekki, að Sveinbjörn hafi leitað eitthvað álits míns í því
sambandi, en hitt er víst, að ég þurfti brátt á ráðum og
aðstoð byggingarfræðings að halda, og varð Sveinbjörn
fyrir valinu. Var Sveinbjörn eftir það riðinn við flestar
byggingarframkvæmdir mínar hjá Ræktunarfélaginu,
undirbjó þær og ýmist sá um framkvæmd þeirra eða
hafði eftirlit með þeim. Þótt samvinna okkar í þessum
málum væri hin bezta, væri synd að segja, að hún væri
með öllu snurðulaus. Sveinbjörn hafði mörg járn í eld-
inum og oft í meiru að snúast en einum manni var ætl-
andi að komast yfir. Ég var á hinn bóginn bráðlátur og
vanstilltur og fljótt yggldur á brún, ef allt gekk ekki
eftir snúru. Stundum, þegar eitthvað stóð á Sveinbirni,
var ég búinn að hugsa honum þegjandi þörfina, þegar
ég næði til hans, en jafnan fór það svo, að óðar en ég sá
hans elskulegu ásýnd, geislandi af áhuga og velvilja,
rann mér allur móður, svo áminningar og umvandanir
ruku út í veður og vind, og áður en ég vissi, var ég
orðinn flæktur í rökræður um einhverjar nýjungar,
uppfinningar og þjóðþrifamál, en í þeim efnum hafði
þróazt einkennileg verkaskipting milli okkar Sveinbjarn-
ar. Sveinbjörn lagði til hugmyndirnar og áætlanirnar,
en ég gerði það, sem ég gat, til að hnekkja þeim, finna
á þeim veilur og vankanta, er Sveinbjörn jafnharðan
kippti í lag, svo að venjulega varð ég með alla mína
gagnrýni og efasemdir að láta undan síga.
Ég vék að því áður, að Sveinbjörn hafði á þessum ár-
um mörg járn í eldinum. — Hann hafði að sjálfsögðu
margar byggingar í smíðum, bæði stórar og smáar, og
leitaði ýmissa nýrra leiða í gerð þeirra, bæði hvað stíl
og efni áhrærði. Hann hóf framleiðslu á r-steini og fékk
einkaleyfi á vél til að gera hann í. Þessi hleðslusteinn
hefur síðan verið mjög mikið notaður í smærri bygg-
ingar norðanlands. Þá hóf Sveinbjörn steypu á vikur-
steini og vikurplötum til einangrunar húsa. Sveinbjörn
sá vel kosti vikursins til þessara hluta, hann var léttur,
einangraði vel og fúnaði hvorki né brann, en hráefnið
var torsótt, þótt það lægi í óhemjudyngjum inni við
Dyngjufjöll og austur af þeim. Jökulsá á Fjöllum hafði
í áratugi borið vikur til sjávar, og nokkru af honum
aftur skolað upp á sandana í Öxarfirði í miklar rastir.
Sveinbjörn gerði nú út skip og sótti þennan vikur, en
þær birgðir þrutu fljótt. Þá hugkvæmdist bjartsýnis-
manninum Sveinbirni Jónssyni það, sem ég hef alltaf
talið eina hæpnustu hugmynd hans, að fara inn á regin-
öræfi og hjálpa náttúrunni til að ryðja vikri í ána og
hirða hann svo aftur niðri í Öxarfirði. Lét hann hendur
standa fram úr ermum og gerði út leiðangur suður
undir Dyngjuföll, bæði til þess að rannsaka aðstæður
og gera tilraun með vikurruðninginn. Eigi mun sú til-
raun þó hafa borið árangur, því að Jökulsá er mesta
hörkutól og tekur ekki mjúkum höndum á jafn við-
kvæmu efni eins og Öskjuvikur er, en Sveinbjörn kom
aftur reynslunni ríkari. Hann hafði séð ótæmandi vikur-
breiður, sem biðu þess, að maðurinn og tæknin gerðu
þær aðgengilegar. Flutningar vikursins urðu þó brátt
með öðrum hætti en Sveinbjörn hafði ætlað í fyrstu.
Akvegur til Austurlands gerði mögulegt að sækja vikur
á bifreiðum inn á öræfin suður frá Möðrudal, og var
hann sóttur þangað um áraskeið til einangrunar, en
notkun hans hefur nú þokað í bili fyrir öðrum einangr-
unarefnum.
Ekki lét Sveinbjöm sér nægja að beita áhuga sínum
og hugkvæmni að byggingarmálunum einum saman.
Áhugi hans og hugvit var mildu víðfeðmara en svo.
Hann fékkst við bryggjugerð úti í Ólafsfirði, og þar
steypti hann þrjú gríðarmikil steinker, þau fyrstu á Is-
landi, og notaði þau í bryggjuna, en auk þeirra steypti
hann eitt mikið ker inni á Akureyri til þessarar bryggju-
gerðar og tvö til bryggjugerðar í Hrísey. Steinnökkv-
um þessum fleytti hann í vorblíðunni á ákvörðunarstað-
ina og sökkti þeim þar, svo að þeir yrðu uppistaðan í
hafnarmannvirkjum.
Volgar uppsprettur inni á Skeggjabrekkudal í Ólafs-
firði vöktu athygli hans. Beitti hann sér fyrir því, að
Heima er bezt 81