Heima er bezt - 01.09.1959, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.09.1959, Blaðsíða 16
Sisi VE 265, formaður Guðmundur Vigfússon, Holti. Skallagrímur VE 231, formaður Ólafur Vigfússon, Gíslholti. Stakksárfoss VE 245, formaður Finnbogi Halldórs- son frá Siglufirði. Þessir bátar höfðu allir hlotið versta veður um nóttina. Höfðu þeir sumir legið undan Eiðinu, inn „undir Kamb- inum“ eða undan Öfanleitishamri í vari. Þegar leið á morguninn vantaði enn 3 báta, sem úti höfðu legið en það voru: Hansína VE 200, formaður Eyjólfur Gíslason, Búa- stöðum. Skógafoss VE 236, formaður Jónas Sigurðsson, Skuld. Sleipnir VE 280, formaður Sveinn Jónsson, Landa- mótum. Um þessa báta hafði ekkert frétzt, síðan „Þór“ mætti Hansínu um eftirmiðdaginn á laugardeginum og voru menn farnir að óttast mjög um afdrif þeirra. Strax um morguninn er birta tók, fór björgunarskip Eyjanna, „Þór“, og tveir íslenzkir togarar, er voru við Eyjar að leita bátanna, samkvæmt beiðni manna í landi. í sama mund fóru útlegubátarnr að koma í höfn hver eftir annan, sem fyrr getur, nema þeir þrír. Heimkoma þeirra drógst enn og voru menn nijög uggandi um hag þeirra. En um kl. 11 kom „Sleipnir“ beiíu og höldnu að bryggju og vantaði þá aðeins Hansínu og Skógafoss. Klukkan mun hafa verið um 10 þegar annar togar- anna fór fram hjá nefndum bátum og hélt hann þá til norðvesturs. Þá var enn mikil snjódrífa, en bátarnir farnir að leita lands og stýrðu í SSA. Skömmu síðar stytti upp og sáu útilegufélagarnir þá, að þeir voru á réttri leið og höfðu stefnu að Eiðinu. Hafði þá hrakið undan veðrinu og voru komnir inn og norður af „Þrí- dröngum“. Gekk nú allt vel um stund og keyrt með allgóðri ferð í áttina heim. En ekki var öllu erfiði þess- ara tveggja báta enn lokið, þó mikið væri afstaðið. Skömmu eftir að heimkeyrslan byrjaði, bilaði vélin í Skógafossi og komst ekki í lag. Var því ekki annað að gera en Hansína tæki hann á drátt. Ekki var þetta sérlega álitlegt, en það varð þó að gerast. Þrátt fyrir mjög erf- iðar aðstæður tókst giftusamlega að koma dráttartaug á milli bátanna og hófst síðan síðasti þáttur þessarar hörðu útilegu, þ. e. heimdráttur Skógafoss. En allt gekk vel og drógu þeir bátinn nokkuð á aðra klukkustund án þess nokkurt sérlegt óhapp vildi til og komu í heima- höfn kl. 13.30 12. febrúar, síðastir allra. Lauk þar með þessari erfiðu og eftirminnilegu úti- legu Eyjamanna. Síðasti báturinn, sem kom í höfn um kvöldið þann 11. febrúar, var mb. „Lundi“ VE 141, er þá var 14 smálesta tvístöfnungur. Þcgar hann var á miðri „Vík- inni“, þ. e„ ytri höfninni, rétt utan við syðri hafnar- garðinn, slokknuðu öll rafljós í bænum og; um leið á vita hafnargarðsins, sem tengdur var þá við bæjarkerf- ið. Allt varð hulið glórulausu myrkri, særoki, og hríð- arbyl, svo varla sá út úr augunum og stórsjór svo að „Leiðin“ var mjög aðgæzluverð til innsiglingar. Ekki þótti gerlegt að snúa við þarna og þess vegna haldið áfram inn í höfnina þótt lagt væri á tæpasta vaðið. En hvoru tveggja var, að báturinn var afbragðs góður í sjó að leggja og formaðurinn snilldar sjómaður og stjórn- ari, svo allt fór vel. Formaður á mb. Lunda var Þor- geir Jóelsson á Sælundi Eyjólfssonar, einn af þekktustu formönnum Eyjanna. Umrætt Iaugardagskvöld og alla nóttina var svo mik- ið rok, snjókoma og myrkur að menn, sem stóðu við hús gömlu Brydesverzlunarinnar, aðeins nokkra metra frá sjónum og ca. 100 metra frá innleið bátanna í höfn- ina, og skyggndust eftir bátunum, sáu ekki eða heyrðu til Lundans er hann lcorn inn í höfnina. Var báturinn þó með ljósum, vélina í fullum gangi og hún all hávær. Þannig lauk þessari bátaflestu og fjölmennustu úti- legu Eyjamanna, sem orðið hefur í tíð vélbátaútgerðar- innar og einum af mörgum erfiðum fiskiróðrum þeirra. Allir komust að síðustu heilir í heimahöfn og manntjón varð ekkert. Er það með ólíkindum miðað við veðurofs- ann, stærð bátanna og allan öryggisútbúnað, sem að nú- tímamati var mjög ábótavant á öllum sviðum. Daginn eftir, mánudaginn 13. febrúar, rauk aftur upp með ofsaveður og sjógang. Voru þá allflestir Eyjabát- ar í róðri utan þeir er síðastir komu í höfn úr útilegunni daginn áður. Það var með naumindum að bátaflotinn náði í höfn úr þessum mánudagsróðri þótt björgunar- skipið Þór og erlendir togarar veittu þeim ómetanlega aðstoð. Hefði að öðrum kosti orðið um stórslys að ræða á mönnum og bátum. Einn bátur fórst í því veðri, mb. Sigríður VE 240, sem rak upp í Ofanleitishamar síðla um kvöldið. Bjargaðist áhöfn bátsins á síðustu stundu upp á stall í Hamrinum en báturinn brotnaði í spón. Það var þá sem vélstjórinn, Jón Vigfússon frá Holti í Eyjum, kleif snjófylltan „Hamarinn“ og bjarg- aði með því félögum sínum frá ömurlegum dauðdaga. Var það einstætt og ótrúlegt afrek og frægt mjög, enda var Jón sæmdur verðlaunum úr hetjusjóði Carnegies. Störf íslenzkra sjómanna eru erfið og hættuleg ekki sízt í Vestmannaeyjum, þar eð úthafið í veldi sínu um- lykur þær. Þar eru mjög harðir straumálar, boðar, flúð- ir og sker á næsta leiti, sem tugum sjómanna hafa orðið að grandi fyrr og síðar. Oft hafa sjómenn Eyjanna teflt lífinu á tæpasta vaðinu í þessari erfiðu baráttu við æst náttúruöflin og því aðeins borið sigur af hólmi, að til Eyjanna hafa alla tíð valizt úrvals sjómenn, bæði sem búendur þar og vermenn. Það eru þeir kjarnakarlar, sem hafa gert Vestmannaeyjar að stærstu verstöð lands- ins, verstöð, sem launar konunglega orku og hættu- þrungin störf í þágu lands og þjóðar og gerir verstöð- ina eftirsóknarverðari en aðrar. „Þroska glæður Eyja arfs (iðrum gæði tryggja. Gegnum æðar orku, starfs, allir þræðir liggja." Vestmannaeyjum, 20. maí 1958. Ofanritað er skráð með leyfi og eftir frásögn Eyjólfs Gíslasonar, formanns á mb. Hansínu. — Á. Á. 308 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.