Heima er bezt - 01.10.1960, Blaðsíða 31
ÞRÍTUGASTI OG FJÓRÐI HLUTI
Kona hans svaraði: „Hún er að fara út í kaupstað
til að taka ýmislegt í búið.“
„Ójá, það er nú eitt...." sagði hann, en hætti svo í
hálfnaðri setningu.
Asdís kom heim seint um kvöldið. Hún hafði dokað
við eftir Gerðu, hún hafði í svo mörgu að snúast. Fyr-
ir hennar kunningsskap hafði hún fengið kaffi hjá konu
þarna á Eyrinni. Engum hafði dottið í hug að bjóða
henni inn fyrir dyr hjá sér.
Hún kom með súkkulaði, sem hún gaf gömlu hjón-
unum, en Geirlaugu var ekki boðið slíkt góðgæti. Svo
liðu nokkrir dagar að ekki var flutt frá Hofi. Ærnar
voru flestar bornar og Ásdís þráði að komast burt.
Kristján heyrðist sjaldan tala orð nema við ntóður sína.
Einn daginn fór Leifi að stinga út úr húsununt. Strák-
ar hans óku taðinu frá í hjólbörum, sem Grímsi gamli
á Bala átti. Gerða hamaðist við að kljúfa.
„Það er bezt að flytja á morgun,“ sagði Kristján við
föður sinn. „Eg get ekki stigið út fyrir girðinguna
svo ég mæti ekki nýbrennimerktri á með blóðmarkað
lamb og nú er farið að stinga út úr húsunum. Það minn-
ir mig á að mál sé að fara að hugsa eitthvað fyrir eldi-
við á nýja býlinu.“
Ásdís geistist inn til þeirra og sagði þeim að Geir-
laug gamla væri farin að kljúfa með Gerðu. Eiginlega
bjóst hún við að enginn hefði sagt henni það.
„Hún er því vönust að hugsa um taðið hérna,“ sagði
Kristján. „Það er margt sem bendir til þess að hún eigi
að brenna þessu taði. Það eru engin vandræði fyrir
nýja bóndann að fá hana til að hugsa um eldamennsk-
una.“
Alltaf gat hann verið að hæla þessari kerlingarálku,
hugsaði Ásdís sárgröm.
„Adér finnst að það hefði verið nær fyrir hana að
hafa heitt á könnunni handa okkur Hartmanni, en að
þrælast í því, sem henni kernur ekkert við,“ sagði
Ásdís.
„Hún er ekki skyldug að vinna mér lengur þó hún
geri það af sinni miklu trúmennsku,“ sagði Kristján.
„Eg skil ekki að þið komizt ekki af þó að þið séuð
ekki að þamba kaffi allan daginn. Þvílík þó bölvuð
kaffiúttekt þetta missirið. Hún er upp á nokkrar krón-
ur.“
Það snerist í gantla manninum. „Þú verður nú að
þola það. Eg hef hugsað mér að vinna fyrir því sent ég
læt ofan í mig, bæði kaffi og mat,“ sagði hann, „og nú
er farið að loga undir könnunni svo það verður ekki
lengi að hitna blessaður sopinn.“
„Þú heldur svo áfram að hreinsa til kringum húsin.
Eg þarf að skreppa út í kaupstað. Það er víst eitthvað
lítið um söðla á þessu heimili þegar riðið verður úr
hlaði.“
„Þú færð ekki söðul keyptan,“ sagði Ásdís. „Ég fór
til söðlasmiðsins um daginn, en hann hafði engan
söðul.“
Kristján var kominn út á mela áður en kaffið var
orðið heitt.
„Þetta er nú lítið vit að ætla sér að fara að flytja
áður en ærnar eru bornar,“ sagði Ásdís, „og svo á ég
eftir að ná í föt, sem verið er að sauma fyrir mig út í
kaupstað.“
„Þú skalt fara að komast að því, því eins og þú
heyrðir sagðist hann flytja í fyrramálið. Það verður
þá að ríða út eftir á kvöldin til að líta eftir ánum,
heldur en híma yfir þeim,“ sagði hann.
„Það þykir mér vænt um að heyra,“ sagði Ásdís.
„Það er nú ekki alveg víst að þú verðir eins frjáls
utanbæjar og þú hefur verið héma, þegar þú þarft að
fara að hugsa um bæjarverkin. Mér heyrðist það á hon-
unt syni mínum, að hann ætli sér ekki að láta hana
rnóður sína gera þau með krakkann á handleggnum.“
„Það er ekki lengi verið að hrista þau af,“ sagði Ás-
dís.
Seint um kvöldið fór Ásdís út í kaupstað og kom
heirn með nýsaumuð föt utan á sig og drenginn.
Snemma næsta morgun var farið að kófrjúka í hlóð-
unum við lækinn þar sem ullin var vanalega þvegin.
Þangað var svo borið allt rusl, sem hafði verið hreinsað
utan bæjar og innan, hvergi mátti sjást svo mikið sem
torfutætla. Geirlaug sagði að hann væri sjálfsagt ekki
búinn að gleyma því hvemig jörðin hefði litið út þeg-
ar hann tók við henni.
Heima er bezt 403