Heima er bezt - 01.10.1960, Blaðsíða 9
þjófnað. Fór hann því rakleitt til skipstjóra og sagði
honum upp alla sögu. Skipstjóri brá þegar við og skip-
aði stýrimanni að leita þjófaleit á öllum á skipinu. Og
þessi leit bar þann árangur, að þjónn á skipinu varð
uppvís að því að hafa stolið 50 krónunum og fundust
þær hjá honum. Atti nú að setja afbrotamanninn í varð-
hald þangað til komið væri tii Kaupmannahafnar. Þótti
ráðlegast að loka hann inni í klefa matreiðslumanns. En
þá komst upp að matreiðslumaður var með hund í
klefa sínum. Þennan hund hafði hann fengið á íslandi
og ætlaði að smvgla honum til Hafnar, en slíkt var
harðlega bannað. Og afleiðingin varð sú, að þeir voru
báðir lokaðir inni, þjónn og matreiðslumaður.
Stýrimaður sagði Bjarna að hann gæti ekki fengið
peningana fyrr en komið væri til Hafnar og réttarhöld
hefðu farið fram í málinu. Þótti Bjarna nærri því verra
en peningatjónið sú tilhugsun, að verða að koma mál-
laus fyrir rétt í Kaupmannahöfn. Hann skrifaði því
frænda sínum, Bjarna Jónssyni frá Unnarholti (síðar
bankastjóra), sem þá var í Kaupmannahöfn og bað
hann að koma niður að skipi undir eins og það leggðist
að bryggju. Kom hann svo bréfinu í land með hafn-
sögubátnum. Bjarni frá Unnarholti brá skjótt við og
var kominn niður á hafnarbakka áður en skipið lagðist
þar að. Hann fylgdist síðan með nafna sínum og frænda
og kom með honum fyrir réttinn. Og með góðri að-
stoð hans fékk Bjarni Jónsson sínar 50 krónur aftur.
Þannig var þá fvrsta koman til Kaupmannahafnar,
sem þá var höfuðborg íslands. Aleð Bjarna var frændi
hans Kolbeinn Þorsteinsson, og hafði Einar Jónsson
myndhöggvari, bróðir Bjarna, vistað þá báða hjá hús-
gagnasmið nokkrum. Var það nú næst að ná í Einar
og komast í vistina. En er til kom, neitaði húsgagna-
smiðurinn að taka við þeim, vegna þess að þeir skildu
ekki dönsku; kvaðst hann ekkert hafa að gera við lær-
linga, sem hvorki skildu leiðbeiningar né fyrirskipanir.
Þá var fokið í það skjólið.
Einaf var málkunnugur húsgagnasmið sem Chr. Kjær
hét. Og nú var farið á hans fund. Kjær var til með að
taka piltana. Einar vildi ekki blekkja hann í neinu og
sagði að hvorugur þeirra skildi dönsku. Það sagði Kjær
að gerði ekkert til, þeir mundu fljótt komast upp á að
skilja málið. Sjálfur kvaðst hann hafa farið mállaus til
Þýzkalands og lært þar, og allt gengið vel. Vissi hann
því af eigin reynslu að slíka smámuni skyldi enginn
setja fyrir sig. Og svo voru þeir ráðnir hjá honum og
skyldu hafa 6 krónur í kaup á viku fyrstu þrjá mánuð-
ina.
Nú þóttust þeir hafa himin höndum tekið, og næst
var þá að fá einhvers staðar inni. Herbergi fengu þeir
leigt út við Vötnin og skyldu greiða fyrir það og
morgunkaffi 25 krónur á mánuði. Þá komu 50 krón-
urnar sér vel, og á þeim urðu þeir að lifa fyrstu vikuna,
en síðan á kaupi sínu, og var það sultarlíf. Miðdegis-
mat gátu þeir fengið fyrir 75 aura, en morgunmatur-
inn var lengi vel þurrt rúgbrauð og franskbrauð, sín
Galtafell i Reykjavík.
Ileima er bezt 381