Heima er bezt - 01.03.1959, Page 6

Heima er bezt - 01.03.1959, Page 6
Bryggjuker úr járnbentri steinsteypu. Byggt i Ólafsfirði árið 1922. þeim var veitt í eitt, og síðan gerð hitaveita til bæjarins, ein sú fyrsta hérlendis, sem nokkuð kvað að, og hefur hún orðið til mikilla hagsbóta. A þessum árum fann Sveinbjöm upp dráttarkarlinn, vél til þess að draga og stokka línu á vélbátum. Var hún reynd með góðum árangri og talin vera bæði til léttis og vinnusparnaðar, en ekki held ég að hún hafi náð mik- illi útbreiðslu. Síldin var þá, eins og enn, ævintýrafiskur Norðlend- inga, og eigi gat hugsjónamaðurinn Sveinbjöm annað en Játið það ævintýri nokkuð til sín taka. Ahugi hans beindist þó hvorld að því að veiða síld né selja eða að síldargróða, en hann sá, að síldartunnurnar, sem lágu mánuðum saman í sumarsól, bæði hitnuðu og gisnuðu, og olli þetta skemmdum á vöranni. Hann fann upp nýja aðferð til að geyma saltsíldina, er sparaði bæði áfylhng og varði skemmdum, og fékk einkaleyfi á henni, en það var einfaldlega að geyma tunnurnar í þró með rennandi köldu vatni. Sjálfur reyndi Sveinbjörn aðferð þessa í smáum stíl, og að minnsta kosti einn útgerðarmaður, Steindór Hjaltalín, reyndi hana í stærri stíl og með ágæt- um árangri. Þótt aðferðin hafi ekki náð útbreiðslu, af- sannar það eltki ágæti hennar. Hún krefst sérstaklega út- búins geymslurúms og fyrst og fremst þess, að völ sé á nægu köldu vatni, og má vera, að það sé mesti örðug- leikinn við notkun hennar. Landbúnaðinn lét Sveinbjörn sig og nokkra skipta, auk þess sem hann sá um uppbyggingu nokkurra býla. Hann vildi endurbæta íslenzk amboð, sem þá voru enn- þá mjög þýðingarmildl tæki við heyskapinn, og hóf að gera amboð, orf og hrífur, úr alúmíni. Setti hann þá á fót verkstæðið Iðju á Akureyri, sem starfar þar að am- boðagerð enn í dag. í sambandi við Iðju fékkst Svein- björn við ýmislegan smáiðnað, svo sem framleiðslu á fægidufti, er hann gerði úr Öskjuvikri o. fl. Á þessum árum var mikill áhugi fyrir því að gera heyskúffur á sláttuvélar, sem þá voru einvörðungu fyrir hesta. Nokkrir höfðu reynt að leysa þetta viðfangsefni, en það vafðist fyrir, einkum vegna þess, að lausnin var bundin því skilvrði, að skúffurnar skyldu vera sjálf- virkar, fylla sig sjálfar, og hægt að tæma þær með einu litlu handtaki og auk þess tæmast aftur fyrir vélina, svo að heydyngjurnar yrðu eigi í vegi vélarinnar í næstu umferð. Þetta viðfangsefni vildi Sveinbjöm nú leysa og fékk mig í lið með sér. Að sjálfsögðu lagði hann til hugvitið og sá um smíðar allar, en ég lagði til vél, orku og aðstöðu og var með í ráðum. Loks var þessum mál- um svo langt komið, að skúffan var orðin sjálfvirk og átti að uppfylla sett skilyrði. Til þess að tæma skúffuna og flytja heyið úr vegi notuðum við skutul, er gekk eftir rennibraut mikilli. Með einu litlu handtaki mátti skjóta skutlinum, svo hann stóð fastur í vellinum og dró þá heyið úr skúffunni, en er því var lokið, losnaði skutullinn og hvarf aftur inn í rennibrautina. Þótt þessi útbúnaður virtist ná tilskildum árangri, var hann engan veginn ákjósanlegur, því hann var viðamikill og heldur óliðlegur, en auk þess var sá stórgalli á honum, að hann var háður jarðveginum og ástandi hans við tæminguna. Þá skeði það einn morgun, er ég var nýrisinn úr rekkju, að Sveinbjöm Jónsson kom suður í Gróðrar- stöð. Dró hann upp úr vasa sínum hjóllagaðan skiptiút- búnað, er festa mátti á annað naf vélarinnar og kom al- gerlega í stað rennibrautar og skutuls. Eigi man ég nú að lýsa þessum útbúnaði, sem var allt í senn, hugvits- samlegur, einfaldur og fyrirferðarlítill en þó öruggur, og hafi mér ekki áður verið ljós snilligáfa Sveinbjamar, þá var mér það, er ég hafði skoðað þennan grip. Tvær heyskúffur voru gerðar með þessum útbúnaði, en lítið voru þær notaðar, og lágu til þess þær ástæður, að skúff- ur þessar voru fullþungar fyrir vélar dregnar af hest- um, en þó fremur það, að heyskúffumálið var leyst á miklu einfaldari hátt, en þó um leið fallið frá því, er áður hafði verið höfuðskilyrðið, að koma heyinu úr skárafarinu. Annað atvik, er lýsir vel bjartsýni og áhuga Svein- bjarnar, vil ég nefna. Þá hafði hann mig einnig sér til aðstoðar, þótt hugmyndin væri að öllu leyti hans. Haust- ið 1932 hóf Sveinbjörn máls á því við mig, að við færum á Húsavík norður og hæfum þar áróður fyrir hitaveitu Húsavíkur frá hverunum í Reykjahverfi. Hann skyldi að sjálfsögðu ræða um tæknilega framkvæmd hitaveit- unnar, kostnaðarhliðina og rekstursskilyrðin, en ég skyldi gera grein fyrir þýðingu heita vatnsins- fyrir landnám og ræktun á þessum slóðum. Ég var óðara til í tuskið, og var farardagur ákveðinn. Við Sveinbjörn áttum báðir mótorhjól og ákváðum að fara á þeim. Við urðum síðbúnir eða öllu heldur Sveinbjöm, er hafði í mörgu að snúast að vanda, og var komið undir rökkur, er lagt var af stað. Þegar kom upp í Vaðlaheiðina var mál að tendra ljósin, en þá kom í ljós að mitt hjól hlóð ekki, svo að ég mátti heita ljóslaus. Ekki var Sveinbjöm á því að snúa aftur við svo búið, og var nú það ráð tekið að skilja mitt hjól eftir, og skyldum við tvímenna á hjóli hans. Ekki komumst við þó nema upp í beygjurn- ar í Vaðlaheiðinni, því þá kom í ljós, að vegurinn var mjög blautur og fullur af holum og pyttum, og lauk þar Húsavíkurferð okkar í það skipti. 82 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.