Heima er bezt - 01.10.1960, Blaðsíða 16
Snorri með tikina Frigg.
hundi, sem kom inn að rúmi smalans á morgnana og
togaði í hann þegar tími var kominn til að fara að
smala. En svona nákvæmni væri varla hugsanleg. En
það fór nú svo að hann sannfærðist. A tvennan hátt
vildi hann sannreyna þetta. Fyrst það, að vera á hnot-
skóg við skólann og reyna að koma auga á eitthvað,
sem kynni að minna hana á tímann. Þar varð hann
einskis vísari. Á síðustu mínútunum fyrir kl. 4 kom
Frigg að heiman, fór hægt og rólega og opnaði dyrn-
ar. Klukka, sem sló, kynni að hafa minnt hana á tím-
ann, en slík klukka var hvorki heima né í skólanum.
Þá tók hann hana og drenginn með sér á gönguför
upp Kambinn með fram sjónum. Þar gat verið margt
skemmtilegt að sjá og eftirtektarvert, er vera kynni að
hún gleymdi sér við. En ekki varð honum kápa úr því
klæði. Þegar líða tók á seinni hluta 4. tímans tók Frigg
að ókyrrast og vildi snúa heim. Og er fáar mínútur
voru eftir tók hún undir sig stökk og þeyttist heim og
mætti móð og másandi inn á skólastofugólfi á réttum
tíma. Þá var henni vel fagnað, því að við vissum um
þessa spennandi prófraun.
Aldrei gátum við skilið hvemig hún fór að því að
miða tímann eins nákvæmt og hún gerði. Og svo lét ég
hana hætta að koma í skólann, — fannst þessi koma
hennar þangað valda traflun. En það tók nokkum tíma
og kostaði mikla alvöru og all mörg högg, þar til hún
lét undan. En ætíð reyndi hún að koma eitthvað á móti
mér, er ég kom úr skólanum, og varð það henni nóg
þegar frá leið.
Frigg hafði geysilega gaman af að busla í vatni, synda
og færa til lands allt sem hún sá fljóta. Það var hennar
yndi að sækja það sem hent var út í sjóinn og furðu-
legt hve miklu hún gat þá áorkað. Við slíkt gat hún
hamazt ótrúlega lengi, einkum ef ég var nærri og held-
ur ýtti á hana. Höfðu menn oft gaman af ýmsum til-
tektum hennar í þessu björgunarstarfi, þegar þungum
hans og dröslaði honum til lands.
Sumarið 1914 var hún með mér á Siglufirði. Þar var
litli drengurinn okkar hjóna líka. Var hann eitt sinn
að vappa fram á bryggjustúf, sem þar var, og féll í
sjóinn. Þá var Frigg ekki sein á sér. Eins og byssuskot
henti hún sér út af bryggjunni, beit í kragann á kápu
hans og dröslaði honum til lands.
Öðru sinni þetta sumar var verið að skipa í land
tómum tunnum. Var talsverður vindur á og stóð þvert
á bryggjuna. Tókst þá svo illa til að all margar tunnur
fuku í sjóinn. Frigg var þar nærri og var nú ekki sein
á sér. Stökk hún í sjóinn og hóf björgunarstarfið af
mikilli ákefð. En þetta reyndist henni erfitt, því að
engu taki gat hún náð á tunnunum, nema þá helzt með
því að bíta í löggina, en með því náði hún þó engu
valdi á tunnunni. Reyndi hún þá að ýta á þær með
hausnum, en það gekk heldur ekki, og horfðum við
spenntir á þennan leik. En allt í einu sjáum við að hún
ýtir tunnu á undan sér með framlöppinni, til skiptis,
og buslar svo áfram með hinni og afturlöppunum, og
þannig kom hún nokkram tunnum að landi. En aldrei
sá ég hana eins þreytta og eftir þetta erfiði, enda hlaut
hún mikla aðdáun þeirra er á þetta horfðu. Og skip-
stjórinn á tunnuskipinu lagði mjög fast að mér að selja
sér tíkina og bauð hátt verð. Svo mjög dáði hann hana,
bæði fyrir þetta og fleira er hann sá hana gera.
Á Flateyraráram mínum átti ég á sumram sérstökum
erindum að gegna um norðanverða Vestfirði og var þá
oft vel ríðandi. Hófst það starf mitt 1915 og átti ég þá
marg oft leið yfir Breiðadalsheiði. Var Frigg mjög
áköf í að fá að elta mig, en ég bannaði henni það og
hlýddi hún því, nema einu sinni. Þá hafði ég farið
snemma morguns að heiman og ekki hirt um að gefa
henni gætur. Reið ég hart inn Ströndina og fram
Breiðadalinn og datt ekki Frigg í hug. En er undir
Skógarbrekkurnar kom, kemur hún í hendingskasti of-
an úr fjallinu, hafði hlaupið þar hátt uppi og líklega
farið á undan mér af stað. En móð var hún nú og lúpu-
leg, því að vel vissi hún að þetta mátti hún ekki. Ég tók
hana þó í sátt og héldum við nú sem leið lá til ísafjarð-
ar og lá nú ákaflega vel á henni.
Þegar þangað kom skildi ég hest minn eftir ofan við
bæinn og lét hnakkinn inn í skúr, sem kunningi minn
átti þar. Og nú fór ég að sinna erindum mínum og
fylgdi Frigg mér fast eftir framan af deginum. En svo
fór þó að við urðum viðskila og gat ég hvergi fundið
388 Heima er bezt