Heima er bezt - 01.11.1960, Síða 6
Myndin er af framhúsi, þau
voru stundum nefnd langhús.
er byggt var á Atlastöðum í
Svarfaðardal árið 1878. Þor-
steinn Þorsteinsson ,smiður“
byggði húsið fyrir þáverandi
ábúanda Atlastaða, Björn Sig-
urðsson. Húsið er 12 álnir á
lengd og 6 álnir á breidd. Skar-
súð úr timbri undir torfþaki.
Loft á bitum úr þykkum borð-
um. Alþiljuð, máluð stofa í
suðurenda, þá anddyri að bœj-
argöngum, bæjardyr. Nyrzt er
skáli. Þar voru hirzlur heimil-
ismanna geymdar svo og fatn-
aður o. fl. Húsið stendur enn
að mestu óhaggað, og er nú 82
ára gamalt.
gaumgæfði þá sundurleitu ferðamenn, er hann veitti
brautargengi, og leitaði sér fróðleiks um ætt þeirra og
uppruna.
Af samtölum við minnuga menn og óljúgfróða, og
svo af bókum, nam hann fróðleik mikinn, sem hann
geymdi í glaplausu minni. Kom þar, að hann gerðist
réttnefndur afburðamaður urn kunnáttu á sviði sögu
og ættfræði.
Ég hef oft undrazt þau ókjör, sem Björn man, og þá
ekki síður hitt, hversu rninnið er hárnákvæmt og
óskeikult. Ég hef stundum paufazt við að fletta upp í
heimildarritum ártölum og staðreyndum sögunnar, sem
ég hef heyrt hann þylja í frásögn sinni, og er skemmst
af því að segja, að þar hef ég aldrei staðið hann að því
að fara rangt með; hefur hann þó sagt mér næsta margt,
og „þykir mér hans sögn öll merkilegust“.
* * #
Af æviannál Björns hér að framan má marka, að
starf hans hafi einkum verið sveitabúskapur, eins og
hann gekk og gerðist á þeirri tíð. En hvergi nærri lét
hann sér þau störf einhlít. Barnakennslu stundaði Björn
einnig talsvert um 35 ára skeið, og var þó aldrei skóla-
kennari.
Alilli fermingar og tvítugs hóf hann að segja til börn-
um og unglingum, fyrst systkinum sínum og síðan
öðrum. Að mestu var kennsla hans bundin við Svarf-
aðardal, en þó sagði hann til börnum vestan Heljar-
dalsheiðar tvisvar skamma hríð. Kennslan lét honum
vel, enda er honum nautn að segja frá og fræða aðra.
Hann var þolinmóður og laginn, og það hefur hann
sagt mér, að ekkert barn væri sér óþægt. Árangur af
kennslu hans var og eftir því, og voru þó að sjálfsögðu
sumir þeir, er hann var fenginn til að kenna, ekki með
öllu vel til náms fallnir.
Kennslustarfsins minnist Björn með ánægju, og
gamlir nemendur hans minnast hans og með þakklæti
og hlýjum huga.
Allir, sem lesa ritverk Björns, mega sjá, hversu ís-
lenzkt mál leikur honum á tungu. Nýtur hann sín þó
jafnvel enn betur í munnlegri frásögn, þegar hann er
í essinu sínu. Áheyrandinn hlýtur að hríijast af þrótt-
miklu tungutaki, seiðmagni raddarinnar og á stundum
hlátri þeim, er eigi getur innilegri né skemmtilegri.
Dómgjarn getur hann að vísu orðið og hvassyrtur,
því að hann er skapgerðarmaður allmikill og siðnæmur
meira en í meðallagi.
Nú er að koma út bók, sem hefur að geyma ritsafn
Björns. I ágætum formála, sem dr. Kristján Eldjárn
hefur skrifað að þeirri bók, segir svo um fræðimennsku
hans og frásagnarlist:
„Björn Árnason er ekki fræðimaður af þeirri gerð,
sem safnar í sarpinn þurrum fróðleik til þess að láta
hann liggja þar ávaxtalausan. Ártöl og nöfn og aðrar
slíkar staðreyndir þykir honum þunnur kostur viðbits-
laus. Fróðleikurinn þykir honum léttvægur, ef ekki sér
alls staðar til manna með holdi og blóði. Hann vill sjá
einstaklinginn fyrir sér, gera sér grein fyrir persónu
hans og skilja hana. Og hann vill draga upp mynd hans
og miðla öðrum. Þar kemur rithöfundurinn til skjal-
anna. Björn hefur sjálfur lýst því skemmtilega, hvemig
hann lærði að draga til stafs við móðurkné, og snemma
byrjaði hann að skrifa, að móta úr þeim efnivið, sem
menn og saga lögðu honum í hendur. Sjálfur segist
hann hafa ort mikið fyrr á ævi, birt sumt en brennt
öðru og vildi nú feginn vita það allt í ösku. Þeim mun
meiri rækt hefur hann lagt við rit í óbundnu máli og
færzt þar í aukana jafnt og þétt, með vaxandi aldri og
yfirsýn og batnandi aðstöðu til andlegra starfa á efri
árum. Björn skrifar viðhafnarlegan stíl og kappkostar
að láta orðgnótt og myndauðgi íslenzks máls magna
414 Heima er bezt