Heima er bezt - 01.03.1959, Page 18

Heima er bezt - 01.03.1959, Page 18
GILS GUÐMUNDSSON: ISLENZK MANNANOFN III. Pegar sjötti Kver karlmaéur á Islancli Két J ón XI. Sk a l nú vikið að nýju atriði, tíðleika ýmissa mannanafna fyrr og síðar. Er [rað að vísu yfir- gripsmeira efni en svo, að því verði gerð veru- leg skil í stuttu máli, en hér mun minnzt á fátt eitt í því sambandi. Árið 1855 tíðkuðust hér á landi samtals 1059 manna- nöfn. Árið 1910 voru nöfnin hins vegar orðin 2659. Á því áraskeiði hafði landsmönnum fjölgað um 32 af hundraði, og verður að hafa það í huga við allan sam- anburð á tíðni nafna samkvæmt nafnaskránum. Af nöfnum þeim, sem til voru árið 1855 eru árið 1910 horfin úr sögunni 126. Aftur á móti hafa verið tekin upp 1726 nöfn, sem ekki voru til 1855. Við skulum nú virða fyrir okkur nöfn þau, sem lögð hafa verið niður á þessu tímabili. Sameiginlegt er það með þeim öllum, að þau hafa verið næsta fátíð árið 1855, langflest borin aðeins af einum eða tveimur mönnum. Mörg þessara horfnu nafna eru erlend ónefni, sem hreinsun var að úr málinu. Langmest ber á nöfnum, sem tekin hafa verið úr rímum. Aíeðal erlendu nafn- anna eru karlmannsheitin Askalon, Athanasíus, Demas, Dtnus, El'tden, Filpó, Kaffónas, Karlemúl, Nehemie, Sakkeus og Vívat, — og kvennaheitin Abela, Batanía, Fernandína, Fídes, Ltdó, Medea, Medónta, Mortína, Rómanía og Sakra. — Ekki er heldur eftirsjá að ófim- legum samsettum nöfnum, eins og Sumarsveinn, Engil- maría og Helganna. Aftur á móti hafa horfið nokkur góð og gild norræn nöfn, sem fólk hefur af einhverjum ástæðum ekki kunnað við, svo sem Hemingur, Húni, Ormarr og Þorleikur. Tvö algengustu nöfnin, sem hverfa úr sögunni, eru árið 1855 borin af sex mönnum hvort. Það eru karlmannaheitin Krákur og Lafrans. Krákur hefur sennilega goldið þess, að mönnum hefur þótt það Ijótt, en Lafrans hefur að líkindum breytzt í Lárus. XII. Vík ég nú að hinum algengustu heitum hér á landi árin 1855 og 1910. Af karlmannaheitum er nafnið Jón langtíðast. Árið 1855 bera 4827 menn Jóns-nafn, cða nálega sjötti hver karlmaður á öllu Iandinu. Er nafnið afar-algengt í öll- um sýslum landsins. Þó er það altíðast í Rangárvalla- sýslu. Þar heitir fimmti hvcr maður Jón. Árið 1910 bera 3934 menn Jóns-nafn, eða tæplega tíundi hver karl- maður. Þótt hér sé um allmikla fækkun að ræða, cr það þó enn lang-algengasta karlmannsnafnið. — Hinn fyrsti Jón á íslandi er talinn hafa verið Jón biskup helgi Ög- mundarson, cr var fæddur 1052. Er eklci ósennilegt, að nafnið eigi ástsæld Jóns biskups mjög að þakka hina óhemjumiklu útbreiðslu og vinsældir, sem það hefur náð hjá þjóðinni framar öllum öðrum nöfnum. Auk þess er nafnið stutt og laggott og þjált í meðförum. En fyrr má rota en dauðrota, segir máltækið, og vissulega hefur notkun nafn þessa verið mildu meiri en æskilegt verður að teljast um nokkurt heiti, hversu gott sem það er. Hefur það ekki einatt verið þægilegt að heita Jón Jónsson og eiga alnafna á þriðja- eða fjórðahverjuni bæ! Ég hygg, að mjög hafi dregið úr notkun nafns þessa á síðustu árum, og tel ég það vel farið, án þess að ég vilji amast við nafninu út af fyrir sig, en hóf er á öllu bezt. Algengast karlmannsheiti næst Jóni er Guðmindur. Árið 1855 bera það nafn 2135 menn, eða sjö af hundr- aði allra karlmanna á landinu. Árið 1910 heita 2852 menn þessu nafni, og hefur hlutfallstalan aðeins lækkað. Guðmundar-nafn varð snemma útbreitt hér á landi og hefur jafnan verið í hávegum haft. Líklegt má telja, að átrúnaður á Guðmund Árason hinn góða Hólabiskup hafi átt drjúgan þátt í auknum vinsældum nafnsins á 13. og 14. öld, þótt ýmsar fleiri stoðir hafi þar undir runnið. Þriðja algengasta karlmannsnafn á íslandi, bæði 1855 og 1910, er Sigurður. Það nafn bera við fyrra manntalið 1553 menn, en 2098 við hið síðara, eða rúmlega fimm af hundraði í bæði skiptin. Sigurður er ævagamalt nafn og nær hér snemma nokkurri útbreiðslu, þótt ekki verði það með algengustu nöfnum fyrr en á 14. og 15. öld. Hið fjórða í röðinni af karlmannanöfnum árið 1855 er Magnús. Svo heita þá 1007 íslendingar. Árið 1910 eru 1290 menn með því nafni, og cr það þá komið niður i fimmta sæti, hefur orðið að þoka fyrir Ólafs-heiti. Var Magnús kenningarnafn Frakkakeisara (Karla-Alagnús- ar). Síðan var það, eins og segir í Heimskringlu, að Sig- hvatur skáld Þórðarson lét son Ólafs konungs helga heita Magnús, „eftir Karla-.Magnúsi“, er hann vissi „mann beztan í heimi“. Var það árið 1024. Sá sveinn varð síðar konungur Norðmanna, og var nefndur Magnús góði. Er talið, að hann hafi borið Magnúsar- nafn fyrstur manna á Norðurlöndum, en frá honum breiddist það út, þar á meðal til íslands. Hinn fyrsti ís- lendingur með þessu nafni mun hafa verið Magnús, son- ur Þorstcins Síðu-Hallssonar, fæddur um 1040. Eftir aldamótin 1100 fcr nafnið að tíðkast æ meir hér á landi, og er orðið nokkuð algengt á Sturlungaöld. Má vera, að það hafi stuðlað nokkuð að útbreiðslu þess hér, að Magnús Erlendsson Orkneyjajarl, dáinn 1115, komst í helgra manna tölu. Hið fimmta í röðinni af karlmannanöfnum árið 1855 94 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.