Heima er bezt - 01.08.1959, Blaðsíða 4
Vignir Guðmundsson blaðamaður rabbar við Eirík Kristófersson skipherra á Þór
Pá vildu allir strákar verda sjómenn
Um hógværar handtökur, bóndason af Barðaströnd, rottugang og dulræn
fyrirbæri
UM ÞESSAR mundir er að koma út ævisaga Eiríks Kristófers-
sonar skipherra. Kennir þar margra grasa, og mun menn fýsa að
kynnast æviferli þessa margreynda sjómanns og skipstjórnar-
manns. Ævisöguna hefur Ingólfur Kristjánsson blaðamaður ritað,
en Kvöldvökuútgáfan á Akureyri gefur út. Hér fer á eftir stutt
viðtal við skipherrann.
r
E^g veit ekki hvað þú kallar sögulega handtöku,
Eiríkur. Við höfum lesið um, að þið hafið elt
skip fleiri tugi sjómílna á haf út og jafnvel orð-
“■ ið að skjóta þau sundur og saman, áður en skip-
stjórinn hefur fengizt til að nema staðar.
— Já. Um það hafa nú allir heyrt. En það væri ekki
nema ég segði þér frá hógværustu handtökunni, sem
ég hef lent í.
Eiríkur Kristófersson skipherra á Þór hallar sér aft-
ur á bak í sófanum í íbúð sinni í flaggskipi íslenzka
flotans. Hann kímir góðlátlega, treður Prins Albert í
svera pípu með leðurklæddum haus, og kveikir í.
Hógvær handtaka.
— Ég var þá á Gaut og við vorum suður á Hafnar-
leiði. Þetta var um hánótt í blankalogni og sléttum sjó.
Þá sjáum við, hvar enskur togari liggur með vörpuna
Varðskipið „Þór“, flaggskip íslenzka varðskipaflotans.
á síðunni nokkuð fyrir innan línu. Bátarnir frá Sand-
gerði og Keflavík eru að fara í róður og sigla út allt í
kringum togarann. Við rennum hægt upp að bakborðs-
síðunni á honum og bindum okkur fasta. Ég skunda
um borð og upp í brú en sé þar engan mann. Karlarn-
ir eru allir við vörpuna stjórnborðsmegin og enginn
þeirra hefur tekið eftir okkur. Ég litast um í brúnni,
en enginn kemur. Þá geng ég út stjórnborðsmegin og
sé þar skipstjórann, hvar hann hallar sér fram á brúar-
vænginn og er að tala við karlana. Ég geng til hans,
klappa á öxlina á honum og býð gott kvöld. Hann snýr
sér við, gónir á mig eins og tröll á heiðríkju og spyr
undrandi: — Þú hér? Við erum þó ekki í landhelgi? —
— Jú, það er nú einmitt það, segi ég. — Jæja, þá er víst
ekki um neitt að gera. Skipstjórinn fylgdi okkur svo án
nokkurrar mótbáru, er menn hans höfðu gert klárt á
dekkinu, til Reykjavíkur. Þar var svo dæmt í málinu,
hann borgaði sektina, kvaddi og fór aftur á veiðar. Já,
þannig getur þetta gengið til stundum.
Bóndasonur af Barðaströnd.
Við höfum setið um hríð og rabbað um flest sem
nöfnuni tjáir að nefna, allt frá dulrænum fyrirbrigðum
og niður í rottugang um borð í skonnortunni Hauk.
Ég hef fræðzt um það að skipherrann er fæddur á
Brekkuvelli á Barðaströnd hinn 5. ágúst árið 1892.