Heima er bezt - 01.11.1960, Side 16

Heima er bezt - 01.11.1960, Side 16
EINAR GUTTORMSSON FRA OSI: Minningar rrá námsárunum 1904 — 07 í Prentsmihju Odds Bj ömssonar (Niðurlag) Bruninn mikli. Klukkan rúmlega 9 að kvöldi þess 18. október 1906 var ég genginn inn á herbergi mitt til svefnfara. Eg hafði tekið með mér bók, sem ég ætlaði að líta í eftir að ég væri háttaður. Hafði ég afklæðzt öllu, nema vinstri fótar sokk. Þá drundi í brunaboðanum. Brá ég við, klæddi mig aftur í skyndi. Úti var hæg suðvestan gola, en andkait eins og oft á þessum tíma árs. Hrað- aði ég mér norður Hafnarstrætið, að Barnaskólanum gamla. Þar voru slökkvidælurnar geymdar, í kjallara hússins. Þegar ég kom þangað, var verið að taka út síðustu dæluna, mig minnir að þær væru þrjár. Hjálpaði ég til að koma henni út úr húsinu, og fylgdist með að ýta á eftir henni út að brunastaðnum. Var þá svokallað Hornhús að mestu brunnið, og eldurinn tekinn að nema Turnhúsið. I Hornhúsinu bjó meðal annarra Vilhelm Knudsen, kaupmaður, með konu sinni, Hólm- fríði Gísladóttur, ásamt tveimur börnum þeirra, pilti og stúlku. Þar starfrækti hann líka kjötbúð sína, sem á þeim árum þótti glæsilegasta búð þeirrar tegundar. Yfir dyrum hennar var stórhyrnt bolahöfuð, Iogagyllt. í Turnhúsinu var meðal annars verzlun Jósefs Jónsson- ar, föður Jóhannes^r glímukappa, en efst uppi í turn- inum leigði Karl Finnbogason, kennari, bróðir dr. Guð- mundar Finnbogasonar. Þegar við komum að eldhaf- inu, var hitinn orðinn svo mikill, að hann ætlaði mig lifandi að steikja. Hljóp ég því út í sjóinn og jós hon- um yfir mig á meðan ég var að komast austur fyrir bálið. Stutt var í vatnið, þurfti því ekki nema brot af vatnsberaliðinu til aðstoðar við slökkvistarfið. Var það til margskiptanna unz yfir lauk. Er ég var kominn aust- ur fyrir eldinn, tók ég að hjálpa til að bera út úr hús- unum, bjarga því, sem bjargað varð. Var allt borið suð- ur í fjöruna. Haldið var svona áfram niður Strandgöt- una þangað til útséð var um stöðvun brunans. Mun þá hafa verið komið niður undir Norðurgötu. Mátti heita ein samfelld röst alls kyns húsgagna og búsáhalda, sunn- an Strandgötunnar, ofan frá Glerárgötu niður að Norð- urgötu. Eins og kunnugt er af frásögninni, varð eldur- inn stöðvaður við Glerárgötu. Tókst það með því að klæða vesturstafn hússins nr. 15 í Strandgötu seglastriga eða yfirbreiðslu, sem skipstjórinn á strandferðaskipinu „Skálholti“, sem þá lá hér inni, lánaði. Eftir að seglinu hafði verið komið fyrir, beindist slökkvistarfið einkum að því að dæla á það og halda því svo blautu að eld festi ekki á því. Munaði þarna mjóu, en það tókst. Eft- ir að ég hætti að bera út úr húsunum, leysti ég einhvern vatnsbera liðann, sem stóð úti í sjónum, af hólmi, og stóð ég þar, þangað til hætt var að dæla í rústirnar. Klukkan mun þá hafa verið langt gengin 3. Á meðan ég var í vatninu, fann ég ekki til kulda, en eftir að hafa þurrt land undir fótum, fór á aðra leið. Var víst all- skopleg sjón að göngulagi mínu heim um nóttina. Ég fann ekki, að ég gengi á fótunum, en ég vissi, hvernig ég átti að bera þá til. Við bruna þennan urðu margir húsnæðislausir, þar á meðal Vilhelm Knudsen. Hann tók húsbóndi minn upp á sína arma og veitti þeirri fjölskyldu húsaskjól hálfsmánaðar eða þriggja vikna tíma. Frá mér er aftur að segja, að ég mun hafa fengið fleiður á vinstri fótar ökla, komst í það drep, og varð ég að ganga með vafinn fót langt fram á vor. Kerlingarferð. A einhverju þeirra sumra, sem ég var við prentnám- ið, kom húsbónda mínurn til hugar að fara með okk- ur, prentarana, í gönguför upp á fjallið Kerlingu, sem er vestur af Grund í Eyjafirði. Líldega hefur þetta verið síðari hluta sumars 1906. Lögðum við af stað, að liðnu hádegi, í unaðslegu veðri. Gengum við eftir vegi alllangan spöl inn fyrir bæinn. Því næst var farið að halla sér nær fjöllum. Farið t. d. um hlaðið á Klúkum. Þar var allhár steinn. Settist fyrirliðinn á steininn og fór að segja okkur sögur af Torfa á Klúkum, sem sagt var um, að hefði vitað lengra, en nef hans náði. Eigi var staðið lengi við. Gengið um garð í Víðigerði og staldrað við hjá Kristjáni Hannessyni bónda þar, föð- 424 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.