Heima er bezt - 01.03.1959, Síða 32

Heima er bezt - 01.03.1959, Síða 32
rúnu á hverju sumri og margbeðið hana að koma til sín og stanza svo sem vikutíma. Það yrði svo mikil tilbreyt- ing í kyrrstöðulífi hennar. — En eftir heimsókn Rósu hafði hún aldrei óskað. Hún hafði búizt við, að hún væri svo hamingjusöm í hjónabandinu, að hún gæti ekki yfirgefið manninn nokkra stund. — En svo kom þessi fregn. — Hjónabandið væri kalt og hefði orðið það fljótlega. Hjúin fá og leiðinleg. — Hver gat trúað svona fréttum? Aðeins einu sinni hafði hún sent drengnum hennar Rósu tilbúin föt. Það var þegar hann var á öðru árinu. En drengjum Sigrúnar var hún sífellt að senda eitthvað. Og þó bar sonur Rósu nafn mannsins hennar. „Vesalings barnið mitt,“ andvarpaði hún. „Þú hefur skilið, að ég var búin að hrinda þér frá mér og ekki viljað troða þér þar inn aftur. Heldur viljað berjast ein við erfiðleikana þarna fyrir norðan.“ Það var aldrei, að það væri orðinn mannsbragur að honum, þessum lærða búfræðingi! Að geta ekki haft almennilegar vinnukonur á heimilinu! Og þessum mann- eskjum átti svo Rósa að stjórna. Maddömu Karen fannst einhver vera á ferð í kring- um sig í albjartri júnínóttinni. — Skvldi svo hörmulega hafa tekizt til, að dóttir hennar væri dáin og andi henn- ar væri kominn til að ákæra hana? Við þessa hugsun svitnaði Karen. Hún hélt dauða- haldi í orð læknisins. Hann hafði sagt henni, að sér fyndist Rósa vera að hressast. Hann hefði annars verið búinn að tala við hana. Náttúrlega heyrði hún það á taii læknisins, að hann taldi víst, að hún vissi um líðan hennar. Karen lofaði hamingjuna fyrir heimsókn systur sinn- ar, þó að hún hefði tekið sér hana nærri. Karen sofnaði ekki fyrr en undir morgun. Hana fór strax að dreyma norður, en draumamir voru óljósir og ruglingslegir í fyrstu, en svo skýrðust þeir. Hún var stödd á Hvalseyri, litla verzlunarstaðnum, sem hún þekkti svo vel. Hún sá mann sinn koma með reiðhest- ana þeirra. Það gekk svo ákaflega seint að komast af stað, eins og vanalega í draumum. Þegar þau voru loks- ins komin á hestbak og lögð af stað inn melana, voru þeir orðnir að eintómum torfærum, sem hestamir lágu í. Á einum stað risu upp háir klettar fyrir framan hest- ana. Hún kallaði til mannsins síns, að þau væru ekki á réttri leið. Þessir klettar væru hvergi á leiðinni heim að Hofi. Hann reið á undan og leit um öxl og kallaði í sínum stillilega málrómi: „Þetta gengur allt betur en þú heldur.“ (Framhald). Sveinbjörn Jónsson Framhald af bls. 84. -------- ■ --------------- Hér hefur verið stiklað á stóru um ýmis viðfangsefni Sveinbjarnar Jónssonar, en þó nóg nefnt til þess, að ókunnugir munu álykta, að maður sá hljóti að hafa verið gæddur óvenjulegu starfsþreki og hestaheilsu, en því fer fjarri. Mikinn hluta ævinnar hefur Sveinbjörn átt í stríði við erfiðan og lamandi sjúkdóm, berklaveiki. Hann hafði fengið brjóthimnubólgu slæma á unga aldri, en komst þó yfir sjúkdóminn, en eftir að hann kom til Reykjavíkur og einkum eftir dvöl hans á Snæfells- nesi veiktist hann af berklum, og tók sjúkdómurinn sig upp hvað eftir annað og kostaði hann langar legur á sjúkrahúsum og erfiðar aðgerðir. Á þessu skeiði munu vinir hans stundum hafa örvænt um afkomu hans, en sá, sem aldrei örvænti, var Svein- björn Jónsson sjálfur. Erfiðleikarnir eru til þess að sigra þá. Það var hans viðhorf til málanna, og það tókst, eftir að hann hafði gengið undir lungnauppskurð í Noregi. Að sjálfsögðu hefur hinn langvinni sjúkdómur lamað starfsþrek Sveinbjarnar en ekki bjartsýni hans, hug- kvæmni né áhuga. Mér er jafnvel nær að halda, að lang- ar fjarvistir hans frá daglegum störfum og umsvifum hafi þroskað frjótt hugmyndaafl hans, því í stað þess að örvænta og sökkva sér niður í ófrjóar áhyggjur vegna sjúkleikans, fór hugur hans hamförum um óunn- in lönd nýrra viðfangsefna. Gerði hann þá stundum ná- lægum vinum sínum orð og stefndi þeim að sjúkrabeði sínum til þess að ræða við þá hugmyndir sínar og fram- tíðaráætlanir, og alltaf var hann reiðubúinn, hvernig sem heilsu hans var háttað, að gera þeim greiða og styðja hverja góða hugmynd eða gott málefni. Engum getur dulizt, að Sveinbjörn hlýtur jafnan að hafa verið önnum kafinn, þegar heilsa hans var þolan- leg, en þó er margt enn ótalið, sem hann hefur eflt eða hrundið í framkvæmd og eytt í tíma, fé og fyrirhöfn, svo sem að gera akveg fyrir Ólafsfjarðarmúla, gera út leiðangur á rekafjörur norður á Jan Mayen og að efla siðferðilega hervæðingu þjóðarinnar og margt fleira. Það hefur alltaf vakið undrun mína, hve mikið Svein- björn getur dreift kröftum sínum og viðfangsefnum. Mætti ætla, að slíkur maður hefði hvorki tíma né auga fyrir smámununum og sætleik þeirra í tilverunni, en það er nú öðru nær en að svo sé. Jafnan, þegar Svein- björn kemur í heimsókn, má búast við því, að hann dragi upp úr pússi sínum einhvern smágrip, er hann hefur gera látið til snotrunar eða þæginda í stofu eða eldhúsi og afhendi hann húsráðendum eða komi honum fyrir á réttum stað. Sveinbjörn er líka hvarvetna aufúsugestur, ekki beinlínis vegna þessara tiltækja sinna, heldur fyrst og fremst vegna þess þægilega andrúmslofts áhuga, góð- vildar og viðmótshlýju, sem honum fylgir, hvar sem hann fer. Ef allir menn væru eins og Sveinbjörn Jónsson, þá væri vandalítið að stýra málefnum þjóðar og alheims í rétta höfn. 108 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.