Heima er bezt - 01.03.1959, Page 33
HEIMA __________
« BÓKAHILLAN
Guðmundur Ingi Krístjánsson: Sóld<n;g. Reykjavík
1958. Norðri. 146 bls.
Guðmundur Ingi er enginn nýgræðingur í íslenzkri ljóðagerð.
Þetta er þriðja ljóðabók hans, og kom hin fyrsta út árið 1938.
Hann hefur ætíð farið sínar eigin götur, verið skáld sveitalífsins
og búskaparins og ekki hirt um tízku né stefnur. Enn heldur
hann sínu fyrra striki, en þó með nokkrum öðrum hætti en fyrr.
Yrkisefnin eru fjölbreytilegri, efnismeðferðin fágaðri og smekk-
urinn öruggari en í hinum fyrri bókum. Hann yrkir létt tilfinn-
ingaljóð, leitar til fanga í sögu og sögnum og skyggnist um
vandamál samtíðar sinnar. Og enn sem fyrr er hann málsvari
sveitarinnar og starfsins. Kvæðin eru flest stutt og vel byggð.
Það er erfitt að benda á einstök kvæði, því að yfirleitt eru þau
jafngóð. Þó vil ég geta um kvæði eins og Örvar-Oddur, sem verð-
ur höfundi yrkisefni um þá, sem flakka rótlausir um heiminn.
Vel er lýst tilfinningum fjárbóndans í Hinn hvíti fögnuður. Það
er ósvikinn vorhugur í kvæðinu Þegar heiðin fer að gróa, og svo
mætti lengi þylja nöfn, en menn verða að lesa bókina sjálfir og
njóta hennar á Jrann hátt.
Þórleifur Bjamason: Tröllið sagði. Akureyri 1957.
Norðri. 322 bls.
Þetta er framhald sögunnar Hvað sagði tröllið? sem út kom
1948. Hér er greitt úr örlögum söguhetjanna, en þó grunar les-
andann, að enn sé ósagður lokaþátturinn. Sagan gerist á Horn-
slröndum seint á síðastliðinni öld. Allt er þar með fornlegum
blæ, en þó tekið að bjarma af nýjum tímum. Lífsbarátta fólksins
er hörð, og á enga aðkomna hjálp að treysta. Höfundurinn gjör-
þekkir sögusviðið og það fólk, sem ólst upp við hin kröppu kjör
Hornstranda. Því hafa sögur hans mikið menningarsögulegt gildi.
Lesandinn hverfur aftur i liðinn tíma og lifir með sögufólkinu
baráttu þjóðar vorrar við hamröm náttúruöfl, því að víðar voru
kröpp kjör manna en á Ströndum nyrðra. Náttúrulýsingar höf-
undar eru ágætar, en bezt er þó lýsing hans af ísavorinu og bar-
áttu fólksins og viðbrögðum. Persónur sögunnar eru stórbrotnar
í lund og skilgetin börn þess umhverfis, sem þær lifa í.
íslendingabók. Gunnar Hall tók saman. Reykjavík 1957.
202 bls. Verð 168 kr. í bandi.
Gunnar Hall er einn mesti íslenzkur bókasafnari sinnar tíðar.
En honum hefur ekki nægt að safna bókum og láta þær standa í
hillum til þess eins að gefa þeim hýrt auga eða strjúka kili þeirra
með velþóknun. Hann hefur tekið til við að gera ýmsa fjársjóði
safns sins að almenningseign. Fyrst gaf hann út skrá yfir safnið.
Er hún hið mesta þarfaþing bókasöfnurum. Því næst gaf hann
út mjög merkilegt heimildarrit, Sjálfstæðisbaráttu íslendinga, sem
furðulega hefur verið hljótt um. Var hún samin eftir blaðaúr-
klippum úr safni hans, en þær eru flestar næsta torgætar. Og nú
sendir hann á markaðinn íslendingabók. Æviágrip og brautryðj-
endasögu merkra íslendinga, svo sem undirtitill hennar hljóðar.
