Heima er bezt - 01.07.1960, Side 5

Heima er bezt - 01.07.1960, Side 5
legan hátt. Þarf eigi lengi að skyggnast um í ritum Björns til að finna hversu djúp spor foreldramissirinn hefur markað í tilfinninganæman hug hans. Hefur hann dregið upp rnargar hugþekkar myndir af foreldr- um sínum, sem seint munu gleymast þeim, sem les. Æskuheimili Björns í Stafholtsey var um margt ein- stakt og vel fallið til að þroska gáfur hins unga sveins. Þar var bókakostur góður, menntaðir húsbændur og gestkvæmt bæði af erlendum mönnum og innlendum. Jón Blöndal læknir var listunnandi gáfumaður, veiði- maður með ágætum, náttúrufróður og glöggskyggn á fegurð hennar og leyndardóma. Hefur þetta gengið í erfðir til Björns sonar hans. Bræður Björns voru fjórir. Var mjög kært rneð þeim, einkum þó Birni og Þor- valdi, sem einnig var skáldmæltur vel og efni í gott tónskáld. Allir voru þeir bræður atgervismenn. Vönd- ust þeir snemma veiðiskap og íþróttum, og voru urn skeið rneðal snjöllustu íþróttamanna Borgarfjarðar- héraðs og þótt víðar væri leitað. Lifa nú einungis tveir þeirra, Björn og Páll bóndi í Stafholtsey. Þannig hafa skipzt á skin og skuggar, alvara lífsins og vinamissir sífellt verið á næsta leiti. Um skeið stóð hugur Björns til skólanáms, einkurn mun náttúrufræðinám hafa verið honum mjög í muna. En eigi voru kringumstæður til þess að hann fengi hlýtt þeirri þrá sinni. Varð því eigi af annarri skólagöngu en búfræðinámi á Hvanneyri, og lauk hann prófi þaðan 1923. Starfaði hann síðan að búinu heima í Stafholtsey og stundaði veiðiskap hin næstu árin þar á eftir. Árið 1930 kvæntist hann Jórunni Sveinbjarnardóttur frá Efstabæ í Skorradal. Reistu þau skömmu síðar nýbýlið Laugarholt og hófu þar búskap. Hefur Jórunn verið samhent bónda sínum að skapa þá heimilishlýju, sem yljar hverjum gesti sem að garði ber, en löngum hefur verið gestkvæmt á heimili þeirra. Hefur hún og tekið drjúgan þátt í hugðarefnum bónda síns. Er ánægjulegt að heimsækja þau hjón og ræða við þau. Eiga þau tvo syni uppkomna. í Laugarholti er jarðhiti allmikill, hef- ur Björn gert þar nýræktir miklar, og reist gróðurhús og stundar hann garðyrkju jöfnum höndum með öðr- um búskap. Laxveiði hefur hann og löngum stundað, en minna þó nú síðari árin. Munu þeir fáir vera hér- lendis, sem betur kunna íþrótt stangveiðinnar eða þekkja háttu laxins en Björn Blöndal. Um allmörg ár hefur Björn og stundað barnakennslu á vetrum í sveit sinni. Þannig er saga hans á ytra borðinu lítt frábrugð- in margra annarra íslenzkra bænda, sem jörðina yrkja. En Björn hefur ort annan reit og skapað aðra sögu í hugarheimum sínum, og hefur hún að nokkru orðið alþjóð kunnug af ritum hans. Eins og fyrr getur á Björn til skálda að telja, og mjög mun skáldskapur hafa verið í hávegum hafður þegar á æskuheimili hans í Stafholtsey. Snemma báru þeir bræður við að yrkja ljóð, og segir hann skemmti- lega frá þeim fyrstu tilraunum í einni bóka sinna. En lítið þótti Elínu ömmu hans koma til skáldskapar þeirra bræðra um norðurljósin, enda mun hún hafa verið vandlát á þá hluti gamla konan, svo sem sæmdi dóttur Jóns Thoroddsens. Hefur hún naumast viljað að blett- ur félli á skáldheiður ættarinnar. En Björn hélt áfram að yrkja eftir því sem hann þroskaðist, og hugði um skeið að leggja út á skáldabrautina. Sýndi hann vini sínum einum ljóð sín og leitaði ráða hans og dóms. Fékk hann þann úrskurð: „að þú verður aldrei skáld, Björn“. Vel má vera, að ekki hafi verið mikið bragð að þessum æskuljóðum Björns, en undarlega hefur dóm- arinn samt verið óskyggn á, hvað í hinum unga manni bjó, nema hann hafi einungis viljað forða honum frá Veiðihus Björns við Svarthöfða. Heima er bezt 221

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.