Heima er bezt - 01.03.1959, Síða 17
verið að senda hana í dýragarðinn í Amsterdam, en
frönsku yfirvöldin í nýlendunni neituðu um útflutn-
'ingsleyfi á þeim forsendum, að simpansar væru friðaðir
með lögum. En ég hafði í höndunum leyfisbréf frá París
um það, að ég mætti taka heim með mér nokkra mann-
apa, ef mér sýndist svo. Eg náði því fljótt samkomulagi
um kaup á apanum. Þegar ég var á heimleiðinni, var mér
sagt af öðrum simpansa þar í grennd, sem franskur sög-
unarmylnueigandi ætti. Við ókum þangað og bárum
upp erindið. „En sú heppni,“ hrópaði húsfreyjan eins
og ósjálfrátt, er hún heyrði málaleitan okkar. Við urð-
um að fara spottakorn út í skóg, til að sjá apann. Þetta
var 12 ára gamall karlapi, og hafði verið gerður útlægur
frá heimilinu fyrir tveimur árum sakir þess, að hann
fékk æðisköst, hvenær sem hann sá svartan verkamann,
og öskraði hann þá ægilega og virtist til alls búinn. Nú
var hann hlekkjaður við tré, sem hann gat þó klifrað í
eftir vild. Hann hét líka Aka, sem þýðir einungis api
á máli svertingjanna, en við skírðum hann strax Roger
eftir fyrri eiganda sínum.
(Framhald).
innanbrjósts, einkum sótti það mjög í huga minn, að
konu minni hafði verið mjög á móti skapi að Mikael
færi með mér til Afríku. Þarna lá hann nú í hálfgerðu
dái, svo að ég gat naumast greint hvort hann svaraði
mér, ef ég yrti á hann. Til vonar og vara gaf ég honum
hjartastyrkjandi innspýtingu.
Til allrar hamingju rættist vel úr þessu. Undir kvöldið
gat sjúklingurinn setið uppi, og daginn eftir tók hann
fullan þátt í ráðagerðinni um sóknina á hendur Tiemo-
kos, en næstu nótt fórum við feðgar á ný saman á vett-
vanginn og biðum átekta í fylgsni okkar.
Að þessu sinni varaðist Tiemoko okkur ekki. Hann
kom ásamt sex fílum öðrum út úr skógarþykkninu
skammt frá okkur. Dýrin þrömmuðu inn á ekruna og
hámuðu í sig grasið. Þeir staðnæmdust aðeins nokkrar
mínútur í einu en færðu sig svo úr stað. Hávaðinn var
hinn sami og við höfðum áður heyrt, en við fengurn
ekki myndafæri á nokkrum þeirra, enda þótt við þætt-
umst sjá skugga þeirra allt umhverfis. Við vorum stað-
ráðnir í að bíða hreyfingarlausir og hætta okkur ekki
undir nokkrum kringumstæðum niður í runnana og
grasið með myndavélar okkar og leifturljós. Við ætl-
uðum að láta dýrin koma til okkar, enda þótt við vær-
um að springa af eftírvæntingu.
Loksins kom Tiemoko svo nærri okkur, að færið var
ekki nema um 10 metrar, en samt urðum við enn að
bíða, því að stórt bananatré skyggði á hann. Við sáum
glampa á tennur hans, og smám saman kom hann betur
í ljós, en um leið fjarlægðist hann felustað okkar. „Fljótt
nú,“ hvíslaði ég, og um leið blossuðu leifturljósin, björt
eins og sólin. Eg játa, að ég var taugaóstyrkur í meira
lagi. Myndi þetta heppnast? Tiemoko virtist ekki skeyta
ljósunum hið minnsta, sennilega hefur hann haldið að
þau væru eldingar. Milcael sneri kvikmyndavélinni án
afláts, og að síðustu tók hann þrjár myndir af Tiemoko.
Fíltröllið sneri hausnum beint að okkur. Honum virtist
eitthvað órótt, og hann blakaði eyrunum fram og aftur.
Síðan hvarf hann á ný inn í skóginn. Taugar okkar voru
þandar til hins ýtrasta. Við biðum þó hreyfingarlausir
enn um hríð, en ekkert sást meira, og brátt dó brakið
af troðningi fílanna í kjarrinu út. Við héldum fagnandi
heim að húsinu. Þar biðum við ekki boðanna að fram-
kalla filmurnar meðan enn var dimmt af nótt, enda var
enginn myrkraklefi til þar. Þrjár myndanna gátu ekki
betri verið. Okkur var svo glatt í geði, að við vöktum
þjón okkar. Svefn kom ekki til greina eftir þennan eftir-
minnilega sigur.
Það hafði í upphafi einungis verið ætlun mín að kynna
mér líf dýranna í heimkynnum þeirra, en ekki að flytja
nokkur dýr til Evrópu. Þess vegna hafði ég pantað flug-
far fyrir okkur feðgana hjá Air France beint heim. En
í Sandra fréttum við, að Hollendingur nokkur, sem bjó
á pálmaekru þar í grenndinni, ætti simpansa, sem hann
vildi losna við. Við afréðum því að hitta hann og líta á
apann. Þetta var kvendýr, sem hét Aka. Hún var enn
kornung, en var samt ekki lengur leyft að koma inn
fyrir dyr íbúðarhússins sakir óþekktar. Ætlunin hafði