Heima er bezt - 01.11.1960, Qupperneq 15
Þannig hugsa menn sér Austur-Afríkumanninn með húð og hári. Heilabuið er lítið og ennið lágt. Hins vegar
hefur hann verið langleitur og sennilega með langa höku.
þroskastig, þegar maðurinn byrjar að gera sér verkfæri
til að nota í baráttunni fyrir lífinu og mótar með því
framtíðarstefnu þroska síns. Enn segir dr. Leakey:
„Það er beinlínis í krafti þeirra afreka Austurafríku-
mannsins, að hann hefur smíðað sér verkfæri, sem ég
tel hann eiga fulla kröfu á að vera talinn elzta mann-
vera jarðarinnar að minnsta kosti þangað til, að enn
eldri verkfæri kynnu að finnast.“
En þótt fundur Austurafríkumannsins sé harðla
merkilegur fer því þó fjarri, að svift sé hulunni af öll-
um leyndardómum Olduvai-gljúfurs. í berglögum,
sem liggja um 20 metrum ofar en leifar Austurafríku-
mannsins eru líkur til að geymdar séu leifar af mann-
flokki, sem hefur náð meiri fullkomnun en hann, eða
að minnsta kosti náð lengra í áhaldasmíð. í þessum lög-
um hafa fundizt kastsleggjur úr steini, sem notaðar
hafa verið til dýraveiða, og hafa gert þeim, er þær
áttu, kleift að leggja að velli stór spendýr, sem Austur-
afríkumaðurinn gat með engu móti ráðið við. Sleggjur
þessar eru af líkri gerð og enn þekkist meðal frum-
stæðustu Eskimóa og Patagóníumanna. Bera þær vitni
um óvenjulega sterkbyggða menn, jafnvel á nútíma-
mælikvarða.
Fyrst um sinn verður þó meginkappið lagt á leitina
að meiri minjum um Austurafríkumanninn, t. d. fýsir
menn mjög að finna meira af beinum hans, svo að unnt
verði að gera sér fyllri grein fyrir sköpulagi hans öllu.
Og margt fleira forvitnilegt getur komið í ljós í hin-
um 600 þúsund ára gömlu jarðlögum, sem enn hafa
einungis sýnt lítið brot þeirra leyndardóma, sem þau
geyma.
(Þýtt og endursagt.)
Steindór Steindórsson frá Hlöðum.
Heima er bezt 423