Heima er bezt - 01.09.1959, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.09.1959, Blaðsíða 15
Hjá þeim á mb. Skógafoss var þannig ástatt þessa nótt, að ekki lifði á neinu ljósi ofanþilja eða í stýris- húsinu, utan ein togböjulukt uppi á stýrishúsinu, sem sýndi hvítt ljós í allar áttir. Þeir á Hansínu voru að þessu leyti miklu betur staddir. Hjá þeim lifðu hliðar og toppljós. Mátti það gott heita þótt afturljósið vant- aði. Þar var að venju notuð svonefnd hænsnalukt, en í þetta skipti tóku þeir hana og settu inn í toppluktina, sem var mjög stór, í stað olíulampans. A honum var ómögulegt að hemja ljós er báturinn hjó vegna öldu- gangsins. Báðum varð þeim Eyjólfi og Jónasi líkt hugsað er þeir hittust þarna. Það var, að reyna að hafa samfylgd. I því fælist mikið öryggi auk þess að stytta tímann að einhverju leyti, þótt vitanlega yrði ekki um neitt sam- tal að ræða í þessum veðurham. Þessi óveðursnótt reyndist þeim báðum og mörgum öðrum mjög erfið, löng og ógleymanleg. Báðir stóðu þeir alla nóttina við stýrið, með alla glugga og hurðina opna á stýrishúsinu, starandi út í myrkrið, hríðina og særokið. Fleiri báta urðu þeir varir við, báta, sem ekki höfðu náð landi. Varð þess vegna að viðhafa ýtrustu gætni á öllu, ekki sízt að varast árekstra frá bátum, sem gátu komið einhvers staðar úr sortanum, sem lá alveg við borðstokkinn. Klukkan 6 til 7 um morguninn lægði storminn mjög mikið en snjókoman og myrkrið hélzt áfram. Ekki batnaði aðstaða þeirra við það þótt lygndi, þar eð þá var ekkert til að átta sig á. Var þess vegna útilokað að leita lands fyrr en birti vel af degi. Aleðan rokið hélzt, höfðu þeir alltaf haldið upp í veðrið, þar til að byljirn- ir urðu harðari og strjálli og sjóinn fór að slétta. Reikn- uðu þeir þá með því, að vera vestan við eða inn af „Smáeyjum“. Mun það og hafa verið rétt ályktað. Nú þegar Iygndi, mátti búast við að þeir drifu eitthvað töluvert af leið og vestur fyrir Eyjarnar. Sunnudagsmorguninn 12. febrúar, strax og birti af degi, fóru fyrstu bátarnir er úti höfðu legið, að koma í höfn en það voru eftirtaldir bátar: Bliki VE 143, formaður Sigurður Ingimundarson, Skjaldbreið. Emma VE 219, formaður Eiríkur Ásbjörnson, Urða- veg 41. Enok VE 164, formaður Sigurður Bjarnason frá Stokkseyri. Geir goði VE, formaður Guðjón Jónsson, Heiði. Gissur hvíti VE 5, formaður Guðlaugur Brynjólfs- son, Odda. Glaður VE 270, formaður Sigurður Þorsteinsson, Nýjabæ. GúIIa VE 267, formaður Benóný Friðriksson, Gröf. ísleifur VE 63, formaður Ársæll Sveinsson, Fögru- brekku. Kristbjörg VE 70, formaður Grímur Gíslason, Felli. Ófeigur VE 217, formaður Jón Ólafsson, Hólmi. Pipp VE 1, formaður Magnús Jónsson, Sólvangi. Rap VE 14, formaður Sigurður Bjarnason, Hlaðbæ. Sigríður VE 240, formaður Eiður Jónsson, Holti. Mb/Skógafoss VE 236. Eiðið i Vestmannaeyjum, að norðan, og Eiðisdrangar. Lengst til hœgri sér á Kambinn. Þar er gott lcegi i austan veðrum. Vikin, Ytri höfnin i Eyjum, í vetrarham. Innsiglingin i höfn- ina. Bátur til hcegri, á innleið. Björgunar og eftirlitsskipið Þór. Fyrsta björgunarskiþ lands- ins. frá 26. marz 1920 til 21. desember 1929. Heima er bezt 307

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.