Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1960, Qupperneq 4

Heima er bezt - 01.07.1960, Qupperneq 4
STEINDOR STEINDORSSON FRA HLOÐUM: Björn J. Blöndal, rith öfundur, Laugarnolti að var lofsöngur, sem þeir sungu. Lofsöngur til föður fegurðarinnar. Stundum dönsuðu þeir hringdans á meðal rósanna. Það voru hægir dansar og hljóðlátir. Undirspilið var fuglakvak og niður þungra vatnau. Þessar setningar úr Hamingju- dögum Bjöms Blöndals gætu verið einkunnarorð allra hans rita. Og segja má með nokkrum sanni að með þeim hafi hann lýst bókmenntalegri stefnuskrá sinni, er hann, öllum á óvart, kvaddi sér hljóðs á vettvangi íslenzkra bókmennta með Hamingjudögum sínum, ljóðrænum frásögnum frá bernsku og manndómsárum. Eg hygg að mörgum hafi farið líkt og mér við lestur þeirrar bókar, að þeim hafi þótt sem þeir skyndilega væm komnir inn í gróðursæla vin mitt í eyðimörk, horfnir frá argaþrasi dagsins, vélaskrölti og hávaða, og hvíldust þar við vatnanið og angan fagurra blóma. Frá bókinni stafaði svo mildlli hlýju og samúð með öllu, sem lífsanda dregur í íslenzkri náttúru, ásamt aðdáun á því, sem fagurt er og gott í mannlífinu. Þar var eng- inn sori, ekkert myrkur. Og jafnvel þar sem ský sorg- arinnar vörpuðu skuggum sínum, skein sólin í gegnum þau og flutti huggun í harmi og yl í næðingi lífsins. En svona er skáldskapur Björns Blöndals og svona er maðurinn sjálfur, því að í ritum sínum er hann allur. Bjöm J. Blöndal er fæddur í Stafholtsey í Borgar- firði 9. september 1902. Foreldrar hans voru Sigríður Margrét, dóttir Björns Blöndals sundkennara, systir Sigfúsar Blöndals bókavarðar og Jón Blöndal, héraðs- Laugarholt. lijörn Blöndal. Myndin tekin í júlí árið 1931. læknir, dóttursonur Jóns Thoroddsens skálds. Þarf eigi lengi að skyggnast um ættir hans til þess að rekja þar þræði að listhneigð, skáldgáfu og vísindaeðli, eink- um í náttúrufræði. Blöndalar margir hafa verið óvenju listhneigðir menn, bæði í hljómlist, myndlist og skáld- gáfu, gleðimenn og söngmenn. Jón Thoroddsen, braut- ryðjandi íslenzkrar skáldsagnagerðar var langafi Björns en náttúrufræðingurinn Þorvaldur Thoroddsen ömmu- bróðir hans. Hefur Björn erft margt frá þessum frænd- um sínum, sem glöggt má sjá í ritum hans, þótt hvergi sé þar um stælingu eða eftiröpun að ræða. Skáldskap- urinn og náttúrufræðin eiga rík ítök í honum, hann ann hljómlist og er glaður á góðri stund í vinahópi. Móður sína missti Björn á barnsaldri, og enn var hann óharðnaður unglingur, er faðir hans fórst á svip- 220 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.