Heima er bezt - 01.08.1959, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.08.1959, Blaðsíða 34
við heimilisverkunum, og hún gæti ekki verið að meina henni það, þar sem hún væri orðin hálfgerður garmur til heilsu, þó að hún væri svo sem ólík því, sem hún hefði verið í sumar, enda væri nú ólíkt minna að gera. „Þú mátt ómögulega yfirgefa heimilið, Geirlaug,“ sagði Kristján. „Ég vona, að Rósa og Jón litli komi norður eftir nýjárið og jafnvel kannske fyrr. Þeim fyndist áreiðanlega óskemmtilegt að sjá sætið þitt autt, enda er Asdís ekki fær um að taka við verkunum þín- um. Þó að hún sé óneitanlega dugleg, þá er hún óvön öllu innanhúss. Getur ekki einu sinni skúrað gólf al- mennilega. Þú átt líka svo margt á fóðrum hjá mér nú, að það er ekki sanngjarnt að þú vinnir mér ekki í vetur, þar sem sumarvinnan var svo lítil. Asdís var ekki ráðin nema til að koma inn heyinu. Eg tala um það við hana, að hún skuli fara að hypja sig heim.“ Geirlaug hresstist mikið við þetta samtal. Kristján sagði alveg satt. Sumarvinnan var svo léleg, að hún átti lítið kaup fyrir hana. Samt hafði hann sett á fóður þrjár gullfallegar gimbrar sem hún átti, til viðbótar ánum. Hún gæti ekki annað en unnið eitthvað fyrir þeim. Svo var hún líka orðin svo fullorðin, að hún vissi hverju hún sleppti en ekki hvað hún hreppti. Kristján hafði aldrei verið henni slæmur húsbóndi. Hún ákvað því að bíða og sjá, hvað framtíðin bæri í skauti sér. Kristján dró það í tvo daga að reyna að ýta Ásdísi burtu. Hann grunaði, að það myndi ekki ganga vel. Einn morguninn heyrði hann, að hún var eitthvað að jagast við Geirlaugu í maskínuhúsinu. Hann færði sig nær, svo að hann heyrði orðaskil. „Ég veit það bara, að ekki hafði maddaman það svona. Ég hef hugsað mér að hafa allt eins og hún. Það má vel vera eins,“ sagði Ásdís.“ „En það er bara svo, að þér kemur það ekkert við á meðan ég er hérna, og það verð ég til vorsins, hvað sem lengur verður,“ svaraði Geirlaug. Þá kallaði Kristján til Ásdísar og bað hana að finna sig fram í skrifstofu. Hún brá skjótt við og kom inn, brosandi og full eftir- væntingar. „Ég þarf að tala við þig, Ásdís,“ sagði hann hálfvand- ræðalegur. „Talaðu þá bara,“ sagði hún. „Það er bara þetta. Ég talaði aldrei um að þú yrðir hér nema á meðan verið var að koma inn heyjunum, en nú hefur dregizt þetta að þú færir. Þú hefur unnið mér prýðilega, og ég skal borga þér vel vinnu þína. En nú er bezt að þú farir að hugsa til heimferðar. Faðir þinn er víst ekki vel ánægður með að þú sért hér, þar sem hann hefur ekki litið heim, þó að hann hafi riðið rétt hjá túngirðingunni. Bróðir þinn ekki heldur.“ „Því skyldi ég taka það til greina, hvernig karlinn og strákurinn haga sér. Ég sagði þér, að ég ætlaði að verða hjá þér, þangað til Rósa kæmi heim, og það ætla ég að gera,“ svaraði hún. (Framhald). LEIÐRÉTTING I hinni ágætu grein Guðmundar B. Arnasonar, „Fyrsta för mín úr föðurgarði", urðu þau leiðinlegu mistök við umbrot greinarinnar, að ein málsgrein lenti þar á skökkum stað. Er það síðasta málsgreinin frá: „Tvær næturnar á Akureyri“, á bls. 230, aftari dálkur. Greinin á að koma í fremri dálk, á undan málsgreininni: Að morgni þess 11. fór Vesta frá Akur- eyri o. s. frv. Biðjum við greinarhöfund mikillega afsökunar á þessu og lesendur að aðgæta þetta, er þeir lesa greinina. St. Std. Ferð yfir Smjörvatnsheiði Framhahl af bls. 269. --------------------- ir fram. Veðrið hafði skollið snögglega á bæði fyrir austan og eins úti í Vopnafirði. Hafði það orðið nær glórulaust um tíma. Óttuðust sumir því um okkur, því við höfðum aldrei farið þessa leið áður. En gott var nú heilum vagni heim að aka. Hraunfell fór í eyði árið eftir og veitir nú ekki lengur þreyttum vegfaranda hlýj- ar móttökur, en við Hallgrímur höfum margar heiðar- ferðir farið síðan, að heiman og aftur heim. Á Urðahlíð Framhald af bls. 265. ---------------------------- sjávar, en bærði ekki á sér til veiðiskapar. Lagðist ekki eingang niður og veifaði skottinu, til að narra til sín heimska æðarunga. Henni var brugðið. Skyldi nú feigð- in sækja að henni. — Slipp og snauð kom hún upp úr fjörunni og skokkaði upp í hlíðina, mun nær greninu en áður. Yrðlingarnir í kassanum voru sofnaðir og bærðu ekki á sér. Þeir yljuðu hver öðrum. Ég lá sem fastast með hlaðna byssuna. Gríma skyldi ekki aftur koma að mér sofandi á verðinum. — Að skammri stundu liðinni, skaut stórum eyrum og mórauðum kolli upp úr skorningi, svo sem 12—15 faðma frá bæli mínu. — Skotið reið af. Hrottalegur hávaði rauf næt- urkyrrðina óþægilega, í þessum þrönga þögla firði. Gamla Gríma valt ofan í skorninginn og bærði ekki á sér framar. — Mjólk draup úr sex sognum spenum á horuðum búk. Tveir hrafnar komu ofan úr fjalli og krúnkuðu yfir valnum. Þeir máttu saknar vinar í stað. Ég huldi hræið að fornum sið. Síðan hef ég ekkert slíkt hreystiverk unnið. Að morgni reiddi ég heim fimm yrðlinga. Næsta ár var ekkert gren á Urðahlíð. — Kotkell gamli var ekkjumaður. (Framhald). 290 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.