Heima er bezt - 01.03.1959, Síða 34
Síhasti jDátturinn í
verŒaunasamkeppninni
um FERGUSON
aéstoéartækin
í þessu blaði birtum við síðustu þrjár spurningarnar í verðlauna-
getrauninni. Pegar þið hafið svarað þeim, sendið þið svörin við
öllum níu spurningunum í sérstöku umslagi, sem þið einkennið
með orðinu VERÐLAUNAGETRAUN, til „Heima er bezt“, póst-
hólf 45, Akureyri.
Og hér koma svo síðustu þrjár spurningarnar:
7. Hvað hafa verið haldin mörg keppnismót (tslandsmót) í
dráttarvélaakstri? — Hafa þau verið tveimur, þremur eða
sex sinnum?
8. Fóru þessar kcppnir í dráttarvélaakstri fram á Landsmót-
um Ungmennafélaganna, á Landsmótum hestamanna eða á
Landsfundum Stéttarsambands bænda?
9. Stefán Kristjánsson í Nesi í Fnjóskadal, S.-Þing., er Islands-
meistari í dráttarvélaakstri. — ók hann Ferguson, Ford eða
Dcutz-dráttarvél?
Til þess að það sé öruggt, að allir áskrifendur „Heima er bezt“,
sem taka vilja þátt í getrauninni, hafi nægan tíma til þess að
koma svörunum til blaðsins, höfum við ákveðið að opna ekki get-
raunaumslögin fyrr en 15. maí næstk. Vonum við, að lesendur
blaðsins hafi haft nokkra skemmtun af getrauninni. Nöfn sigur-
vegaranna verða birt í júní-blaðinu.
Glöggt er gests augað
Framhald af bls. 91. ---------------------—-----
Öðru máli gegnir, ef við lesum í dagblaði lýsingu af
ákveðinni, íslenzkri sveit og nafngreindum mönnum
þar. Okkur kemur ekki annað til hugar en rétt sé með
farið. En takið þið nú eftir:
Á Jónsmessunótt í sumar, þegar við bræðurnir á
Ljótsstaðarbrekku áttum okkur einskis ills von, kemur
Reykvíkingur nokkur með sunnanbílnum og skimar í
kringum sig á hlaðinu litla stund. Rekur hann þá augun
í mjólkurskál vestan undir hestasteininum og fer með
það í blöðin að við skömmtum huldufólki á Jónsmessu-
nótt.
Hvaða mjólkurskál var þetta svo sem, nema dallurinn
hans Snata? Og hvers vegna ætli hann hafi verið ósnert-
ur, ef ekki vegna þess, að hundurinn tollir aldrei heima?
Og hver ætli hafi gefið hundinum, annar en ég, þar sem
engin kvenmannshönd er í bænum og Laugi bróðir
Jiggjandi í rúminu í kverkabólgu?
Áðra vitrun fær maðurinn, þegar hann fer yfir Mold-
árbrúna: Hann heldur, að við höfum farið ána þvera og
endilanga á bílum, áður en brúin kom. Sá bíll hefði þurft
bæði að synda og stökkva. Bílar fóru ána aðeins á ís.
Ekki var hann glámskyggn í Steinadal. Hvaða hjón
er maðurinn að ræða um? Hann Garðar býr með móður
sinni, enda virðist gestinn hafa grunað einhvern aldurs-
mun. Nú dregur óðum að úrslitum skeggkeppninnar.
Garðar hefur unnið það, að komast í blöðin, hvað sem
meira verður.
Verst lízt mér þó á ullarþvottinn á Eyrarmel. Nú er
hætt að þvo ull heima, sízt að hún sé þvegin, meðan féð
er órúið. Við gátum ekki rúið fyrir Jónsmessu í öðru
eins árferði og var í vor. Hún Gróa var að þvo þvott
úti við læk, er mér sagt.
Út yfir tekur þó allan þjófabálk, að ekki skuli mega
skíra heimalningana skrítnum nöfnum í gamni, án þess,
að borið sé út um allt land, að börnin heiti þetta.
Það er von mín, að ferðalangar leggi leið sína eitthvað
annað en um Ufsafjarðardali framvegis.
Jón Ufsi Jónsson.
Hver ætli hafi hrifsað blaðið, eftir að ég skrifaði upp
greinina hans Jóns Ufsa? Ég átti það ólesið að öðru leyti.
Konan er þegjandaleg við verk sín frammi í eldhúsi.
Stjúpdóttir mín hefur hlegið eins og fífl í allan morgun
— ekki veit ég að hverju.
rri 1 • '
lyrkjaramo ...
Framhald af bls. 90. ------------------------------
Að síðustu skal þess getið að ein af síðustu afspum-
um Herfylkngar Eyjanna er, að þegar Pétur Bjamason,
yfirfylkingarstjóri, var greftraður 1869, kallaði Bjarni
E. Magnússon, sýslumaður Eyjanna, hana saman og
mætti hún öll vopnum búin til þess að votta honum
virðingu sína og kveðja hinztu kveðju. Eftir það mun
Herfylkingin hafa leyst upp smátt og smátt, þótt reynt
væri að halda henni við líði af ýmsum, svo sem Gísla
Bjarnasyni, bróður Péturs, Villy Thomsen, syni Edw.
Thomsens kaupmanns, og Fritz Sörensen kaupm. Allar
tilraunir, til þess að halda henni við urðu árangurslaus-
ar, hverju svo sem um hefur verið að kenna.
Ég hef þá lokið þessum útdrætti úr viðburðarríkri
sögu Vestmannaeyja. Þótt stiklað sé á stóm vona ég að
frásögn þessi sýni, að á mörgum blöðum í sögu þorps-
ins er að finna fróðleik, sem vert er að leita að og
halda á lofti.
Á. Á,
110 Heima er bezt