Heima er bezt - 01.07.1960, Síða 25
ur við gluggann á fátæklegu stofunni sinni og horfir á
eftir þeim. Nýjar hugsanir flykkjast fram í vitund
hennar. Hvernig gat þessi unga prestskona gerbreytt
Fjólu á svo stuttum tíma, sem þær eru búnar að vera
saman? Það er kraftaverki líkast. En frú Eygló á ein-
hvern þann eiginleika, sem fjöldinn á ekki. Það varð
henni ljóst við fyrstu kynni.
Konan finnur nú í fyrsta sinni sárt til smæðar sinn-
ar í hinu háleita móðurhlutverki. Fjólu er borgið í
framtíðinni, hún er þess fullviss. En hún lítur á hin
börnin sín. Hvernig tekst henni með uppeldi þeirra?
Bíða þeirra ekki sömu örlög og Fjólu, meðan hún
dvaldi hjá henni? Nei, það má ekki verða. Héðan í frá
skal hún leggja sig alla fram til þess að reynast móður-
hlutverki sínu trú. Hin góðu áhrif frá ókunnu prests-
konunni hafa kallað fram þann ásetning í sál hennar
og gert hann að föstu áformi. Svo víðtækur er máttur
kærleikans.
Morguninn er bjartur og ylríkur. Fjóla og Gréta eru
ferðbúnar í sveitina. Prestshjónin fylgja þeim á bif-
reiðastöðina, og þar kveðja þau þær með kærleikum. í
framtíðinni ætla þau að fylgjast með líðan Fjólu, eins
og hún væri þeirra eigið barn, þótt leiðir skilji nú. Bif-
reiðin brunar hratt frá borginni, og ný sjónarmið opn-
ast. Fjóla horfir fagnandi nióti framtíðinni. Hún hefur
fundið þá réttu leið og hlakkar til að lifa....
IV.
Gamla konan í litla bænum.
Vorregnið drýpur í blæhlýrri kyrrð á iðgræna jörð.
Frú Eygló er á leið í bæinn. Hún er að koma úr heim-
sókn frá vinkonu sinni, sem býr í úthverfi borgarinnar.
Frú Eygló gengur hægt og nýtur vorblíðunnar. Enn á
hún spölkorn eftir ófarið í sjálfa borgina. Umferð er
fremur lítil á veginum, og húsin standa strjált á þess-
um slóðum.
Frú Eygló veitir athygli tveimur stálpuðum drengj-
um, sem eru að leik rétt við veginn, og jafnframt
gamalli konu, sem er á gangi þar skammt frá. Hún sér
að drengirnir taka að elta gömlu kojiuna og hrópa á
eftir henni:
— Þarna er vitlausa kerlingin í litla bænum!
Gamla konan lítur ekki við og svarar drengjunum
engu. Hún gengur hægt og þunglega heim að mjög
litlu og hrörlegu húsi, sem stendur skammt frá vegin-
um, og nemur staðar fyrir utan það. Drengirnir hætta
að elta hana, en halda áfram að senda henni tóninn:
— Þarna er vitlausa kerlingin í litla bænum, hrópa
þeir hvað eftir annað.
Frú Eygló getur ekki gengið hér fram hjá án þess
að nema staðar hjá drengjunum og hafa tal af þeim.
Hún hraðar sér til þeirra og býður þeim vingjarnlega
góðan dag. Drengirnir líta undrandi á þessa ókunnu
konu, sem svo óvænt ávarpar þá, og svara kveðju henn-
ar feimnislega. Frú Eygló horfir hlýtt á drengina og
segir:
— Þekkið þið þessa gömlu konu, sem þið voruð að
kalla á eftir?
— Já, já, þetta er hún Signý gamla, vitlausa kerling-
in í litla bænum, og þetta er bærinn hennar þarna. Þeir
benda á litla hrörlega húsið, sem gamla konan stendur
fyrir utan.
— Af hverju segið þið svona ljótt við gömlu kon-
una, drengir mínir?
— Af því að stóru krakkarnir, og sumt fullorðna
fólkið hka, segir að hún Signý gamla sé hálfvitlaus.
— Það er ljótt orðbragð, þó að stóru krakkarnir og
jafnvel sumt fullorðna fólkið segi það líka. Hafið þið
aldrei hugsað um, hvað svona orð geta sært gömlu kon-
una mikið?
— Nei, svara báðir drengirnir.
— Og svo skal ég segja ykkur eitt, að það koma
stórir svartir blettir á sálir þeirra, sem tala svona ljótt.
— Nú? Það hefur enginn sagt okkur frá því.
— En það er alveg satt, og viljið þið láta svoleiðis
bletti koma á sálir ykkar?
— Nei, segja drengirnir.
— Þá sltuluð þið aldrei oftar tala svona ljótt, hvorki
við þessa gömlu konu eða aðra, drengir mínir.
Drengirnir virða frú Eygló fyrir sér í djúpri alvöru.
Svona hefur enginn talað við þá áður, og þeim finnst
þessi ókunna kona eitthvað svo falleg, og hún talar svo
vingjarnlega við þá, þó að þeir væru að segja svona
Ijótt við Signýju gömlu. Þeir færa sig eins og ósjálf-
rátt nær frú Eygló og segja báðir einum rómi:
— Við ætlum aldrei oftar að stríða Signýju gömlu,
og engum.
— Þá eruð þið líka góðir og fallegir drengir. — Frú
Eygló strýkur hönd sinni mjúklega um koll þeirra
beggja, fer síðan niður í veskið sitt og tekur þar upp
tvo gljáfagra tveggjakrónu-peninga og réttir drengjun-
um sinn peninginn hvorum.
— Eigið þetta, vinir mínir, þó að það sé lítið, segir
hún hlýlega. Kannske á ég eftir að sjá ykkur seinna.
Drengirnir taka glaðir við gjöf frú Eyglóar og þakka
henni fyrir sig. Svo hraða þeir sér á brott. Frú Eygló
horfir brosandi á eftir drengjunum nokkur andartök,
og hún er ánægð með samtalið við þá. En síðan heldur
hún af stað í áttina til gömlu konunnar, sem enn stend-
ur fvrir utan litla bæinn sinn. Hún ætlar ekki að ganga
fram hjá henni.
Signý, gamla konan í litla bænum, hefur veitt eftir-
tekt hinni ókunnu konu, sem staðið hefur góða stund
hjá drengjunum og rætt við þá. En nú sér hún, að
drengirnir hlaupa á brott, og konan kernur í áttina til
hennar. — Hvað getur þessi ókunna kona viljað henni.
Signý er óvön því að fá heimsóknir þeirra, sem um veg-
inn fara, og það er síður en svo, að þær fáu heimsóknir
sem hún hefur fengið í litla bæinn sinn fram að þessu,
hafi orðið henni til nokkurrar gleði.
Gamla konan varpar öndinni raunalega, en stendur
kyrr úti og bíður ókunnu konunnar, sem óðum nálg-
Heima er bezt 241