Heima er bezt - 01.03.1959, Síða 10

Heima er bezt - 01.03.1959, Síða 10
til húsagerðar í bæjarhúsin, önnur en baðstofuna, hafi allur fengist úr einum uppgjafa vefstól. Húsaskipan var þannig: Baðstofan sneri út og frarn, með litlum fjögurra rúða glugga á framstafni. Við hinn stafninn voru bæjar- dyrnar og gengið úr þeim til eldhúss og búrs, sem voru að baðstofubaki. Hæð þessara húsa er ekki vitað um, en talið, að meðalmaður næði með hendinni út um eldhús- strompinn, ef hann steig upp á hlóðarsteininn. Eins og áður greinir, var á baðstofustafninum fjögurra rúða gluggi, undir glugganum var lítið borð, og einn stóll átti þar heima líka, en varð oftast að ýta honum inn undir borðið, vegna plássleysis. Tvö rúmstæði voru þarna inni, sitt undir hvorri hlið, en bilið á milli rúm- anna ekki svo mikið, að tveir gætu setið gegnt hvor öðrum á þeim, því þá rákust knén saman. Lengd bað- stofunnar var svona vel rúmlengd, aðeins lítið skot aftan við þau. Fjalir voru í baðstofugólfinu, að minnsta kosti í bilinu milli rúmanna. Fyrir moldina um veggi og rjáf- ur var tjaldað með teppum og striga. Bústofninn í Klappargerði var einn hestur, og var hann hýstur í bæjardyrum. Kindur voru í tveimur kofum, lömb í öðrum, en ær í hinum, og stóðu þeir með dálitlu milli- bili, eins og siðvenja var þá. Ærnar voru 15 að tölu, sem þar voru nytjaðar að sumrinu. Umgengni á þessu býli, bæði úti og inni, er talin að dómi gagnkunnugs fólks þarna í nágrenninu og enn er á lífi, hafa verið hirtnisleg, og ýmsir hafa orðið til að líta inn til þessara frumbýlinga, vegna góðra kynna, sem þau vöktu á sér. Það er nú svona á stundum, að jafnvel hin minnstu tilefni geta valdið hugleiðingum aftur í tímann og minn- ingarnar vaknað upp í manni af ekki meira tilefni en það sýnist vera að reka tána í frosna þúst af gömlum mannabústöðum, jafnvel þótt ég væri hér á hraðri ferð og mætti ekki láta hugann leiðast að öðru en að mér munaði sem mest áfram, þar sem kona í barnsnauð beið hinumegin við fjallið eftir miskunnarverkinu. Þetta er nú orðinn nokkur útúrdúr, en nú held ég áfram eins og ég mest má, og eftir dálitla stund stend ég á hlaðinu á Hjartarstöðum. Ég vek þar upp og segi hverra erinda ég sé kominn, en fæ þau svör, að læknir sé ekki heima, hann hafi verið sóttur í gær út á Kross- höfða (verzlunarstaður við Selfljótsós) og sé ekki kom- inn heim aftur. Ég næ nú tali af konu læknisins og spyr hana, hvort hún muni ekki geta tekið til tengurnar og nauðsynlegustu meðul, og segist hún halda að hún geti það. Lætur mig fara inn á meðan, og fæ ég þar hressingu, mjólk og brauð. Eftir svona hálftíma eða þar um bil, fær hún mér tösku með því umbeðna, en ég kveð og held af stað út Hérað. Eftir því sem hægt var vegna myrkurs, tek ég stefnuna á Hjaltastað, en þangað mun vera um tveggja stunda gangur, eins og venjulega er farið fótgangandi. Á Hjaltastað átti þá heima presturinn Vigfús Þórðarson. Við vorum dálítið kunnugir, og hafði hann einhvemtíma sagt við mig, að ef ég yrði á ferð þar um, að láta ekki bregðast að koma við hjá sér. Er ég kom þar á hlaðið, stóð opin bæjarhurð. Sá ég því að einhver mundi vera kominn á