Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1959, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.03.1959, Qupperneq 15
ODDNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR: Glöggt er gests augað Smásaga Jón Smyrill segir frá: Z' , . . E=^g ferðast litið, og til útlanda hef ég ekki enn lagt leið mína. Sennilega leynist þó með mér einhver útþrá, því að ég les allar ferða- ^ sögur með áfergju. Menn ferðast til Frakklands, Ameríku og jafnvel til Austurlanda, og síðan fræða þeir okkur um þjóðir þess- ara landa. Einatt dáist ég að skarpskyggni þessara manna og dómgreind. Vera má, að ég hafi dulda löngun til ritstarfa. Mér liggur við að öfunda þessa menn meir af frásögninni, en af sjálfu ferðalaginu. í sumar var óhemju mikið um ferðalög og öll blöð svört af ferðapistlum. Ég las þá alla. Hver veit, nema það hafi verið þetta sem kom mér til að fara með áætl- unarbíl norður í Ufsafjarðardali, þó að konan letti mig eindregið. Hún sagði, að ég þekkti þar engan lifandi mann og ætti ekkert erindi þangað. „Þó það,“ anzaði ég konunni. „Hvað ætli hann Bessi hafi þekkt marga Blámenn? Fór hann þó til Súdan í ^ CÍ vor. Víst gæti verið gaman að fara til Frakklands, fróð- legt að dvelja í Ameríku og ævintýralegt í Mongóla- löndum. En maður, líttu þér nær. Hafið þið komið í Ufsafjarðardali? Ekki það! Þá þekkið þið, að minnsta kosti, ekki — Ufsafjarðardali. Ég náði endastöð leiðarbílsins klukkan tólf að kvöldi. Það vakti undir eins athygli mína, að, þar á bæjarhlaði sögustaðarins Ljótsstaðabrekku er Álfakletturinn, sem getið cr í þjóðsögunni. Ekki er það í frásögur færandi, þó að jarðfast bjarg sé á sínum stað. En sunnan undir klettinum, þar sem álfakonunni var færð mjólk hverja Jónsmessunótt er — mjólkurskálin. Enn í dag, á Jóns- messunott, gengur húsfreyja á Ljótsstaðabrekku síðust manna út úr bænum, sér og sínum til heilla, með mjólk- urskál og setur varlega niður við „húsvegg“ sinnar ósýnilegu grannkonu. Óskáldlegt veraldarvafstur jeppabílstjóra, sem brun- aði í hlaðið, svipti af mér öllum Jónsmessutöfrum. Það var og mér fyrir beztu að gefa þeim manni gaum. Þetta var Hannes Eyjólfsson bóndi á Breiðalæk. Ég sagði honum deili á mér, og innan skamms ókum við úr hlaði. Einn fárra bænda úr Ufsafjarðardölum austanverðum réðst Hannes í að eignast bíl, meðan Moldá enn var óbrúuð og torfærur miklar handan hennar. Mun ekki hafa verið heiglum hent að þræða vöð á Moldá. Mér láðist að inna Hannes nánar eftir þessu. Hannes tók vel þeirri málaleitun minni, að taka á sig krók með mig inn að Steinadal, þar sem mér var búin gisting. Ekki brást gestrisni þeirra hjóna í Steinadal. Þau vöktu bæði. Ég sagði þeim, að hér væri kominn Jón Smyrill Jónsson, en baðst undan öllu umstangi mín vegna. Það var of seint. Ég var leiddur til stofu, þar sem beið mín borð, hlaðið kræsingum. Þau hjón eru komin af léttasta skeiði, þó mundi Garð- ar bóndi vera talinn vörpulegur í hópi sér yngri manna. Aðeins hið virðulega alskegg setur á hann öldurmann- legan svip. Við töluðum um veðrið, sem í sveit er títt, og síðan um landsins gagn og nauðsynjar, þar til máltíðinni lauk með rjómakaffi og ég fékk kærkomna hvíld milli æðar- dúnssænga. Að morgni kveð ég þó þetta gagnmerka fólk og held áfram ferð minni, gangandi fyrst í stað. Á Eyrarmel fer ég heim, fæ lánaðan síma og tryggi mér bílfar fram yfir Moldá aftur, því að mikið átti ég enn óséð af Ufsa- fjarðardölum. Þar á Eyrarmel var mér tekið tveim hönd- um. Mannmargt heimili er það og börn eigi allfá, senni- lega einhver þeirra sumargestir. Við bæjarlækinn var roskin kona að þvo ull. Hún brá sér heim, til að fá sér kaffisopa. Skyndilega varð hún óróleg: „Ég er logandi hrædd um, að Bjólfur og Blástör æði ofan í sjóðandi pottinn, þetta kann ekki fótum sínum forráð,“ sagði hún og snaraðist út. Margt geta börn heitið, þó að Jónatönum og Karí- tösum fari fækkandi, hugsaði ég. Ferðaþátturinn minn var ekki orðinn lengri í blaðinu, þegar okkur kom saman um að hætta við framhaldið. Fám dögum eftir að þetta upphaf ferðasögu minnar birtist, barst blaðinu grein, sem það sá sér ekki fært annað en að birta. Höfundurinn nefndi sig Jón Ufsa Jónsson. Ekki veit ég, hvort það er skírnamafn hans, eða nafnið á að vera fyndni. Grein hans var ekkert notaleg. Svona hljóðar hún orðrétt: „Ekki veit ég til hvers er verið að hvetja menn til að ferðast fremur um Island. en fara til útlanda. Þeir, sem fara til Frakklands í sumarleyfi, geta frætt okkur um franskt þjóðlíf. Og hvað ætli þeir sem lenda snöggvast austur til Kína, megi ekki segja okkur frá hugrenning- um Kínverja? Frakkar og Kínverjar sjá þetta aldrei, og við hérna tökum það ekki hátíðlega. Framhald á bls. 110. Heima er bezt 91

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.