Heima er bezt - 01.03.1959, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.03.1959, Blaðsíða 20
borin af 1500—1600 konum árið 1855 og 1800—2200 konum árið 1910. Nöfnin Guðrún, Sigríður og Ingibjörg eru öll forn- norræn. Virðist Guðrúnar-nafn hafa verið eitthvert hið algengasta kvenmannsnafn hér á landi allt frá elztu tíð. Landnámskona er Guðrún, kona Héðins á Héðinshöfða, og dóttir landnámsmanns er Guðrún Þorsteinsdóttir svarfaðar. Mörgum hefur þótt nafn þetta fallegt, bæði fyrr og síðar, en ekki man ég þó betra dæmi um dýrkun þess en það, sem nú skal greina. Heimild er manntalið 1703. Það ár bjó á Arnkötlustöðum í Holtamannahreppi í Rangárvallasýslu Þorlákur Guðmundsson, 53 ára að aldri. Atti hann sex dætur á lífi. Hét hin elzta Guðrún, 20 ára, önnur hét Guðrún, 19 ára, þriðja Guðrún, 17 ára. Þá hefur honum þótt nóg komið af Guðrúnum í bili, og kemur nú Freygerður, 16 ára. En næsta dóttir hlaut nafnið Guðrún; er hún 13 ára. Loks rekur Mar- grét lestina. Sigríðar-nafn hefur einnig verið mjög títt hér á landi á öllum öldum. Sigríður Skjöldólfsdóttir og Sigríður dóttir Sléttu-Bjarnar eru báðar nefndar í Landnámu. Ingibjörg hefur snemma þótt fallegt nafn og notið vin- sælda. I Fornaldarsögum Norðurlanda og fleiri skáld- sögum fornum er ekkert nafn á fögrum konungadætr- um svo algengt sem Ingibjörg. í íslandi kemur nafnið fyrir þegar á landnámsöld. Nöfnin Margrét og Kristín bárust ekki hingað til lands fvrr en alllöngu eftir að kristni var lögtekin. Mun iMargrétar-nafnið fyrst koma hér fyrir á fyrri hluta 12. aldar. Einhver hin fyrsta kona íslenzk með því nafni hefur verið Margrét Höskuldsdóttir, móðir Þorfinns Þorgeirssonar ábóta á Helgafelli. Þorfinnur ábóti dó 1216. Mætti ætla, að móðir hans hafi verið fædd um eða fyrir 1130. Aftur á móti kemur Kristínar-nafnið ekki fyrir á íslandi fyrr en um 1300. Hinar fyrstu með því nafni, sem um er getið, eru Kristín, sem vígð var abbadís að Stað í Reyninesi 1332 og Kristín Filippus- dóttir, er giftist í Haga 1330. Algengustu kvennanöfn árið 1855, næst þeim fimm nöfnum, sem þegar hafa verið talin, voru þessi: Sjötta Helga, sjöunda Amia, áttunda Guðbjörg, níunda Gnð- ný, tíunda Jóhamia, ellefta Gnðríður, tólfta Halldóra. Árið 1910 eru þær breytingar á orðnar, að nöfnin Jónhia og María eru komin í tíunda og cllcfta sæti, en Halldóra og Guðríður hafa þokað fvrir þeim. Jónínu- nafninu hefur á þessu tímabili fjölgað gífurlega. Mun það vera nýgjörvingur frá öndverðri 19. öld. Árið 1855 er nafn þctta cnn óþckkt með öllu á Austfjörðum, Suð- urlandi og Suðvesturlandi. Má raunar heita, að það tíðk- ist þá ekki að neinu ráði ncma í tveimur sýslum, ísafjarð- arsýslu og Þingcvjarsvslu. Alls cru til 83 Jonínur þctta ár, þar af 48 í ísafjarðarsýslu og 20 í Þingeyjarsýslu. Árið 1910 bcra Jónínu-nafn cigi færri cn 996 konur, og cr það þá drcift orðið um allt land. Hefur notkun þess hvorki meira né minna en tólffaldazt frá 1855. Nafnið María brciddist einnig mjög ört út á þessu tímabili. Árið 1855 heita svo 384 konur, en 911 árið 1910. Að óathuguðu máli lægi nærri að ætla, að Maríu- nafn hefði borizt hingað skömmu eftir kristnitöku og orðið hér útbreitt í kaþólskum sið, eins og í mörgum kaþólskum löndum. En svo er ekki. Engin íslenzk meyja hefur verið skírð María fyrir siðaskipti, svo að mér sé kunnugt. Það er ekki fyrr en á 18. öld, sem nafninu fer að bregða fyrir hér á landi, og það er komið hingað með dönsku fólki. Af kvennaheitum er að því leyti svipaða sögu að segja og karlaheitum, að ýmis góð og gild norræn nöfn voru í mjög litlu gengi um miðja 19. öld, en höfðu komizt aftur til nokkurs vegs árið 1910. Nöfnin Gerður og Hrefna eru hvorugt til árið 1855, en hafa bæði verið tekin upp árið 1910, og er hið síðarnefnda þá orðið nokkuð algengt. Mjög fátíð voru árið 1855 þessi nöfn: Ásgerður, Áslaug, Brynhildur og Unnur. Öll eru þau orðin nokkuð tíð árið 1910. Læknisvitjunarferð ... l'tamhald af bls. 86. -------------—---------------- ofan í Njarðvíkina. Er við komurn þar, stóð á hlaðinu rauð hryssa með hnakk og beizli. Sesselja heitin, kona Helga Jónssonar, var með heitt kaffi á könnunni. Ekki vildi læknir neitt bragða á því, en mér var kærkominn sopinn. Inn fór ég þó ekki, heldur drakk kaffið við kirkjugarðsvegginn þar á hlaðinu. Stígur nú læknir á bak hryssunni með broddana á fót- unum, og við höldum af stað suður. Reyndist hryssan þá bæði körg og löt, ferst að vonum mun seinna vegna þess. Við komum að Bakkagerði. Þar átti heima Guð- mundur Björnsson vert. Vildi læknir þá endilega fara inn til hans að fá sér hressingu, en ég harðneita, heldur hann sér samt vel við efnið, svo ég býðst til að fara inn og sækja handa honum eina flösku af gamla Carlsberg. Sætt- ir hann sig við það tilboð mitt, og voru báðir fljótir, ég eftir fliiskunni og læknir að losa innihaldið. Flýttum við okkur svo ofan að Ósi. Þar lá sængurkonan. Var kl. þá 3 e. h. og höfðu farið 14 klukkustundir í ferðina, sem sennilega er ekki mikið undir 100 km leið, vestur um Sandaskörð í Hjartarstaði, út Hérað, um Gönguskarð til Borgarfjarðar. Leysti nú læknir af hendi skyldustarfið, tók barnið með töngum og bjargaði þar með bæði móður og barni. Það má hiklaust segja, að þarna hafi verið líf í læknis hendi, eins og vitanlega er svo oft. En hefði veður og færð verið eins og stundum, þegar verst Iætur á vetrar- daginn, cr vandséð hvcrnig farið hefði. F',n það er jafnan nokkur uppbót á hverri sögu, þegar cndirinn er góður. Heimildarmanns er getið í þættinum hér að framan, Jóns Þorsteinssonar, bónda A Gilsárvöllum, er fór ferðina sjálfur. Auk þess hafa gamlar manneskjur, systkinin Sveinn og Ingi- björg á Brennistöðum í Eiðahreppi, sagt mér frá húsaskipun, bústofni og allri umgengni á býlinu Klappargerði. 96 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.