Heima er bezt - 01.08.1959, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.08.1959, Blaðsíða 5
Brekkuvöllur er í þjóðleið, þegar farið er af Barða- strönd yfir til Patreksfjarðar. Er það síðasti bærinn, áð- ur en lagt er á Kleifaheiði, og þangað koma menn fyrst er þeir gangmóðir hafa heiðina að baki. Faðir hans Kristófer Sturluson var maður sjálfmenntaður en bókfróður og las sér til gagns ensku og þýzku auk Norðurlandamálanna. Eiríkur ólst því upp þar, sem fjölsótt var af gestum og gangandi og þar sem fróðleik- ur var metinn umfram veraldarauð. — Jú, faðir minn stundaði eitthvað sjó, róðra á vor- in og nokkrum sinnum mun hann hafa verið á dönsk- um skútum, sem hingað fluttu varning á vorin og voru síðan gerðar út á fiskveiðar á sumrin frá Patreksfirðí. Annars var hann fyrst og fremst bóndi. — En hvernig stóð þá á því að hugur þinn stóð til sjósóknar. Allir strákar vildu verða sjómenn. — Þá vildu allir strákar verða sjómenn. Ég var 15 ára, þegar ég fór fyrst á þilskip frá Vatneyri. Eigin- lega reiknaði ég aldrei með því að ég yrði bóndi, þó ég hefði alls ekki ákveðið neitt um framtíð mína. Ég var svo á þilskipum þar til 1917, en þá byrjaði ég skip- stjórn fyrst með smáskipapróf, sem kallað var, en skip- stjórapróf (farmanninn) fékk ég 1918. Ég hafði verið stýrimaður frá því 1914, en á þeim árum þurfti stýri- maður engin réttindi. Mér er eitt atvik frá þessum árum mjög minnisstætt. Það var sumarið 1918, að ég var á danskri skonnortu, en mig vantaði þá siglingatíma til þess að geta lokið prófi. Við vorum á heimleið. Það fyrsta sem við sáum af landinu, var hinn gífurlega mikli mökkur úr Kötlu, en gos hennar stóð þá sem hæst. Vorið 1922 fór ég á mótorskonnortuna Elauk, sem annar stýrimaður, og var á honum þar til 1922, að hann var seldur út. Endaði ég á honum sem skipstjóri. — Geturðu ekki sagt mér frá einhverju skringilegu atviki frá þessum tíma, svona til þess að krydda sam- talið. Rotta í vatninu. — Við lentum nú ekki í neinum sérstökum ævintýr- um. Ég veit ekki hvort ég á að segja þér frá viðureign okkar við rottuna á Hauk. Eins og þú veizt var oft allmikill rottugangur á þessum gömlu skipum. Við vor- um á leið til útlanda og man ég að ég stóð við stýrið og var algallaður, því ágjöf var og vatnsgangur. Verð ég þá var við, að rotta hleypur upp í buxnaskálmina mína. Gat ég eftir nokkuð harða viðureign komið henni niður aftur, en þá slapp hún og skauzt inn í loftventil- inn á vatnsgeyminum. Var nú heldur ljótt í efni. Ekk- ert annað drykkjarvatn að hafa en í þessum eina geymi, en lítt fýsilegt að nota það til matar og drykkjar þar sem dauður rottuskrokkur var kominn í það. Var ekki um annað að gera en sjóða hvern dropa, sem notaður var. Þetta sakaði engan, en heldur var það óhuggulegt, þegar innyflin og tætlurnar af rottunni voru að koma upp úr vatnsdælunni. — Já, satt er það, ekki getur þetta talizt beint girni- legt krydd, en látum það fara samt. — Á árunurn 1922—4 var ég svo á togurum, nema hvað ég vann um sumartíma í silfurbergsnámunni á Reyðarfirði. — Hvenær byrjaðirðu svo hjá landhelgisgæzlunni? Við landhelgisgæzlu frá 1924. — Það var vorið 1924. Má heita að þar hafi ég svo unnið óslitið síðan. Hef ég verið á öllum skipum lana- helgisgæzlunnar nema Albert, Maríu Júlíu og Sæbjörgu. Munu þau nú vera alls um 10 talsins, en lengst af hef ég verið skipstjóri eða frá 1929. Fyrstu sumrin var ég svo á togurum, og kom sér vel fyrir mig, að kynnast öllu þar urn borð. — Og gekk þér vel að fá þar skiprúm? — O-já, sæmilega, en einn togaraskipstjórinn sagði eitt sinn við mig: „Hver er svo vitlaus að vilja flytja þig á togara?“ En þetta var nú sagt svona meira í gamni en alvöru. Eiríkur Kristófersson skipherra.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.