Heima er bezt - 01.11.1960, Síða 10
a fríka hefur verið mjög á dagskrá á þessu ári. Ný
/\ ríki hafa þotið þar upp hvert á fætur öðru, og
/ A. fárra ára gamlir landsuppdrættir eru úreltir
með öllu. Svo ört hefur þróunin gengið í
þessa átt, að á síðustu 10 árum hafa verið stofnuð þar
20 sjálfstæð ríki. Mörg þeirra bera nöfn, sem áður voru
ókunn með öllu á Vesturlöndum. Stórveldin tefla hina
venjulegu refskák sína um hylli hinna nýju ríkja, sem
tekin eru að leggja lóð sín í vogarskál Sameinuðu þjóð-
anna, og innan þeirra magnast deilur og flokkadrættir,
nær samtímis því og þau fagna frelsi sínu.
En á sama tíma og hinar nýfrjálsu þjóðir halda fagn-
aðarhátíðir og stjórnmálamennirnir heyja tafl sitt um
völd og áhrif, þá eru einnig unnin hljóðlátari störf þar
í álfu. Og við hliðina á nöfnum eins og Kasawubu og
Lumumba, sem um skeið hafa verið á hvers manns
vörum, þá hefur bætzt við nafnið Zinjanthropus, sem
sennilega verður geymt löngu eftir, að hinir heiðurs-
mennirnir eru öllum gleymdir.
Meðan á hinu pólitíska umróti hefur staðið, hafa at-
orkusamir vísindamenn hætt lífi sínu á rannsóknarferð-
um um myrkviðu frumskóganna, eða í torldeifum fjöll-
um álfunnar, til þess að afhjúpa leyndardóma náttúr-
unnar, bæði hinnar lifandi og dauðu, og ráða þær rún-
ir, sem fyrir örófi alda voru skráðar í berglög álfunn-
ar. Við og við berast oss svo fregnir af uppgötvunum,
sem varpa nýju ljósi á sögu lífsins á jörðunni, og vér
fyllumst eftirvæntingar eftir því að frétta meira af
þeim vettvangi. Eitt hið merkasta, sem gerzt hefur af
þessu tagi á síðustu árum er, að forndýrafræðingur
L. S. B. Leakey að nafni hefur fundið leifar af mann-
Með þessum steinflísum tókst Austur-Afrikumanninum að
flá veiðidýr og sundra þeim.
Ár
vas
alcla
veru, sem mun hafa lifað fyrir um 600 þúsund árum
í Tanganyika. Eru þetta elztu og frumstæðustu mann-
leifar, sem enn hafa fundizt, en það er manntegund
þessi, sem hlotið hefur nafnið Zinjanthropus, sem orð-
rétt þýðir Austurafríkumaður.
Vísindamenn hefur lengi grunað, að vagga mann-
kynsins hafi staðið í Afríku. Sjálfur Charles Darvim
hélt því fram fyrir heilli öld, og fundur dr. Leakeys
virðist vera að láta þann grun hans rætast. En Zinjan-
thropus er ekki fyrsti merkilegi steingervingurinn, sem
þarna hefur fundizt. Árið 1948 fann dr. Leakey í
Kenya steingerðar leifar af dýri, sem hlotið hefur heit-
ið Proconsul africanus. Hann var að vísu það, sem vér
myndum kalla frumstæðan apa, en þó þykjast vísinda-
menn sjá í beinum hans greinileg merki þess, að til
hans megi rekja ættir hinna æðri apa og manna. í Suð-
ur-Afríku hafa fundizt leifar af verum, sem nefndar
hafa verið apamenn eða hálfmenn (near-men), en þeir
bera einkenni bæði manna og apa, en teljast þó ótvírætt
til hinna síðarnefndu.
Eftir endilangri Afríku austanverðri liggur sprungu-
dalur mikill. í dal þessum einkum suður í Kenya og
Tanganyika eru þykk setlög af sand- og leirsteini, og
hafa þau reynzt vera óvenjulega auðug af steingerv-
ingum.
Dr. Leakey, sem er forstöðumaður náttúrugripa-
safns í Nairobi í Kenya, hefur unnið árum saman að
418 Heima er bezt