Heima er bezt - 01.03.1959, Side 27

Heima er bezt - 01.03.1959, Side 27
JÓH. ÁSGEIRSSON: Lausavísur og Ijóð Hér birtist framhald af tækifærisvísum eftir Halldór H. Snæhólm. Fyrri hlutinn birtist í októberblaðinu 1958. Lyklar týndust og var mikið leitað að þeim. Og urðu ýmsar orðahnippingar út af því: Eg er að stikla óms við þrá, orðahnyklum fleygja. Skærur miklar skiptast á, skrár og lyklar þegja. Loksins æði þetta þraut, þá var næði í geði. Lyldi gæða í skrána skaut, skríktu bæði af gleði. Kaupmaður við afgreiðslu. Byltir tungubleðlinum, brosir, gúmmí tyggur. Sæll er yfir seðlinum, sem á borði liggur. Sjötugur. Um það verður ekkert spjall eða af neinum skrifað, sjötíu ára syndafall, sem ég hefi lifað. Sagðar fréttir. Þér ég segi þessu frá, þar var megingleði: Kveðið, hlegið, kankazt á, kveikt á eigin geði. Eftir máltíð í matsöluhúsi. Kemur hún með kaldan graut, — kann sig þó að vonum — eftir dagsins arga þraut eg skal éta af honum. Mínum læsa munni ber mér til glæsi-vamar, því að æsing um mig fer eftir kræsingarnar. Á vinafundi 20. des. 1956. Engan hroka eg vil sjá, að mér þokast grínið. Ellin lokast úti þá, ef ég sloka vínið. Sagt við fisksalann. Eg er að hugsa út í hött, — eitthvað svo þér líki — áttu nokkuð upp í kött innst úr sjávar ríki? Kona fátæks bónda sagði. Mikla þola mátti raun, — mörg svo liðu árin — en ef hann kom með kaffibaun lcímt var gegnum tárin. Fann tóma flösku. Það er svona, því er verr, af þessu fæ ég klígju. Þetta er bara galtómt gler og gefur enga hlýju. Á heimleið af kaffikvöldi Iðunnar 1956. Þó í leyni hret við hret hrökkvum steina megin, við skulum reyna fet og fet að fara beina veginn. Bauð manni vín. Það er svona þetta ár, þegnar verða að brosa. Ef að þú vilt taka tár, tappann skal ég losa. Meðan eg átti — Meðan ég átti hund og hest og hafði geðið létta, leysti mig úr læðing bezt lítil staupa-skvetta. Kona nokkur spurði dóttur sína, þegar hún kom heim af engjunum, hvemig henni hefði líkað að vera í hey- bandinu með nýja kaupamanninum. Stúlkan lét vel yfir því, og sagðist henni frá eitthvað á þessa leið: Aðferðin var afar fín, eg fór strax að vona —. Þér að segja, móðir mín, maðurinn gerði-----svona —. Afturkast. Mín er gengin frægð og fjör, fæ af engu státa, þó ég fengi óðar-ör enn á streng að láta. Frumbýlingur. Farið hef um firði og sker, fundið smátt af seimi. Frumbýlingur alltaf er eg í þessum heimi. Heima er bezt 103'

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.