Heima er bezt - 01.09.1959, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.09.1959, Blaðsíða 24
synda yfir en fólk ferjað á lítilli kænu. Lögferjur voru víðar á Hvítá fyrr á öldum, eins og t. d. á Hvítárósi, skammt frá Hvanneyri. Vöð voru þó á Hvítá, þegar Jengra kom upp í héraðið, en þau voru ekki fær, nema þegar minnst var vatn í ánni. En Hvítá og þverár hennar draga líka til sín auðæfi úr hafinu. A hverju vori og fram eftir sumri, gengur mikil mergð laxa inn í Hvítá og upp í árnar, sem í Hvítá falla. Eru mestu laxveiðiárnar, auk Hvítár, að austan Andakílsá, Grímsá, Flóka og Reykjadalsá, en að vestan Gljúfrá, Norðurá og Þverá. í öllum þessum ám unir laxinn í sumarleyfi sínu, en hverfur svo aftur út í hafdjúpið með haustinu, það er að segja þeir, sem lifa af ferðina upp árnar. En laxveiðimenn fylgja laxinum eftir langt inn til dala og heiða, og reyna að ginna hann a færi sín með litfögrum gerviflugum eða lostætum maðki. Er laxveiði á stöng vinsæl íþrótt og eftirsótt, en mjög dýrkeypt. Menn eru mjög misjafnlega veiðnir eða heppnir, og verður aldrei útskýrt af hverju sá mismunur stafar. En eitt e!1 yfirleitt sameiginlegt með öllum laxveiði-mönn- um, að þegar þeir segja frá veiðiferðum sínum, þá missa þeir venjulega stærsta Jaxinn. (Framhald). Stefán Jónsson. Bréfaskipti GuÖríin Benediktsdóttir, Birningsstöðum, Laxárdal, S.-Þing., óskar eftir að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldr- inum 18—20 ára. Halldóra Kristmsdóttir, Miðengi, Grímsnesi, Árn., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 13—15 ára. Valgerður Kristinsdóttir, Miðengi, Grímsnesi, Árn., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Þórunn Kristinsdóttir, Miðengi, Grímsnesi, Árn., óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur og drengi á aldrinum 9—11 ára. Grétar Amason, Lækjamóti, Þorkelshólshr., V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við stúlku eða pilt á aldrinum 11—12 ára. Sævar Sigurgeirsson, Skeggjastöðum, Miðfirði, V.-Hún., óskar eftir að komast í bréfaskipti við pilta eða stúlkur 13—15 ára. Margeir Steinþórsson, Skeggjastöðum, Miðfirði, V.-Hún., ósk- ar eftir að komast í bréfasamband við pilta eða stúlkur á aldrin- um 26—28 ára. Isafold Þorsteinsdóttir, Nauteyri, Nauteyrarhrepp, Norður- Isafjarðarsýslu, óskar að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 15—16 ára. Margrét Benediktsdóttir, Staðarbakka, Miðfirði, V.-Hún., ósk- ar eftir að komast í bréfaviðskipti við pilt eða stúlku 13—15 ára. Dagný Marinósdóttir, Valþjófsstað I, Fljótsdal, N.-Múlasýslu, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilta eða stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Jóna Guðmundsdóttir óskar að komast í bréfasamband við stúlkur og drengi á aldrinum 10—12 ára. — Ragna Guðmunds- dóttir óskar að komast í bréfasamband við pilta og stúlkur á aldrinum 16—22 ára. — Valur Guðmundsson óskar að komast í bréfasamband við drengi og stúlkur á aldrinum 12—14 ára. — Þau eiga öll heima í Fremri-Hlíð, Vopnafirði, N.-Múlasýslu. Aldrei áður hafa jafnmörg bréf borizt snertandi dæg- urlagaþáttinn, og vil ég þakka öll bréfin, ásamt hlýleg- um ummælum um þátt æskunnar í Heima er bezt. En þegar bréfin eru mörg, er hætt við, að allir fái ekki í einu blaði óskir sínar uppfylltar. Nokkur bót er að því, í þetta sinn, að margir bréfritaranna biðja um sama lag og Ijóð. Þetta vinsæla dægurlag er: Vertu sæt við mig. Um þetta lag hafa beðið: Laufey E., Þráinn í Hvammi, Lillý, Sigga, Gunna, Dóra og Lilla. Nellý Sigurðardóttir, Bodda og Olga. Dúdda. Guðrún í Stafni og Anna í Hólakoti. Enn fremur: Sigga, Nanna, Bára, Ema og Steini í Hjarðarholti. Ég fór á ball í bænum, en bara gleymdi þér, og þú varst ljóni líkust og lékst þér svo að mér. Þú fórst á ball með Bjarna, og Bjarni kyssti þig. Ég veit ekki, af hverju þú hatar mig. Ó-ó-ó-ó, vertu sæt við mig. Ó-ó-ó-ó, vertu sæt við mig. Ó-ó-ó-c, vertu sæt við mig. Ég veit ekki, af hverju ég elska þig. Ég fór á ball með Birnu, sem býsna falleg er. Við svifum léttstíg saman, ég sá hún skemmti sér. En svo var ballið búið, og ég bauð henni heim, en hún sá aðra stráka og fór með þeim. O-ó-ó-ó, vertu sæt við mig. Ó-ó-ó-ó, vertu sæt við mig. Ó-ó-ó-ó, vertu sæt við mig. Ég veit ek'ki, af hverju ég elska þig. Við skulum vera saman og semja frið í kvöld og láta ást og unað hér aftur eiga völd. Við höfum sært hvort annað. Ég veit þú skilur mig. Ég veit ekki, af hverju ég elska þig. Ó-ó-ó-ó, vertu sæt við mig. Ó-ó-ó-ó, vertu sæt við mig. Ó-ó-ó-ó, vertu sæt við mig. Ég veit ekld, af hverju ég elska þig. 316 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.