Heima er bezt - 01.11.1960, Side 14
neðri kjálkann vantaði. Enginn skyldi þó ætla, að kúp-
an hefði verið í einu lagi. Um aldaraðir höfðu jarðlög-
in verið á hreyfingu, svignað, þanizt út og þjappazt
saman, og við það höfðu beinin brotnað, svo að kúpan
var í meira en 400 molum. Með smásmugulegri ná-
kvæmni tókst þeim að tína öll þessi brot upp og setja
þau saman í heild. Má fara nærri um, að það hefur ver-
ið flókin gestaþraut, en myndin af hauskúpunni ber
starfinu vitni.
Þegar öllum brotum hafði verið saman safnað var
ekki lengur hægt að efast um það, að hér var komin
hauskúpa af manni. Aldur jarðlaganna, sem kúpan
fannst í, var kunnur af öðrum steingervingum, og var
hann um 600 þúsund ár. Það var því litlum vafa bund-
ið, hvenær manntegund þessi hefði verið uppi, og um
■leið var sýnt, að hún var um 100 þúsund árum eldri,
en frumstæðustu manntegundirnar, sem kunnar voru
fram að þessu, þ. e. Java- og Pekingmennirnir. Stein-
áhöldin, sem áður höfðu fundizt í þessu sama jarðlagi,
tóku af öll tvímæli um það, að þar hefðu menn verið
að verki. Engin apategund hefur nokkru sinni getað
lagað til verkfæri handa sér, þótt þeim hafi lærzt að
beita áhöldum, sem þeim hafa verið rétt. Elálfmenn-
imir í Suðurafríku, sem fyrr er getið, kunnu ekki þá
hst fremur en aparnir. Þeir hafa því vafalítið verið
apar, rétt eins og Proconsul, þótt ýmsir drættir í gerð
hans bentu einnig til mannsins. Enginn vafi er hins veg-
ar á því, að hin nýfundna manntegund, Zinjanthropus,
hafði gert sér þessi tæki, til að nota þau í lífsbarátt-
unni, og smíði þeirra skipar honum hiklaust í tölu
mannanna.
En hvað sýnir svo hauskúpa Austurafríkumannsins,
en svo verður hann kallaður hér eftir. Mannlcgasta ein-
kenni hennar eru tennurnar. Að vísu er jaxlarnir stór-
vaxnari en nokkurrar kynkvíslar manna, en vígtennur
og framtennur eru tiltölulega smávaxnar, en þær tenn-
ur nota dýrin til að drepa með bráð sína og rífa hana
sundur sér til matar. Smæð þessara tanna gefur oss
nokkra innsýn í lifnaðarhætti Austurafríkumannsins og
nauðsyn hans að gera sér vopn eða önnur hjálpartæki.
Hinir risavöxnu, flötu jaxlar sýna ljóslega, að megin-
fæða hans hefur verið úr plönturíldnu, en steinrunnar
beinaleifar, sem fundust þarna á sömu slóðum taka af
öll tvímæli um, að hann lifði einnig á smávöxnum dýr-
um, ungviðum spendýra, fuglum, nagdýrum og smá-
skriðdýrum.
En hvernig mátti hann gera sér mat úr dýrum þess-
um? Framtennur hans og vígtennur voru óhæfar til að
bana þeim eða rífa sundur dýraskrokka á stærð við
kött eða kanínu. Dr. Leakey hefur sjálfur reynt að
rífa skinnið af héra með tönnum og nöglum einum
saman, en reyndist það ókleift með öllu. Svarið er því
einungis eitt. Austurafríkumaðurinn hlaut að hafa ein-
hver verkfæri í höndum, jafnskjótt og hann gerðist
kjötæta, því að annars fékk hann ekki aflað sér fæðu
né hagnýtt sér hana. Vafalítið hafa náttúrlegar stein-
flísar verið fyrstu tækin, en brátt hefur honum lærzt
að kljúfa þær sjálfur og laga þær í hendi sér, svo að þær
kæmu honum að sem beztu gagni. Meira vafamál er,
hvers vegna hann hefur horfið frá hreinni jurtafæðu
og gerzt kjötæta. En ekki er ósennilegt, að hann hafi
verið knúinn til þess að leita sér nýrra fanga, til að
seðja hungrið, vegna vaxandi samkeppni um plöntu-
fæðuna við hina risavöxnu grasbíti samtíðar hans.
En hvað fleira sýnir hauskúpa Austurafríkumanns-
ins? í ýmsum atriðum líkist hauskúpan meira nútíma-
manni en t. d. gorillaapa eða suðurafríkönsku hálf-
mönnunum, enda þótt svipur hennar sé apalegur við
fyrstu sýn. Línur andlitsins, einkum þó kinnbeinanna,
minna verulega á svipmót nútímamanns, og benda til
þess, að neðri kjálkinn, sem enn hefur ekki fundizt,
hafi verið lagaður til að bera vöðva, sem stjórna hreyf-
ingum tungunnar, og gera manninum um leið kleift að
tala. En fundur neðri kjálkans fær einn úr því skorið
hvort hér hafi verið um talandi mann að ræða. Þá eru
beinhnúðar neðan á hauskúpunni aftan við hlustar-
göngin, líkir því, sem títt er á nútímamönnum, en
gjörólíkir górillapanum og hálfmönnunum. Hauskúpu-
grunnurinn sýnir, að Austurafríkumaðurinn hefur bor-
ið höfuðið upprétt, og verið jafnvel reistari en sumir
mannflokkar nútímans. En sú staðreynd bendir aftur
á, að hann hafi haft stóran neðri kjálka og langa höku,
sem væri í fullu samræmi við annan andlitsskapnað
hans.
Eftir hauskúpunni og þeim ályktunum, sem draga
má af gerð hennar hefir kunnáttumaður dregið mynd
þá af Austurafríkumanninum, sem hér birtist. En
mjög geta menn farið nærri um andlitsfall manna eftir
beinunum einum saman. Hinir mannlegu drættir and-
litsins fá ekki dulizt, þótt ýmislegt beri á milli hans
og nútímamanna. Hið helzta er, að heilabúið er mjög
lítið og ennið lágt, mun heili Austurafríkumannsins
hafa verið allt að því helmingi minni en nútímamanna.
Þá er beinkambur upp úr hauskúpunni, svipaður og
hjá sumum öpum og hálfmönnum. Sum rándýr eru
með tilsvarandi beinkamb t. d. ljón og hýena. Á Aust-
urafríkumanninum hefir hann sennilega staðið í sam-
bandi við hina geysisterku kjálkavöðva hans.
Dr. Leakey áætlar að margumrædd hauskúpa sé af
18 ára unglingi. Þá ályktun dregur hann af því að
endajaxlarnir eru óslitnir með öllu, rétt eins og þeir
væru nýteknir. Hins vegar eru hausamótin svo vel gró-
in, að hauskúpan hlýtur að vera af eldri en 16 ára
unglingi. Vitanlega er þetta tilgáta, sem þó mun vera
mjög nærri sanni. Hins vegar leikur enginn vafi á aldri
jarðlaganna, sem kúpan fannst í. Þau heyra til fyrri
hluta Jökultímabilsins, eða eru um 600 þúsund ára
gömul.
Þær ályktanir, sem draga má af fundi þessum eru í
stuttu máli: Austurafríkumaðurinn er fulltrúi mannlegs
þróunarstigs, sem stendur nær nútímamönnum en hálf-
mönnum Suður-afríku. Erfitt er að vísu að draga
markalínu milli manna og hálfmanna aftur í mistri og
móðu fjarlægra alda, en mörkin eru sett við það
422 Heima er bezt