Heima er bezt - 01.07.1960, Side 32

Heima er bezt - 01.07.1960, Side 32
byrjaði hann að rausa upphátt: „Það er eitthvað um að vera fyrir Geirlaugu að vera komin í þvott um leið og hún hefur lokið við að mjólka. Eru allir að verða að skjáhröfnum á þessu heimili?“ „Henni veitir ekki af að taka daginn snemma þar sem hún þarf að þvo af öllum á heimilinu. Bogga skinnið er að reyna að hjálpa henni. Ég vildi þvo fötin okkar, en hún vildi heldur að ég liti eftir matnum. Hún er ekkert annað en gæðin við mig. Það er óskaplegt að þessi unga, þrekmikla kona, ég meina Asdísi, skuli ekki hjálpa henni þar sem hún þvær af henni eins og öðrum. Hún bara hendir fötunum saman við þvottinn og hirðir svo ekki um það meira,“ sagði gamla konan, mæðuleg á svip. „Hvað er að tala um svoleiðis ísskepnur, sem engin kvenmannsverk kunna. Meira bölvað ólánið sem af þeirri manneskju hlýzt og er þó líklega ekki allt búið.“ Svo rauk hann fram í eldhús. Þar stóð Geirlaug með hendurnar upp fyrir olnboga niðri í stórum þvotta- bala, rennblaut í framan af svita og gufu. „Jæja, þú ert eina manneskjan sem hefur áhuga fyrir því sem þarf að vinna á þessu heimili,“ byrjaði hann í dyrunum. „Ertu búinn að fara út á Eyri og kominn aftur,“ sagði Geirlaug. „Það er svei mér áhugi í þér ekki síður en mér.“ „Ójá, ég reyni nú vanalega að koma því í framkvæmd sem mér dettur í hug. Ég var að ná í bréf fyrir hann Kristján minn. Það valt á talsverðu fyrir hann. Hann langaði til að fá ofurlítið vægari leigumála á þessari jarðarbrenglu en hann hefur haft.“ „Fór hann að skrifa maddömu Karenu?“ spurði Geirlaug. „Nei, nei, ekki henni. Fjandinn hirði hana. Ég get ekki beðið betur fyrir henni. Hún hugsar sér þá bara að hækka eftirgjaldið. Þetta þó óforskammaða eftir- gjald. Ég get ekki álitið hana neina merkiskonu, sem kemur svona fram við fyrrverandi tengdason sinn, eins og hann hefur þó setið jörðina hennar. Ellegar konu- skepnan hún Rósa, að láta þetta og annað eins við- gangast.“ „Þeim finnst líklega báðum, að þær hafi heldur lítið við hann að virða,“ sagði Geirlaug. „Það er aldrei að þú sért stutt í spuna,“ sagði hann hálfundrandi yfir svona óvæntu svari. „Enda eðlilegt að þú sért ekki í góðu skapi yfir þessari bölvaðri dyngju sem þú hefur til að þvo. Því læturðu ekki vetrarmann- inn (eins og gárungarnir kalla Asdísi) þvo með þér. Hún hefur beinin til þess.“ „Ég hef aldrei sagt henni fyrir verkum og ætla ekki að gera það. Ég reyni að vinna mín verk þessar vikur sem eftir eru til vorsins. Þær líða einhvern tíma,“ sagði Geirlaug. „Þú ferð ekki að hafa vistaskipti ef Kristján verður hér áfram, sem náttúrlega er óvíst,“ sagði hann. „Það er sama hvort hann verður hér eða ekki. Ég er ekki orðin manneskja til að hugsa um stórt heimili, þó ég gerði það þetta ár vegna þess að mér datt ekki í hug að allt yrði eins og nú er komið á daginn,“ svaraði Geirlaug. „Þá lízt mér nú ekkert á búskapinn hans. Hvernig heldurðu að Asdís taki sig út við innanbæjarstörfin?“ „Það hugsa ég ekkert um. Það getur vel verið að það gangi ágætlega. Ég verð bara fegin að þurfa ekki að vera henni samtíða lengur,“ sagði Geirlaug. „Nú er ég búin að vinda öll ullarfötin,“ sagði Bogga. „Ég skal svo hengja þau út.“ „Ég skal halda undir balann með henni og klemma á snúruna,“ sagði hann. „Þú hefur nóg annað að gera, Geirlaug mín. Ég virði það sem þú hefur gert fyrir þetta heimili og ég veit að Kristján gerir það líka.“ Geirlaug varð fegin að losna við þau sporin, en þeg- ar hún leit út nokkru seinna varð hún að viðurkenna, að hún hefði heldur kosið að sú greiðvikni hefði aldrei verið gerð. Það var hræðilegt að sjá hvernig nærfötin voru klemmd á snúruna og nú voru þau farin að frjósa. Það var hreint ekki notalegt að laga það. Hún gerði það meðan karlmennirnir og Ásdís hámuðu í sig mat- inn. „Ert þú farin að skammta, Arndís mín?“ sagði Ásdís glaðlega. „Hvar er sú gamla, sem er vön að skammta?“ „Hún er nú búin að standa við þvottabalann síðan hún kom á fætur, nema hvað hún skrapp út að mjólka,“ svaraði Arndís. „Hún hugsar um að verkin komist af og vinnur þó vel líka.“ „Þetta er dyggðarhjú,“ sagði Hartmann tyggjandi. „En ekki heyrist mér á henni að hún ætli að verða hér lengur en til vorsins. Þar missirðu trausta stoð undan búskapnum, Kristján minn.“ „Ég líklega reyni að hafa hana kyrra ef ég verð við búskap, sem er óvíst,“ sagði Kristján. Ásdís horfði stóreyg sitt upp á hvorn, sem við borð- ið sátu en talaði ekkert. Hún sá að það var þungur svipur á húsbóndanum, þá var heppilegra að tala ekki mikið. „Hún er nú farin að lýjast, stráið Geirlaug, og langar til að hafa það léttara,“ sagði Hartmann. „Hún vinnur ekkert annað en sjóða matinn,“ sagði Ásdís. „Það er nú ekki mjög erfitt.“ „Þér finnst það ekkert að þvo af öllum á heimilinu og skúra gólfin og spinna og ótal margt fleira,“ sagði gamla konan. „Ég er ekki hrifin af henni, kerlingarhróinu,“ sagði Ásdís og kastaði til höfðinu. „Það mættir þú samt vera,“ sagði Hartmann, „ef þú hefðir vit á að meta hana og verkin hennar.“ Það var komið myrkur þegar Geirlaug kom inn, köld og uppgefin. Þá ilmaði móti henni kaffilyktin. „Finnst þér mjög ónotalegt að koma inn til „hans“ núna Geirlaug mín,“ sagði gamla konan brosandi. „Nei, það er ekki annað hægt að segja en það sé gott,“ sagði Geirlaug. „Ellegar hvað það verður nota- legt að leggja sig út af í þessari hlýju.“ 248 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.