fætur, var þó klukkan ekld nema sex að morgni. Þá áttu þar heima Sigurður og Ingibjörg, er seinna bjuggu á Jökulsá í Borgarfirði. Mun Sigurður hafa gætt kinda þar eins og víðar, þar sem hann var í vistum, og verið árrisull að vanda. Ég hafði tal af Ingi- björgu, og sendi hana inn til prests — því hann var ekki kominn á fætur — með orð um, hver kominn væri, og það með, að nú kæmi mér vel að fá hressingu. Það leið heldur ekki langt þar til prestur var kominn alklæddur út á hlað, og lá mér við að undrast, hvað hann hefur haft hraðann á að komast í fötin. Er skemmst frá að segja, að ég fékk þarna hinn ágætasta beina, en ætlaði raunar líka að fá hest eitthvað úteftir, en engan hestinn þá búið að skaflajárna, svo ég varð að halda áfram á hestum post- ulanna og stefndi nú á Klúku, en fer nú að óttast um að skeð geti, að við læknir förumst á mis, á meðan ekki birti svo, að sjáist til mannaferða, en að Klúku var vissara að koma, ekki sízt vegna þess, að Stefán bóndi var manna líklegastur til að þíggj a, ef læknir ætti eftir svolitla lögg í vasapelanum, ekki heldur aðrir líklegri til að geta bætt í hann, ef með hefði þurft. En er ég kom að Klúku, hafði læknir ekki þar komið, og ekki heldur búið að járna neina hesta. Greip ég þar í mig svolítinn bita og hélt svo áfram gangandi út eftir og mæti þeim nöfnum, Jóni Jónssyni lækni og Jóni Scheving á Nauteyrinni fyrir utan Unaós, ríðandi á öldum gæðingum. Eftir að hafa boðið góðan dag og heilsazt, spyr læknir: „Ertu að sækja mig?“ Segi ég það vera og í hvaða erindagjörð- um. „Já, nú er ljótt í efni, því tengurnar mínar eru heima og meðul, sem nauðsynlegt er að hafa.“ Nei, líttu hérna ofan í töskuna, sem ég er með, ég bað konu þína að láta í hana, það sem hún héldi, að með þyrfti.“ Þrífur hann svo töskuna og skoðar í hana og segir, að allt sem hann þarfnist muni vera þar. Bið ég nú Jón Scheving að fylgja nafna sínum upp á Gönguskarð á klárnum. Hafði hann ekki önnur orð þar um, en það væri nú sjálfsagt. Sneru þeir nafnar nú við og riðu allgreitt út eftir, en ég þykist nú sjá mitt óvænna, þar sem ég var líka farinn að finna til þreytu, að verða eins fljótur upp á Gönguskarð og þeir. Tek samt það ráð að stytta mér leið, með því að fara sem beinasta línu, út og upp Þrep í stefnu á Hámela og utan við þá, þar sem lækurinn úr skarðsgilinu fellur niður eftir. Kem ég þar í veg fyrir þá nafna mína. Eftir það urðum við sam- ferða upp í skarðið. Þá var ekki farið lengra með hest- ana. Kveðjum við þar Jón Scheving, en rétt um leið kemur þarna Ágúst Ólafsson — maður af Bakkagerði. Hafði hann verið sendur upp á Krosshöfða á vit lækn- inum, því kvisast hafði með einhverjum ferðamanni, að læknir hefði verið sóttur þangað daginn áður. Bið ég nú Ágúst að hraða sér ofan í Njarðvík, og reyna, ef hægt væri, að fá þar hest handa lækni að sitja á suður að Bakkagerði. En ég bind brodda mína á lækni, því harka og svellklístur var á fjallinu. Leiði ég hann svo, en reyni að tylla mér í gamla spora, þar sem brattast var. Gátum við nú ekki farið nema hægt og erum við all lengi Framhald á bls. 96. 86 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.