Heima er bezt - 01.09.1959, Blaðsíða 12
Þannig leit út á Strandstígnum um 1918, um vetrartíma. Sölu-
turninn rnerktur með x. Ishúsið til hægri á myndinni. Fyrir
miðju sér á verzlunarhús Drifánda. Öll önnur hús á myndinni
eru fiskikrær og beituskúrar, sem nú er löngu horfið, en stór-
hýsi komin i staðinn.
á vegum Björgunarfélags Vestmannaeyja í glugga
„Söluturnsins“ við Strandveg og sett hafði verið þar
upp, af félaginu, sjálfritandi loftvog (Barograf), lögðu
formenn oftast leið sína þangað er þeir fóru til róðra,
til athugunar á veðri og vog. Urðu þar oft spjallfundir
um veðrið ef menn „voru í vomum“, þ. e. hvort róa
skyldi eða ekki. Þegar veðurspáin var vond, stormur
eða rok í aðsigi, var hún birt á rauðum þar til gerðum
eyðublöðum. Vöktu þau eyðublöð meiri athygli en
venjuleg hvít. Þessi rauðu skeyti voru nefnd „storm-
skeyti". Ef þau birtust í glugga Söluturnsins tók af all-
ar vomur og spjallfundi formanna lauk.
„Það er rok í honum, ég ræ ekki,“ sögðu þeir, eða
eitthvað því líkt, og hver fór aftur til síns heima. Menn
trúðu fastlega á veðurspána.
Burtfararmerkið, þ. e. blússið, var þá gefið frá einum
bát, sem kjörinn var til þessa starfa af bæjarstjórn kaup-
staðarins. Þótti það virðingarstarf hið mesta. Blússið var
gefið með björtum ljósblossa, sem bar vel yfir. Olíu-
blautum tvisti var vafið um skaft á t. d. fiskigogg,
kveikt í tvistinum og blysinu haldið á lofti stutta stund.
Síðan var drepið snögglega á blysinu þannig, að því var
dýft í sjóinn.
Hver bátur lá þá við eigin festi á höfninni þar til að
blússið kom. Enginn mátti fara af stað í róðurinn á und-
an því, og lágu refsingar, þ. e. fjársektir, við ef út af
var brugðið.
Vel var þess gætt að hafa ekki of mörg vöf af við-
legukeðjunni á pallstyttunni, þcgar leið að blússtíma og
hafður handfljótur og öruggur maður við að slcppa
viðlegubólinu. Skjökktbáturinn, þ. e. þríróinn árabátur,
sem liafður var til þess að fara á, milli lands og vélbáts
þegar útfiri var og ekki flaut að bryggjunum, scm og
til þess, að fara á út í vélbátinn, sem lá við festar sínar
á „Botninum“, þ. e. Innri höfninni, og lá þar oftast þeg-
ar vélbáturinn fór í róður. Skjökktbátnum var haldið
þannig, að sem allra fljótlegast gengi að komast af stað
og sleppa honum þegar blússið kom. Þetta gekk oftast
ótrúlega fljótt fyrir sig. Þess var einnig ávallt gætt að
láta vélbátinn „horfa út Leiðina", þ. e. hafnarmynnið.
Þegar vindur var vestan eða norðvestanstæður, var
stundum strítt í ströngu í þessu efni. Viðlegukeðjan
var þá færð aftur á og hún fest þar, svo báturinn gæti
snúið rétt þegar blússið kom. Þegar það svo birtist, varð
allt á flugi og ferð og oft þröng mikil á „Leiðinni“ og
yzt í höfninni. Allir vildu verða fyrstir út og hreppa
beztu fiskimiðin. Voru bátarnir þá keyrðir áfram með
þeirri orku, sem frekast þótti gerlegt, út á bátaleguna
og innsiglinguna allt út á „Víkina“, þ. e. Ytri-höfnina.
Þar var svo allt sett á fullt, svo sem bátur og vél þoldu.
Oft virtist þessi útsigling bátanna úr Innri-höfninni
gerð meir af kappi en forsjá, þar eð „Leiðin“ er þröng
milli hafnargarðanna, ekki bein útsigling og bátafjöld-
inn þess utan 70 til 80 bátar af mismunandi stærðum og
ganghraða. Furðu lítið var þó um stór eða alvarleg brot
á bátum í þessum ærslagangi, þó hins vegar kæmi fyrir
ekki ósjaldan minni háttar árekstrar og allharðir pústr-
ar, er ollu einhverjum skemmdum, braki og brestum,
hrópum og köllum skipverja með mergjuðum orða-
hnippingum milli báta. Þó orkaði þetta meir, sem
græskulaus orðaleikur heldur en alvarlegar ásakanir, sem
gleymt var um leið og það varð til.
Austur á „Skansi“ og frammi á'haus syðri hafnar-
garðsins, mátti oft sjá fólk á öllum aldri sem beinlínis
vakti fram á róðrartíma bátanna eða vaknaði til þess
að sjá bátaflotann leggja úr höfn á góðviðrisnótt-
um. Það þótti fögur sjón og tilkomumikil, að sjá
hann upplýstan eftir föngum þeysast út „Botninn“,
bátaleguna, út um hið þrönga hafnarmynni í kolsvarta
myrkri aðeins máske hálfan meter frá hafnargarðs-
hausnum. Þar stóð fólkið og hrópaði velfarnaðarkveðj-
ur til sjómannanna, sem stóðu í hálfrökkri á dekkinu,
nema þegar ljósgeislar hafnargarðsvitans klufu myrkrið
með ljósgeisla sínum nokkur augnablik í einu. Þarna
þutu bátarnir áfram hlið við hlið, stefni við stafn í
óslítandi röð. Vélarnar stynjandi, suðandi og hljóðandi
í ýmiss konar hljómföllum, hátt og hvellt, dimmt og
mjúklega. „Leiðin“ varð eins og uppbólginn, hvítfald-
andi straumáll frá átökum skrúfunnar og hvarvetna á
Myndin sýnir leiðina út milli hafnargarðanna og hve sund-
ið er þröngt.
304 Heima er bezt