Heima er bezt - 01.03.1959, Síða 13

Heima er bezt - 01.03.1959, Síða 13
mat fyrir sjálfan sig hjá kaupmanni og auk þess 50 vætt- ir fiska. Skyldi hann gæta hergagnanna í Skansinum og æfa Eyjamenn vikulega í vopnaburði. Hefur þetta hald- izt nokkuð lengi. T. d. er að finna nafnið „konstabel■ Gunder Olafssonu með fiskagjöf til Landakirkju árið 1662 og trúlegt að sá konstabel hafi einmitt verið í Skansinum sem varðmaður og þjálfari Eyjamanna. Heldur hefur vörn eyjabúa farið óhönduglega gegn Tyrkjum 1627 úr Skansinum, svo sem fyrr segir. Þess vegna fór sem fór, að engum vörnum varð við komið, fólkið brytjað niður, brennt inni eða herleitt. í Landfræðisögu sinni segir Þorvaldur Thoroddsen að Hans Nansen hafi látið byggja Kastalann í Vestmanna- eyjum o. s. frv., en í lýsingu Eyjanna frá 1749, er Thor- oddsen fer líklega eftir, er alls ekki minnzt á Kastalann heldur Skansinn, svo eitthvað blandar hann málum. Svonefndur Kastali var suður af „Bratta“ (þ. e. a. s. suður af Tangaverzluninni, en Bratti er þar niður af) og stóðu á fyrri öldum mörg hús tómthúsmanna inni í honum. Þau hús voru þó flest í eyði er Árni Magnús- son samdi jarðabók sína 1704. Samkv. jarðabók frá 1695 búa í „Castelle“ 7 tómthúsmenn, hver í sínu húsi og greiddu þeir 60 fiska leigu eftir þau. „Skansinn1, og Kastalinn eru því sitt hvað og hafa hin svonefndu hrœðilegri grimmd. SuÖurhluti Skansins í Vestmannaeyjum, séður vestanfrá. Fyrr- um var hlið í skarðinu austur úr honum og sömuleiðis vestur úr, en eru löngu aftekin. Nokkuð vantar á að suðurhlutinn sjáist allur (til hagri). Dönskuhús jafnan verið ein í Skansinum, þ. e. „Corn- holm Skantze“. Hitt er svo annað mál hvort þetta Kast- alanafn muni eigi vera sprottið frá fyrsta vígi, er hér var reist, og það þá verið þarna inn með vognum. Það er óráðin gáta þar sem ekki hefur fundizt skráð, hvar fyrstu virkin 1586 voru reist af Hans Holst skipstjóra. Skansinn var svo hlaðinn upp að nýju 1850 og enn 1927 og viðhaldið að nokkru leyti síðan. Þó mætti bet- ur gera, ef sýna ætti virkinu þann sóma, sem verðugt er. Virkilegar heræfingar komust á í Eyjum fyrir atbeina hins danska sýslumanns þeirra, Andreas August Kohl. Hann var úr landher Dana og hafði hlotið þar kapteins- nafnbót fyrir mikil og góð hernaðarstörf. Sýslumanns- embættið hér fékk hann 1853 og byrjaði þá þegar und- irbúning að stofnun herflokks í Eyjum, er gæti varið þær fyrir óspektum og ránum. Vann hann ósleitilega að þessu og auðnaðist að fá styrkveitingu með konungs- úrskurði. Fékk hann þannig fyrst 30 byssur með til- heyrandi skotfærum o. fl. frá hermálaráðuneytinu og síðar aðrar 30. Voru það rifflar með byssustingjum, ágætis vopn. Einnig voru sendir nokkrir korðar, ýmis áhöld, leðurtöskur og skotfæri. Fjárveitingin var fyrst 180 rd., en síðar varð hún 200 rd., sem notað var til greiðslu þessa vopnabúnaðar. í herflokk Vestmanna- eyja var alls um 80 manns, eldri og yngri deildir. Hlaut herflokkurinn nafnið Herfylldng Vestmannaeyja. Yfir- fylkisstjóri var A. A. Kohl kapteinn. Auk þess voru svo yfirliðsforingjar, undirliðsforingjar, flokksforingjar, fánaberi, trumbuslagarar o. fl. Æfingar voru einu sinni og tvisvar í viku, og æft af miklum áhuga hvers konar vopnaburður, líkamsrækt o. fl. Hvers konar reglusemi var krafizt af herdeildarmeðlimum, t. d. á vín, og er það álitin staðreynd, að mjög hafi almennri reglusemi farið fram á mörgum sviðum vegna áhrifa frá herdeild- Heima er bezt 89

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.