Heima er bezt - 01.08.1959, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.08.1959, Blaðsíða 25
Kristín hefur fylgzt með ferðum feðganna frá dans- pallinum og niður að réttinni, og mestu ólguna lægir í sál hennar. Austurhlíðarstelpan og Jónatan hafa þá ver- ið skilin að þessu sinni. Mæðgurnar frá Austurhlíð ganga saman frá dans- pallinum. Anr.a skipar Lilju að ná strax í reiðhesta þeirra og leggja á þá, en sjálf fer hún heim að réttinni og lætur mann sinn vita, að þær mæðgur séu á förum heim. Lilja nær hestunum í flýti og leggur á þá reið- tygin, hún vill sem fyrst komast af stað frá réttinni. Hin leiðinlega framkoma móður hennar uppi á dans- pallinum fyrir stundu síðan hlýtur að vekja umtal þeirra, sem þar voru staddir, og hana langar ekkert til að heyra neinn ávæning af því tali. Þær mæðgur stíga síðan á bak hestum sínum og ríða af stað heimleiðis. Báðar eru í þungu skapi. Lilja ætlar að láta móður sinni það eftir að hefja samræður að fyrra bragði, en hún ætlar að halda réttum hlut fyrir hatri hennar til Jónatans, ef tal hennar beinist að hon- um á þann hátt. Anna ríður þögul langa hríð, en reiði og hatur ólga í sál hennar. Henni er ekki full-ljóst, hvernig hún eigi að haga áminningu þeirri, sem hún ætlar að gefa dóttur sinni, en þögninni unir hún el'ki lengur. Hún lítur fast á Lilju og segir: — Við hefðum betur aldrei farið þessa réttarferð, Lilja litla. — Nú, hafðir þú ekki gaman af ferðalaginu? Og þarna við réttina hittir þú gamla vinkonu þína. — Já, en mér hefði víst verið þarfara að líta eftir þér beldur en sitja á tali við hana. — Líta eftir mér? Ég er nú ekkert barn lengur, sem passa þarf upp á. — Það leit nú helzt út fyrir það í dag, að þyrfti að líta eftir þér. Ég vildi að þessi danspallur hefði aldrei verið reistur við réttina. — Nú, mér fannst ágætt að dansa á honum. — Ég trúi því. En þótti þér ekki líka fjarska gaman að dansa við bóndasoninn' í Vesturhlíð? — Jú, hann dansar ljómandi vel. — Þú hefðir nú samt aldrei stigið dansspor með hon- um á þessum degi, hefði ég verið nærstödd í tæka tíð. — Er ég þá ekki frjáls að því að dansa við hvern sem mér sýnist? — Jú, við heiðarlega menn. — Er Jónatan þá ekki heiðarlegur maður? — Hann er eins og hyskið hans. — Þekkir þú Jónatan annars nokkuð? — Nei, og mig langar ekkert til að þekkja hann, en ég veit að hann er ómerkilegur eins og foreldrarnir. — Hvernig getur þú dæmt um þá, sem þú þekkir ekki? — Þú ætlar þó ekki að fara að verja málstað Vestur- hlíðar-hyskisins! — Ég á ekkert sölcótt við fólkið Vesturhlíð. — Nú, ekki það? Finnst þér það hafa komið svo heiðarlega fram við foreldra þína? — Hefur framkoman ekki verið nokkuð lík á báða bóga? — Við höfum aldrei látið það hyski troða okkur niður í svaðið, og gerum aldrei, en ég ætla að láta þig vita það hér með í eitt skipti fyrir öll, að ég fyrirbýð þér að tala nokkurn tíma framar við strákinn í Vestur- hlíð, eða skipta þér af honum á nokkurn hátt, mundu það, Lilja litla! — Ég er nú anzi hrædd um, að ég kunni að brjóta það boðorð, ef svo ber undir. Mér kemur hatur ykkar hinna ekkert við. — Ef þú ekki hlýðir mér, Lilja, skal verra hljótast af, gleymdu því ekki, stúlka mín. Anna hleypir þar með hesti sínum á sprett og þeysir heim í hlað í Aust- urhlíð. Heiftin svellur í henni. Einkadóttirin er að gera uppreist gegn vilja hennar, en hún skal verða að lúta honum. Hún skal sannarlega. Lilja kemur brátt heim í hlað á eftir móður sinni og stígur þar af baki. Anna gengur svipþung inn í bæinn án þess að yrða á dóttur sína, en Lilja tekur af hestun- um og flytur þá í haga. Þessari sögulegu réttarferð er lokið, en endurminning hennar geymir bæði unað og kvöl í sál heimasætunnar ungu í Austurhlíð. Hljótt og húmsælt haustkvöldið hnígur yfir sveitina og þaggar fjölbreyttar raddir dagsins. Kristín í Vestur- hlíð gengur fasmikil um eldhúsið og framreiðir kvöld- verð hana bónda sínum og syni, sem komnir eru heim frá réttarstörfunum fyrir stundu síðan. Ath bóndi hef- ur tekið sér sæti í eldhúsinu og bíður þar eftir mat sín- um, en Jónatan er enn ókominn frá því að flytja reið- hesta fjölskyldunnar í haga. Eru því hjónin tvö ein í bænum. Skap Kristínar er enn í uppnámi eftir för hennar að danspallinum í dag, og síðan hún kom heim þaðan, hefur hún þrátt fyrir annríki í störfum, stöðugt glímt við í huganum þungt og erfitt viðfangsefni við- víkjandi syni sínum. En loks hefur hún fundið hentuga úrlausn þessa vandamáls, og er nú það næst að láta Atla samþykkja hana. Kristín setur rjúkandi heita kjötsúpu á borðið fyrir mann sinn og segir að því loknu: — Finnst þér ekki sjálfsagt, Atli, að Jónatan fari eitthvað að heiman og afli sér frekari menntunar, eins og flestir efnaðir bænda- synir gera nú á dögum, því hann getur vel lært, strák- urinn. — Mér hefur nú stundum komið það til hugar að senda hann í skóla, en ég verð þá að ráða til mín vetrar- mann, ef Jónatan fer að heiman. — Auðvitað færðu þér vetrarmann, það ættu ekki að verða nein vandræði með það. Ég vil láta Jónatan fara í búnaðarskóla núna strax í haust. — Það er sjálfsagt orðið of seint að leita eftir skólavist fyrir hann í vetur, nú eru vafalaust allir skólar orðnir fullskipaðir, segir Atli. — Það getur alltaf einhver gengið úr skaftinu, svo að pláss losni. Ég vil að þú farir strax á morgun fram að Grund og færir þetta í tal við hann séra Einar, einn bróðir hans er kennari við búnaðarskóla, og það getur Heima er bezt 281

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.