Nafn bókarinnar hefur hneykslað suma. Ekki sé ég ástæðu til
þess, fremur en að hneykslazt var á því, þótt lítt merk ljóðabók
fyrir nokkrum árum væri gefin út undir nafninu Edda. Þessi
bók Gunnars er um margt merkileg. Hann rifjar þar upp sögu
merkra manna og atburða. Hefur sumt af því verið gleymt al-
þjóð um lengri tíma, en annað hafa menn haft óljósa þekkingu
um. Má þar til nefna þáttinn um Guðmund Kamban, sem er
einn hinn bezti þáttur bókarinnar. Þá eru þarna merkilegar frá-
sagnir um upphaf vélaaldarinnar á fslandi, fyrstu sláttuvélarnar,
fyrstu rafstöðvarnar o. fl. Ágætur er þátturinn um söngvarann
gleymda. Hér er á ferðinni lifandi saga um menn og atburði,
sem ekki mega gleymast. Nokkrar villur hafa því miður slæðzt
inn í bókina, sem þörf væri að leiðrétta í framhaldi hennar, sem
vænta má að komi næsta ár. Því að ekki trúi ég öðru, en að
fróðleiksfúsir íslendingar kunni svo vel að meta bók sem þessa,
að höfundur sjái sér fært að halda henni áfram og opna mönn-
um fleiri fjársjóði safns síns. Góð nafnaskrá fylgir, en hins vegar
skortir tilvísun til heimilda fyrir þá, sem frekari fræðslu vilja
leita
Jónas Jónsson: Vínland hið góða. Akureyri 1958. Bóka-
útgáfan Komandi ár. 268 bls.
Um fáa samtíðarmenn vora hefur verið deilt jafn mikið og
Jónas Jónsson. En um stílfærni hans og ritsnilld hefur aldrei
verið deilt. En það hefur lengi verið alþjóð kunnugt, að hann
ritar af jafn mikilli leikni, hvort heldur sem eru pólitískar grein-
ar í vörn eða sókn, persónulegar ádeilur, minningargreinar, bók-
menntaþættir eða um menningarmál. Alls staðar er hagleikurinn
í meðferð máls og efnis hinn sami. Að vísu bera margar greinar
þess minjar, að honum hefur ekki unnizt tími til að fága þær
og snurfusa, enda oft skrifaðar í flýti, og er að vísu vandséð, hvort
þær hefðu alltaf við það unnið. Menn lesa greinar Jónasar Jóns-
sonar sér til ánægju, hvort sem þeir eru höfundi sammála eða
ekki.
I þessari bók birtast nýjar greinar og gamlar, eins og í fyrri
bindum af ritsafni höfundar. Nafn dregur bókin af upphafs-
greininni, 'þar sem segir frá ferð höfundar meðal Vestur-íslend-
ingá. Bera nýju greinarnar þess ljósast vitni, að ekki hefur penni
höfundar sljóvgazt né hugkvæmnin minnkað, þótt árunum fjölgi.
Skrifa mætti langt mál um hverja einstaka grein, en hér skal
einungis bent á þrjár þeirra, sem mér þykir merkilegastar og
sízt mega liggja í þagnargildi. Er þar fyrst: Geta skólar verið
skemmtilegir, þar sem rætt er af skilningi um eina höfuðmein-
semd skólanna. Önnur er greinin Tveir baðstaðir, en þar setur
höfundur fram svo merkilegar tillögur um framtíðarstofnanir í
nágrenni Hveragerðis, að furðu sætir, hversu hljótt hefur verið
um þær, síðan hann flutti það mál i útvarpinu. Ég tel vafasamt,
hvort hðfundur hefur sett fram aðrar hugmyndir merkilegri en
tillögu sína um stofnun uppeldisheimila í Ölfusdal, sem hann
svo kallar.
Loks er greinin um Halldór Kiljan Laxness, sem skrifuð er af
meiri skilningi á skáldinu en flest það, sem áður hefur um hann
birzt. Enda er Jónas Jónsson hvorki blindaður af ást né andúð á
skáldinu, en ræðir málin frá hlutlausum sjónarhóli skilnings síns.
Og það er grunur minn, að langlíf verði samlíking J. J. á H. K. L.
og Sæmundi fróða og kápu hans, svo snjöll er hún og hittir vel
naglann á höfuðið. st. Std.
Heima er bezt 109'