Heima er bezt - 01.09.1959, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.09.1959, Blaðsíða 33
erfitt fyrir hann, að standast svona manneskju, þó að hún sé vitlaus í honum. Hún er ekki svo álitleg.“ „Ja, það er ekki gott að segja. Hún getur haft þó nokkurt aðdráttarafl, skal ég segja þér.“ Geirlaug fussaði að svona athugasemd. Það fór nú samt svo, að gamla manninum fór að geðj- ast betur að Asdísi. „Hún er svei mér ekki svo slök. Því- líkir kraftar og þvílík átök, sem hún sýnir,“ sagði hann. „Honum bregður nú við, því að blessunin hún Rósa var nú ekki fyrir það að vinna utanhúss.“ „Mér þykir ólíklegt að Kristjáni hafi dottið í hug að hún gerði það,“ svaraði Geirlaug, stutt í spuna. Hún flýtti sér að fylla sláturtunnu karlsins, svo að hann gæti komizt sem fyrst burt, því alltaf var hann jafn leiðinlegur. En þá var eftir að láta í kjöttunnuna. Kristján gekk hreint til verks að þessu sinni. Bóndinn frá Brekku kom einn morguninn með byssu um öxl, og einn gamli hesturinn var felldur að húsabaki. Það var nærri liðið yfir Geirlaugu, þegar hún heyrði skotið. Hún hafði ekkert vitað, hvað var í aðsigi. Ásdís hló að vesældarskapnum í henni. Hún hjálpaði karlmönnunum til að flá klárinn. Svo kom hún inn og þreif einn þvottabalann til að láta mörinn í hann. Geirlaug sagðist ekki vilja hafa það, að þessi óþverri væri látinn í þvottabalann. „Ég spyr þig nú sjálfsagt ekkert að því, gamla mín,“ svaraði Ásdís. Þá var Geirlaugu nóg boðið. Hún gekk upp að Bala og tafði þar fram í brúnamyrkur og lét það ráðast, hvort þetta hrossakjötshyski fengi nokkurt kaffi eða ekki. Bogga sagði Kristjáni frá því, hvernig Geirlaug hag- aði sér. Hún væri nú bara farin upp að Bala. „Hún ætti nú ekki annað eftir en að ganga í burtu frá mér fvrir þetta,“ sagði Kristján. „Ég er nú alveg hissa á kerlingarflóninu, að vera með þennan penpíuhátt og merkilegheit," sagði Hartmann gamli. „Þó maður hafi náttúrlega þekkt annað eins og þetta hjá þessu fólki, sem tilheyrir höfðingjastéttinni,“ „Hún er nú ein af þeim, sem finnst þetta ótækt, vegna þess að hún var svo lengi hjá maddömu Karen og prest- inum,“ sagði Kristján. Svo sagði hann Boggu, að hún gæti líklega hitað kaffi handa þeim, svo nokkur árin væri hún búin að snúast í kringum Geirlaugu við eldavélina. „Það er víst alveg óþarfi að kvíða því, að þið fáið ekki mat og kaffi, þó að hún Geirlaug fari alfarin. Ég hefði sjálfsagt einhver ráð með það,“ sagði Ásdís. „Það gætirðu varla, ef þú ætlar þér að verða fjármað- ur hér,“ sagði Hartmann gamli. „Ég syði á kvöldin, þegar ég kæmi inn. Svo held ég, að stelpan hún Bogga ætti að geta gert eitthvað,“ svar- aði Ásdís. „Það kemur nú ekki til þess. Geirlaugu þótti svo vænt um Rósu, eins og öllum, sem kynntust henni. Hún hugs- ar um heimilið, þangað til hún kemur heim,“ sagði nú Kristján. „Það var eina lánið, sem mér hlotnaðist í sum- ar, að hún komst til heilsu aftur. Þvílíkur munur, að sjá heimilið síðan hún tók við því, eða var, meðan hún var við rúmið.“ „Já, þetta var heimilisprýði, hún Rósa blessunin,“ tautaði Hartmann gamli, þar sem hann kraup við hlið dauða klársins og fló húðina utan af kjötinu. Hann var svo nærsýnn, að nefið á honum rakst næstum í hálf- volgan skrokkinn. Kristján anzaði þessu litlu. Hann vildi láta pabba sinn hætta, því að hann óttaðist að hann skæri húðina en gamli maðurinn vildi koma þessu sem fyrst frá. „Það var meiri bölvaður kjánaskapurinn að gleyma gleraugunum," var hann búinn að segja mörgum sinn- um þennan dag. Bogga hitaði kaffið, en það var ekki eins bragðgott og vanalega, fannst Kristjáni. Geirlaug kom heim þegar tími var kominn til að láta kýrnar inn og mjólka þær. Henni fannst ólykt í bæn- um. (Framhald). \ r E Urslit í barnagetraun júlí-blaðsins | Mjög mikil þátttaka var í getrauninni, og flestir sem \ sendu svarseðla höfðu rétta ráðningu. Nafnið á knatt- : spymumanninum var: \ i ALBERT GUÐMUNDSSON í | Dregið var um sigurvegarana hjá fulltrúa bæjarfógetans \ \ á Akureyri. — Þessir urðu hlutskarpastir: E : 1. VERÐLAUN j = (Knattspymuskó frá Skóverksmiðjunni Iðunni,Akureyri) E E hlaut : I GESTUR BJÖRNSSON Björgum, Hörgárdal 2. OG 3. VERÐLAUN í = (100 einkabréfsefni og umslög með áprentuðu nafni i = og heimilisfangi) : | hlutu | | JÓHANN SIGURÐSSON I Stekkjarnefi, Hrísey STEINUNN K. GUÐJÓNSD. Byggðaveg 145, Akureyri „HEIMA ER BEZT“ E É óskar sigurvegumnum til hamingju með verðlaunin, og : þakkar öllum þeiin sem þátt tóku í getrauninni. : Heirna er bezt 325

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.