Heima er bezt - 01.07.1960, Page 19

Heima er bezt - 01.07.1960, Page 19
Reykjaskóli Skólastjórinn, Ólafur H. Kristjánsson, hefur góðfús- lega leyft mér að birta smáþætti úr skólablaðinu og út- vegað leyfi viðkomandi höfunda. — Og hér koma sýn- ishornin: Fyrst þátturinn heitir: Hvort kynið er veikara. Höf- undur er Hjördís Daníelsdóttir. „Að mínum dómi eru karlmenn án efa veikara kyn- ið. Að visu mundu flestir piltar vinna stúlkur í reip- togi og þess háttar, þó að sumir séu ekki kvensterkir, en á andlegum sviðum álít ég kvenfólkið miklu sterkara. Til dæmis hefur kvenfólk oftast nær neitunarvaldið, og einnig vald til að samþykkja. Á dansleikjum, til dæm- is, eru það piltarnir sem bjóða upp, stúlknanna er það að neita eða játa. Líkt er það með bónorðið. Þar fer karlmaðurinn bónarveginn, en konan ræður hvort nokk- uð verður af hjónabandinu eða ekki. Þetta, og annað álíka, tel ég eindregið benda til þess, að karlmenn séu veikari. Margir karlmenn segja, að kvenfólk sé veikara kynið vegna þess, að þær láti alltaf undan. En karlmenn gera sér bara ekki grein fyrir því, að undanlátssemi kon- unnar er eitt sterkasta vopn hennar. Ef kvenfólk léti ekki undan, næðu þær aldrei valdi yfir karlmönnunum. Karlmaðurinn stendur í þeirri meiningu að undan- látssemi konunnar sé öruggasta merkið um veikleika hennar, og gá ekki að sér, fyrr en þeir hafa ánetjast í net kvenlegrar kænsku. Flestir eiginmenn, og karlmenn yfirleitt, standa í þeirri sterku trú, að þeir séu sterkara kynið, en athuga ekki, að þar liggur einmitt veikleiki þeirra. Þeir eru svo sjálfsöruggir og vissir um eigin styrk, að þeir gæta sín ekki fyrir þeirri staðreynd, að með því að ala á sjálfstrausti þeirra, ná konurnar í raun og veru öllu valdi yfir þeim. En beztu eiginkon- urnar eru svo hyggnar, að þær láta eiginmenn sína alls ekki verða þess vara að ráðið sé yfir þeim. Og er það ekki að öllu leyti bezt fyrir báða aðila? Sem sagt, kvenfólkið er sterkara kynið vegna þess, að það þekkir bæði styrk sinn og veikleika, en karl- menn eru veikara kynið vegna þess að þeir þekkja að- eins styrk sinn, en hafa ekki hugmynd um veikleika sinn“. Næst kemur hér frásöguþáttur, sem heitir: Róður- inn. Höfundur er Sigurður Kristjánsson. „Það var vorblíða og ilmur úr jörðu. Glaðvær klið- ur fuglanna ómaði úr loftinu og sjórinn úti fyrir strönd- inni glitraði í geislum morgunsólarinnar. Eg var árla á fótum, enda var nokkuð óvenjulegt á seiði, sem olli ó- þreyju og tilhlökkun. Málið var þannig vaxið, að ég ætlaði ásamt tveimur öðrum mönnum að fara í fiski- róður þann dag. Farkosturinn var árabátur, ekki stór, en hafði þann kost að vera léttur í meðförum og fara vel í sjó. Eftir að hafa útbúið mig vel með verjur og veiðarfæri. Lagði ég af stað niður í Kálfshamarsvík, þar sem báturinn var geymdur. Félagar mínir voru þar þeg- ar komnir, búnir að láta negluna í bátinn, litu til veð- urs og voru hinir ánægðustu. Þetta voru rosknir karl- ar, sem ég hafði haft hin beztu kynni af frá því fyrsta, gamlir og reyndir sjómenn. Var nú ekki eftir neinu að bíða, en bátnum hrundið á flot. Félagar mínir tóku til ára og stefndu vestur á hinn breiða Húnaflóa. Eg settist í skutinn og gaf mig á vald þeirri undarlegu tilfinningu, að finna kjölinn skríða mjúkt eftir lygnum sjávarfletinum. Eftir hálftíma róð- ur voru loks dregnar inn árar og færi greidd út. Sól var í hádegisstað og alltaf sama lognið og blíðan. Við keipuðum alllanga stund, en urðum ekki varir. Ræddu félagar mínir um að þessi för ætlaði lítinn ávöxt að bera, en svo var ákveðið að leita til annarra miða. Brátt var aftur numið staðar og færum rennt, og von bráðar bisuðu karlarnir stóreflis þorskum inn fyrir borðstokk- inn. Ég huggaði mig við, að þetta væru gamlar afla- klær og lítil furða, þótt ég stæði þeim ekki á sporði, en þegar löng stund leið, án þess að ég yrði var, hætti mér að lítast á blikuna. Karlarnir ráðlögðu mér að hanka upp, sennilega voru komnar einhverjar smápödd- ur á önglana, en annars voru þeir of önnum kafnir til þess að gefa óheppni minni verulegan gaum. Ég dró færið inn í hvelli og viti menn: önglarnir voru allir í einni flækju á færisendanum, svo að auðvelt var að skilja, að enginn fiskur beit á. Ég var fljótur að greiða úr flækjunni og renna aftur. Skólaeldhúsið Heima er bezt 235

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.