Heima er bezt - 01.07.1960, Side 2

Heima er bezt - 01.07.1960, Side 2
Arfur minninganna ii. Endurreisn Alþingis var einn af stórviðburðum sögu vorrar. Með henni hlaut þjóðin fyrstu viðurkenning- una um það, að hún ætti sjálfstæðan tilverurétt og væri ekki einungis dönsk nýlenda. Hefði þingið verið end- urreist á Þingvöllum, hefði það verið ótvíræð áminn- ing um tengslin við fornöldina, þjóðveldistímann eða gullöldina, eins og farið var að kalla hana um þær mundir. Hætt er þó við að fyrir meira en heilli öld hefðu örðugleikarnir á þinghaldi á Þingvöllum verið svo miklir, að þeir hefðu háð störfum þingsins í stað þess að hefja þau. Þegar Alþingi var endurreist, kom vitanlega engum í hug að gefa því annað nafn en hið forna. Að vísu hafði nafnið oft brjálazt hinar síðustu aldir, sem þingið var háð á Þingvöllum. Þótt Alþing hið nýja væri um flesta hluti ólíkt hinu foma, mundi samt hverjum ís- lendingi hafa þótt það fullkomin goðgá, að gefa því nýtt heiti. En hitt hefur mig oftsinnis furðað, að hinir ágætu menn, sem unnu að endurreisn Alþingis, skyldu svo gjörsamlega, sem raun er á, sópa brott öllum forn- um heitum, er við komu starfsháttum, skipan og full- trúum þingsins. Vitanlega lá það ljóst fyrir, að forseti þingsins hefði tekið hið forna heiti lögsögumaður. A Alþingi hinu forna var lögsögumaðurinn æðsti maður þingsins og forseti lögréttunnar, jafnframt því sem hann sagði upp lögin á Alþingi. Þá ætti sameinað þing að heita lögrétta. Nafnið er stutt, hljómmikið og fer vel í munni, fundur í lögréttu, ályktun lögréttu, í stað fundur í sameinuðu Alþingi o. s. frv. Erfitt er hins veg- ar að finna viðunanleg heiti á deildum Alþingis, sem feli í sér foma erfð, en vel má vera, að einhver mér fróðari geti bent á þau, en heitin efri deild og neðri deild eru í senn leiðinleg og villandi, þar sem deildirn- ar eru báðar jafnréttháar. Sennilega hefur mönnum verið þingmannsheitið svo tamt, enda gamalt í málinu, að engum hefur þótt fært að taka upp goðaheitið á fulltrúum þjóðarþingsins, og ef til vill þótt það bera fullmikinn keim fornrar heiðni, og skal það ekki frekar rætt, enda þótt það nafn sé óneit- anlega svipmeira og fari betur í munni en alþingismaður. Nýlega hefur verið gerð róttæk breyting á kjör- dæmaskipan landsins. Vafalítið er, að þess verður ekki langt að bíða, að öll stjórnarskrá ríkisins verði tekin til endurskoðunar. Orðið kjördæmi er eitt af mörgum, sem upp var tekið með Alþingi hinu nýja. Hefði þó verið rétt og skylt að nota hið gamla heiti þing, þótt það væri annarrar merkingar að nokkru leyti, en samt var þingaskipanin forna einn af hornsteinunum að skip- an Alþingis sjálfs. Fyrst tækifærið til nafnbreytingar- innar á kjördæmunum var ekki upp tekin við hina síð- ustu stjórnarskrárbreytingu, væri nú einsætt að gera hana þegar stjórnarskráin verður endurskoðuð að nýju. Nöfn hinna nýju kjördæma eru mörg löng og stirðleg, t. d. Norðurlandskjördæmi eystra og vestra. Til þess bæði að ráða bót á því og einnig til að minna á forna erfð, ætti að taka upp hin fornu þingaheiti, að svo miklu leyti, sem unnt er, enda falla allmörg hinna nýju kjördæma saman við þingin fornu að verulegu leyti. Tillögur mínar í því efni eru þessar: Reykjavíkurkjördæmi heiti Ingólfsþing. Reykjaneskjördæmi heiti Kjalamesþing. Vesturlandskjördæmi heiti Þórsnesþing. Vestfjarðakjördæmi heiti Þorskafjarðarþing. Norðurlandskjördæmi vestra heiti Hegranesþing. Norðurlandskjördæmi eystra heiti Vaðlaþing. Austurlandskjördæmi heiti Múlaþing. Suðurlandskjördæmi heiti Öxarárþing. Ég geng að því vísu, að margir hafi sitthvað að setja út á hin nýju heiti, sem hér er stungið upp á, enda tor- velt að gera svo öllum líki. En nokkur rök skulu færð fyrir þessum nafngiftum. Fyrstu fjögur heitin liggja nokkurnveginn í augum uppi. Að vísu mætti telja ó- þarft að breyta nafni Reykjavíkurkjördæmis, þótt svo sé gert hér. Hin kjördæmin þrjú falla að mestu saman við þingin fornu, nema Þverárþing er nú í Vesturlands- kjördæmi. En það nafn hefur löngu gleymzt í daglegu tali og Þórsnesþing hið forna var hið elzta og virðuleg- asta allra þinganna. Á Norðurlandi horfir málið nokkuð öðravísi við. Þar era kjördæmin tvö en þingin gömlu voru fjögur. Ég hef stungið upp á að taka upp þau þingaheitin, sem nú eru sjaldnast notuð sem héraðsheiti. En á það má einnig benda, að Hegranesþingið forna var einnig fjórð- ungsþing, og upphaflega náði Vaðlaþing yfir allt Norð- urland austanvert. Áttu og eyfirzkir goðar löngum þingmenn austur um Þingeyjarsýslur löngu eftir að hin fasta þingaskipan var á komin. Um Múlaþingsnafnið þarf naumast að deila. Heitið á Sunnlendirtgaþingi er 218 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.