Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1960, Qupperneq 30

Heima er bezt - 01.07.1960, Qupperneq 30
GUÐRÚN FRÁ LUNDI ÞRÍTUGASTI OG FYRSTI HLUTI Geirlaug brosti bara en sagði ekkert. „Hún verður varla tekin ofan aftur, það er áreiðan- legt,“ gall í Ásdísi. „Ég skal ráða því.“ „Það væri líldega nær að segja að ég réði því,“ sagði gamli maðurinn.“ Þvílíkt eftirlæti hafði Geirlaug aldrei þekkt. Hún gat setzt inn þegar hún hafði lokið við miðdagsmatarstúss- ið, setið í rólegheitum þangað til kominn var mjalta- tími. Alltaf var heitt vatn í stórum katli á litlu véhnni. Þar rétt hjá sat gamli maðurinn ánægjulegur á svip og kvað hástöfum úr rímum eða sagði tröllasögur. Þó þetta væri mjög ólíkt þeim bæjarbrag, sem áður hafði verið á þessu heimili, viðurkenndi Geirlaug að það var marg- falt skárra, en fýlan og þögnin veturinn áður. Kristján var oft fyrir framan og hlustaði á sögur föður síns og talaði um liðnu árin heima í sveitinni þeirra. Gamla konan sat við spuna allan daginn með netta og fallega rokkinn hennar Rósu, tengdadóttur sinnar. Hún bar hann inn í hús á hverju kvöldi og sótti hann þangað á morgnana. Geirlaug spann líka, en Bogga tvinnaði á einhvern axsjónrokk, sem eltki var vel ákjós- anlegur, en Hartmann karlinn var ekki lengi að laga hann svo til, að hann varð ágætur. Geirlaugu fannst gamli maðurinn ómissandi á heimili. Henni fór að þykja vænt um komu hans. Gömlu konunni ofbauð alveg að sjá Ásdísi sitja að- gerðarlausa allan daginn, nema meðan hún var að þvo barnafötin og sinna drengnum. Hún spurði hana því vingjarnlega að því, hvort hún hefði aldrei lært að snúa upp á band eða prjóna lykkju. Jú, það hafði hún lært. „Heldurðu að það væri ekki skemmtilegra fyrir þig að prjóna neðan við sokk handa þér heldur en sitja svona með hendur í skauti þér allan daginn.“ „Ég býst við að móðir mín hugsi um það eins og vanalega, að ég hafi eitthvað á fæturna,“ sagði Ásdís. „Já, skárri er það hugsunarhátturinn að ætla móður sinni að prjóna sér eftir að þú ert hætt að vinna hjá henni. Ég vil nú bara ráðleggja þér það, stúlka mín, að reyna að vinna eitthvað ef þú ert að hugsa um að geðj- ast Kristjáni. Hann er ekki hrifinn af iðjuleysi." Eftir það fór Ásdís að prjóna eins og hamhleypa. Allt færðist í betra horf en áður. Gamla konan vildi bæta allt sem hægt var. Hún lánaði Ásdísi pott til að þvo í barnafötin og Geirlaug lækkaði seglin talsvert, leyfði henni að þvo inn á maskínu þegar ekki var verið að sjóða matinn. En þegar hrossakjötið kom til sögunn- ar varð að sjóða það fram í hlóðum. Kuldakastið hélzt í hálfan mánuð. Þá gerði logn og stillur. „Nú hljóta þeir að fara að „ýta“ aftur á Eyrinni,“ sagði Hartmann gamli. Hann tók upp þann sið aftur að þramma út eftir á hverjum degi og kom alltaf með fisk á kvöldin og helztu fréttir úr sveitinni, því fáferð- ugt var heim að Hofi eins og fyrra árið. Þá var heppi- legra að hafa almennilega hlýtt inni og heitt á katli. „Það er nú meiri hátíðin þetta,“ sagði Geirlaug, „að fá alltaf rökkurkaffi. Slíkt hefur ekki verið til siðs nema ég hef verið að hita einstaka sinnum af minni fá- tækt. Kristján hefur verið naumur á kaffiúttektina. En Rósa gat stundum keypt í lausasölu svolítið og lét hann ekki vita um það.“ Hartmann gamli ræskti sig hressilega. „Ég læt nú varla fara svoleiðis með mig. Það er ekki svo lítið inn- leggið hérna, að hann standi ekki við að láta þessar fáu hræður, sem segja má að allar vinni kauplaust hjá honum, hafa kaffi til að hressa sig á. Ég hef nú aldrei heyrt annað eins og það að stelpugreyið hún Bogga, sem búin er að vinna í 8 eða 9 ár, skuli ekkert hafa fengið í kaup nema söðulinn og beizlið, og einhverjar flíkur utan á sig. Meira að segja Ásdís, þessi dugnaðar- manneskja, segist ekki vera farin að fá neitt kaup. Það hafi aldrei verið minnzt á það.“ Geirlaug glotti háðslega og sagði: „Og við þetta vill hún hanga, ræfillinn.“ „Auðvitað vill hún það. Það er sko hundstryggðin, sem þar ræður. Það er sumu kvenfólki gefið mikið af henni. Það er ekki hægt að lá henni það, greyinu. Hún er vitlaus í honum. Þú manst kannske hverju ég spáði í fyrrahaust, Geirlaug mín. Þú tókst því ekki nærri.“ Geirlaug varð að viðurkenna, að hún þekkti svo lítið 246 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.