Heima er bezt - 01.07.1960, Side 31
til þess að myndarmenn gætu fallið með svona mann-
eskjum.
„Það fer bara svona þegar blóðhitinn stígur of hátt,“
sagði gamla konan og stundi mæðulega. „Það var nú
meira óhappið.“
Geirlaug þóttist skilja það að karlinn tæki kaffið og
sykurinn út í reikning sonar síns og óttaðist að það
orsakaði óánægju, þegar það kæmist upp. En það leið
svo hver dagurinn af öðrum í sátt og samlyndi. Einn
daginn kom sarnt karlinn uppblásinn utan af Eyrinni.
Hann sagðist hafa sannfrétt það, að enginn leiguliði í
hreppnum þyrfti að borga eins hátt eftirgjald og Krist-
ján. Og við þetta væri hann búinn að búa í öll þessi
ár. Þvílík fásinna!
„Það eru nú líka fáar eða engar jarðir eins góðar og
Hof,“ sagði Kristján.
„En hver er það, sem hefur gert hana aðra eins jörð
og hún er annar en þú, og hefur svo ekkert fengið fyr-
ir nema vanþakkir og ógerðarhátt. Þú skalt nú hafa
mín ráð og fara fram á það við kerlinguna að hún
lækki eftirgjaldið eða þú segir lausu, því það tekur
enginn jörðina með þessum leiguskilmálum, vertu viss.“
„Eg býst við að það væri það bezta, sem ég gæti gert,
að selja allt og fara til Ameríku,“ sagði Kristján áhuga-
laus.
„Það væri nú vit að selja þetta litla bú. Það er sjálf-
sagt hægt að fá annað jarðnæði. En að láta féfletta sig
svona er ógerlegt. Þú hefur nú kannske ekki kunnað
við að standa í þrefi við jarðeigendurna meðan þú varst
tengdur þeim, en nú er það búið. Þess vegna skaltu hafa
mín ráð og krefjast lækkunar á leigunni. Ef það geng-
ur ekki, þá að segja lausu. Eg veit mínu viti eins og
fyrr.“
„Já, það er óhætt að fara að ráðum hans,“ sagði
gamla konan.
Þá gall í Ásdísi: „Það væri nú meiri vitleysan að fara
með ungbarn til Ameríku.“
Þá athugasemd heyrði ekkert eyra. Kristján fór inn
í hálf kalt húsið sitt. Hann vildi ekki láta leggja í ofn-
inn nema þegar var sem kaldast, þar sem alltaf var fun-
heitt í baðstofunni. Hann sat fyrir framan allt kvöldið
og lét hurðina standa opna meðan hann var að hátta.
Það var ekki vandi að halda á sér hita undir yfirsæng-
inni. Hann vakti og hugsaði eins og svo oft áður. Lifði
upp sínar ánægjustundir, sem hann hafði notið á þessu
heimili. Þó stundum hefði borið skugga yfir hurfu þeir
og gleymdust. Hann braut hugann um það hvað fram-
tíðin myndi færa honum. Hann var farinn að dreyma
einkennilega drauma um Rósu og sjá hugsýnir í vök-
unni þar að lútandi, að næstu fréttir sem hann fengi af
henni yrðu þær, að hún væri orðin heilsulaus í annað
sinn og komin á sjúkrahús og þaðan ætti hún ekki aft-
urkvæmt. Það var átakanlegt að hugsa til þess, að hún
yrði dauðanum að bráð, svona falleg og blómleg eins
og hún var í vor. En fyrir hann fannst honum það bezti
endirinn. Þá vonaði hann að fá Jón litla til sín og um-
ráð yfir arfhluta hans í Hofi. Þá, en ekki fyrr, gæti
hann kannske fellt sig við Ásdísi, þessa sterku og gróf-
gerðu manneskju, og þó gæti hann það aldrei. Hann
mundi alltaf minnast fallega brosins og hlýja málróms-
ins hennar Rósu og bera það saman við hrossahlátur-
inn og stirðbusahátt Ásdísar og hennar heimskulega
talsmáta. Hann spurði Geirlaugu eftir því einu sinni,
þegar þau voru tvö ein í maskínuhúsinu, hvort hún
hefði nokkuð frétt að sunnan af þeim Rósu og Jóni
litla.
„Hver ætti svo sem að færa mér þær fréttir,“ anzaði
hún. „Nei, ég hef ekkert frétt.“
Eftir tveggja daga heilabrot settist Kristján niður að
skrifa svila sínum. Karenu datt honum ekki í hug að
skrifa. Hann var búinn að fá nóg af bréfaviðskiptum
við hana. Hartmann gamli skálmaði með það út í kaup-
stað ánægjulegur á svip. Hann var vanur því að fá sín-
um vilja og uppástungum framgengt.
Næstu vikur var ekki einungis vonazt eftir því að
sjá bréf frá Rósu heldur þessum austfirzka lögfræðingi,
en póstferðir á landi voru þá ekki nema einu sinni í
mánuði, svo það leit út fyrir að það yrði löng bið. En
þá kom strandferðaskip um miðjan mánuðinn. Ekki var
ómögulegt að með því kæmi bréf. Gamli maðurinn var
ekki lengi út melana morguninn þann, sem möstrin
báru við gráan skammdegishimininn, með virðulegan
fána blaktandi í hægri golu. Eftir ótrúlega stuttan tíma
sást til hans á heimleið. Hann kallaði til Kristjáns neð-
an af túni: „Komið bréf að austan.“ Svo tróðst hann
inn í hjónahúsið til að heyra fréttirnar. Þær voru ekki
öðruvísi en við hefði mátt búast úr þeirri átt sagði
Kristján. Karen var búin að ákveða að hækka eftir-
gjaldið svo hitt kæmi ekki til greina.
Gamli maðurinn hoppaði upp og barði sjálfan sig
utan með hnefanum. „Segðu jarðarskrattanum lausum
og það strax. Þú mátt vera viss um að það tekur hana
enginn maður með þessum skilmálum. Þvílík bölvuð
ómynd hvernig manneskjan ætlar að fara með þig,
eftir allt sem þú ert búinn að gera jörðinni til góða,“
sagði hann og rauk fram úr húsinu. Þar var engin
manneskja nema hvítvoðungurinn háorgandi. Eldurinn
víst hálfdauður í kabissunni. Hvar voru allar kerling-
arnar. Þá vatt hann sér fram í maskínuhúsið, þar stóð
kona hans við eldavélina og hrærði í grautarpotti.
„Hvað er orðið af öllu kvenfólkinu?“ rausaði hann.
„Því ert þú að rolast hér? Krakkinn háöskrandi inni.
Getur ekki móðirin hugsað um hann.“
„Heldurðu hún hafi ekki rokið í fjárhúsin. Ég skal
fara inn til hans. Það er þarna heitt á könnunni handa
þér. Það er nú skárri súgurinn í þér vinur. Ég er að
hugsa um matinn. Geirlaug er í stórþvotti frammi,“
sagði gamla konan, svo var hún horfin inn til að hugga
drenginn.
Hann fékk sér kaffi, það róaði þó svolítið skapsmun-
ina. „Hvern fjandann þurfti stelpu-„bestían“ að fara að
þjóta í húsin þó hann hlypi út eftir áður en hann kast-
aði inorgungjöfinni í rollurnar. Þær hefðu varla drepizt
úr sulti þessa stund. Þegar kona hans kom fram aftur
Heima er bezt 247