Heima er bezt - 01.11.1960, Page 4
GISLI JONSSON:
Björn R. Arnason
frá Atlastö&um
agan og tungan eru þeir meginþættir, sem ís-
lenzk menning er ofin úr. Því næmara sem mál-
, y skyn manna er og söguþekkingin ríkari, þeirn
^—'' mun traustari fótum stendur menning okkar.
En glapnist mönnum málið og glatist sagan, verða
skapadægur íslenzkri menningu.
Oldum saman hafa meginþættirnir tveir verið að
öðrum og ógrönnum þræði spunnir af óskólagengnum
erfiðismönnum úr aiþýðustétt. Islenzk menning hefur
aldrei verið bundin við stétt né skóla.
Endurreisn íslenzkrar tungu og bókmennta á 19. öld
hefði reynzt hinum lærðu frömuðum um megn, ef
alþýða manna hefði ekki víða í sveit og við sjó varð-
veitt tunguna óspillta og haldið lifandi áhuganum á
sögu einstaklinga og þjóðar.
A öllum tímum hafa sjálfmenntaðir alþýðumenn
numið fræði sögurinar svo ríkulega og búið yfir svo
máttugu tungutaki, að þeim hefur auðnazt að vinna
gild bókmenntaverk, enda þótt skilyrði þeirra til bók-
iðju hafi oft og tíðum verið hin erfiðustu og lífskjör
sumra þeirra jafnvel til muna hrakleg.
Enn í dag, á tímum almennrar skólaskyldu, eru uppi
á meðal vor ófáir aldraðir menn, sem nurnið hafa sjálfs-
námi söguna og tungutakið, lært af fólkinu, sem þeir
umgengust í dagsins önn, og af bókum, sem þeir lásu
og hugfestu í einrúmi.
Sumir þessara manna hafa einnig búið yfir sköpunar-
gáfu og frumlegri hugsun, svo að þeim hefur ekki verið
ofvaxið að semja sitthvað, sem gætt er sögulegu gildi
og búið er vönduðum búningi fagurrar íslenzku. Einn
þeirra alþýðufræðimanna er Svarfdælingurinn Björn
Runólfur Arnason.
' * * #
Björn R. Árnason fæddist á Hæringsstöðum í Svarf-
aðardal 13. júlí 1885. Foreldrar hans voru ísak Árni
Runólfsson og Amia Sigríður Björnsdóttir, búandi hjón
þar. Runólfur faðir Árna var bóndi á Hreiðarsstöðum
í Svarfaðardal, en á ætt að rekja inn með Eyjafirði og
austur um Þingeyjarsýslu.
Kona Runólfs var Margrét Jónsdóttir frá Ingvörum
í Svarfaðardal, og er það svarfdælsk bændaætt, sem
rakin verður til Arngríms Sigurðssonar, bónda og lög-
réttumanns í Ytra-Garðshorni.
Anna Sigríður móðir Björns var í föðurætt af Mela-
ættinni gömlu og afkomandi Odds sterka Bjarnasonar,
en móðir hennar Anna Jónsdóttir frá Litla-Koti fremst
í Svarfaðardal.
# * #
Fjögurra ára gamall fluttist Björn með foreldrum
sínum að Atlastöðum og ólst þar upp. Hann kvæntist
1907 Önnu Stefaníu Stefánsdóttur bónda á Sandá
Jónatanssonar. Kona Stefáns var Anna Sigurlaug Jó-
hannesardóttir frá Urðum Halldórssonar, en kona Jó-
hannesar var Anna Guðlaugsdóttir frá Svínárnesi á
Látraströnd.
Fyrstu hjúskaparár sín voru þau Björn og Stefanía í
húsmennsku á Atlastöðum, en 1922 fengu þau ábúð á
Klaufabrekknakoti. Þar bjuggu þau 4 ár, voru síðan
skamma hríð í húsmennsku á Hæringsstöðum, þá í
tvíbýli á Ingvörum 4 ár og síðan á Dalvík. Vorið 1933
fluttust þ>au með Stefáni syni sínum og konu hans Dag-
björtu Ásgrímsdóttur að Grund, og dvöldust þau þar,
meðan bæði lifðu. Stefanía lézt í desember 1956. Stefán
var eina barn þeirra, og með þeim hjónum fluttist Björn
til Dalvíkur síðastliðið vor, er Stefán brá búi, og á
hann nú heima í Lambhaga á Dalvík.
* * *
Björn Árnason var snemma námgjarn og minnugur,
svo sem Snorri sagði um Ara, en í skóla gekk hann
ekki lengur en um fimm vikna tíma alls. Læs var hann
orðinn 5 ára, og mjög um sömu mundir hóf hann að
draga til stafs. í afmælisviðtali í íslendingi 12. ágúst
412 Heima er bezt