Heima er bezt - 01.11.1960, Side 9
nýja heimalands, menningarlega talað, með því að varð-
veita og ávaxta sem bezt og í lengstu lög hinn íslenzka
menningararf vorn. Hinu er ekki að leyna, að vér
Vestur-íslendingar eigum við ramman reip að draga í
okkar þjóðræknismálum, en höldum enn hópinn og í
horfinu af fremsta megni, þakklátir fyrir stuðning og
hvatningu héðan heiman um haf í þjóðræknisviðleitni
vorri. Og það hef ég komizt að raun um á ferðum
mínum um landið, að sterk eru enn þau bönd frænd-
semi, eigi síður en hinar menningarlegu erfðir, sem
tengja oss íslendinga yfir hið breiða haf. Ég kom með
fangið fullt af kveðjum vestan um haf, sem ég hef ver-
ið að skila um allt land í sumar, og fer með fangið jafn
fullt af slíkum kveðjum vestur yfir álana.
Sé ég hendur manna mynda
meginþráð yfir höfin bráðu,
sagði skáldið mikla í stórbrotnu kvæði sínu til Vestur-
íslendinga. Vér skulum halda áfram að byggja brú
frændsemi og menningarlegra samskipta frá báðum
ströndum sem traustasta, og mun heill fylgja.
Enginn getur farið um Island eins og ég hef gert á
þessu sumri, komið á ótal merka staði og fagra, þar
sem miklir atburðir hafa gerzt, svo að hann heyri eigi
raddir liðinnar tíðar óma sér í eyrum, finni eigi vængja-
þyt sögunnar í lofti. Á ferðum mínum, ekki sízt á
feðra- og mæðraslóðum á Austurlandi, hafa spakleg
orð Stephans G. Stephanssonar orðið mér að eggjandi
veruleika:
Og það er sem holtin sjálf hleypi í mann þrótt,
þar hreystiraun einhver var drýgð,
og svo er sem mold sú sé manni þó skyld,
sem mæðrum og feðrum er vígð.
Já, það er yndislegt að hafa átt þetta fagra og at-
burðaríka sumar hér heima, og á ógleymanlegu ferða-
lagi mínu í alla landshluta hafa dunað mér í eyrum
eftirfarandi erindi úr snjöllum kvæðum Stephans G.
frá heimferð hans 1917:
Ég hvarf heim í hópinn þinna drengja
hingað, móðir, til að fá með þeim
aftur snerta upptök þeirra strengja,
er mig tengdu lífi og víðum heim.
Ef að vængir þínir taka að þyngjast,
þreyttir af að fljúga í burtu-átt.
Hverf þú heim! og þú munt aftur yngjast
orku, er lyftir hverri fjöður hátt.
Þetta hef ég reynt á áþreifanlegan og eftirminnileg-
an hátt í heimferð minni. Ég hverf héðan vestur yfir
hafið til starfs míns hlaðinn nýjum þrótti, yngdur að
anda og orku til dáða. Fyrir það er ég einnig innilega
þakklátur.
En þakkarhuga mínum og óskum til lands og þjóðar
fæ ég ekki fundið betri orð heldur en þessar Ijóðlínur
úr aldamótakvæði Þorsteins Erlingssonar:
Við hjarta þitt slögin sín hjörtu’ okkar finna,
þinn hjálmur er gull okkar dýrustu minna,
en þó fegurst og kærst og að eilífu stærst
ertu í ást og í framtíðar vordraumum barnanna þinna.
Verið þið öll blessuð og sæl!
JÓH. ÁSGEIRSSON:
Krókur á móti bragéi
Þetta var fyrir síðustu aldamót á fyrstu búskaparár-
um Bjarna Jenssonar í Ásgarði. Þá var lítil eða engin
verzlun komin í Búðardal, og aðal verzlunarstaður
Dalamanna var vestur í Stykkishólmi.
Á þeim árum var Ágúst Þórarinsson kaupmaður í
Stykkishólmi, bróðir séra Árna.
Ágúst hafði það stundum til að vera smá-glettinn,
einkum við þá sem hann þekkti, og þeirra á meðal var
Bjarni í Ásgarði.
Svo var það eitt sinn er Bjarni var staddur í verzlun-
arerindum vestur í „Hólmi“, því svo var Stykkishólm-
ur kallaður í daglegu tali í þá daga, að hann snarast
inn í búð Ágústs og biður um matarskál. En á þeim
tíma var það siður að borða úr öskum og skálum.
Ágúst var sjálfur í búðinni og réttir þegar all stóran
náttpott að Bjarna. Bjarni tekur við honum þegjandi og
borgar, og vendir samstundis út úr búðinni.
Þá var það einu eða tveimur árum síðar að Ágúst er
á ferð um Dali og gistir hann þá hjá Bjarna í Ásgarði.
Um kvöldið er kjötsúpa á borð borin og kemur þar
eitt súpufat mikið og sjaldséð á borð. Og þykist Ágúst
þar þekkja náttpottinn, er hann seldi Bjarna forðum
daga.
En Ágúst lætur sér ekki bregða, fremur en Bjama, og
eys á disk sinn súpunni úr þessu furðulega fati, eins og
ekkert sé athugavert við það. —
KÁTLEGT SVAR
Mörg kátleg svör gengu manna milli, er höfð voru
eftir Bjarna í Ásgarði, því hann var kátur og gaman-
samur við gesti sína, og sérstaklega brá hann oft á glens
við svo kallaða heldri menn.
Þetta var þegar þjóðvegurinn lá ofanvert við túnið
í Ásgarði. Þá var Bjarni eitt sinn á gangi upp við veg,
og kemur þá tvennt ríðandi sunnan veginn, og era það
þau systkin Lárus H. Bjarnason og Ingibjörg H.
Bjarnason. Bjarni býður þeim þegar heim, því hann var
orðlagður fyrir gestrisni. Ingibjörg tók ekki af því, en
Lárus vildi ekki tefja. Þá segir Bjarni:
„Þú kemur þá heim, Ingibjörg. Lalli getur haldið í
hestana á meðan.“
(Bjarni þúaði alla.)
Heima er bezt 417