Heima er bezt - 01.11.1960, Side 17
ur Jónasar samlagsstjóra. Tóku þeir tal saman hús-
bóndi minn og hann. Hvað þeim hefur á rnilli farið
var mér ekki kunnugt, þótt geta megi sér þess til. Að
því búnu var ferðinni haldið áfram og ekki numið
staðar fyrr en nokkuð hátt uppi í hlíðum Kerlingar á
stalli einum. Sól var þá gengin til viðar, og húmblæja
aðfarandi nætur sveipaði umhverfið. Þarna var losað
um malpokana og magarnir fylltir, með hliðsjón af, að
„fullir kunna flest ráð“. Að loknum snæðingi var tek-
ið að ráða ráðum sínum. Virtist ógerlegt, úr því sem
komið var, að hefja upphlaup á hlið Kerlingar undir
nóttina, fresta heldur uppgöngunni til sólarupprásar
næsta dags. „Mennirnir þenkja, en guð ræður“. Loftið
kólnaði, nóttin myrkvaðist og jörðin döggvaðist. Kerl-
ing vafðist gráum þokuflóka niður á axlir. Oðru hverju
læddist að okkur úrsvalur norðvestan gustur. Þarna var
samt búizt um og beðið á meðan vært var. Útlitið
gerðist ekki álitlegt. Ályktun var gerð á þá leið, að þar
sem útséð væri um, að veður mundi ekki leyfa okkur
að setjast á koll Kerlingar að rnorgni, væri bezt að axla
skinn sín og leita skýlis í heyhlöðu Víðigerðisbóndans.
Að ráði þessu var horfið. Eftir að hafa látið fyrirber-
ast þar tvær til þrjár stúndir, leitaði hópurinn niður á
láglendið. Voru það rislágir menn, sem kornu labbandi
sunnan veginn og lentu heilu og höldnu, hver heirna
hjá sér, við rismál bæjarbúa.
lðnskólinn.
Eftir því sem iðngreinum fjölgaði hér í bæ og menn
urðu færari í þeim, sáu meistarar þeirra, að einhverju
varð að kosta til nemanna, svo að þeir yrðu færari að
mæta lífinu. Mun þetta hafa orðið til þess að Iðnaðar-
mannafélagið, sem að mestu eða öllu leyti hefur talið
félaga sína verktaka, hófst handa um að stofna vísi að
iðnskóla haustið 1906. Stofndagur skólans mun talinn
frá 1. október það ár. Ég þori ekki að fullyrða, hvenær
kennsla hófst í honum, nær er mér að ætla, að hann
hafi ekki tekið til starfa fyrr en eftir nýjár 1907. Mun
hann hafa staðið um það bil í tvo mánuði. Tilhögun
man ég ekki, né hvort við fengum tilsögn annan hvorn
dag. Skólinn var haldinn í Barnaskólahúsinu gamla, að
lokinni vinnu og kveldverði. Námsgreinar voru fjórar:
Islenzk málfræði, reikningur, fríhendisdráttlist og bók-
færsla. Mig minnir að öllum nemunum væri kennt í
einni stofu, ldukkustund hvert sinn, eða tvær nárns-
greinar á kvöldi. Kennarar voru: Séra Jónas á Hrafna-
gili, þá stundakennari við Gagnfræðaskólann, kenndi
hann íslenzkuna. Karl Finnbogason kenndi reikning.
Teiknikennari Gagnfræðaskólans, Stefán Björnsson,
kenndi dráttlist og Hannes Ó. Magnússon, síðar Berg-
land, kenndi bókfærslu. Eftirlitsmaður var Páll Jóns-
son, síðar Árdal. Fór hann síðastur úr húsinu hverju
sinni. Ég minnist þess enn úr íslenzku-tíma. Við vor-
um í fornöfnunum. Hafði þá séra Jónas yfir eftirfar-
andi klausu, til að sýna okkur áferð tungunnar, ef for-
nöfnin féllu úr málinu: Barnið lofaði föður barnsins,
að barnið skyldi bæta barnið, en af því að barnið lof-
aði föður barnsins að það skyldi bæta barnið, gladdist
faðir barnsins mikillega. Yfirleitt þótti mér lærdómur
þessi skemmtilegur, nema dráttlistin. Fyrir henni voru
mér lokuð augu, þótt ég tæki þátt í henni allan tímann.
Aparnir.
Á rneðan höfundur pistlanna í „Gjallarhorni“ „Á
ferð og flugi“, var í siglingunum, kom frá honum
sending til föður hans eða bróður. Sending þessi var
mjög fágæt, svo sjaldgæf, að ég hef hvorki fyrr né
síðar séð aðra eins. Voru það tveir apar, annar stálgrár
en hinn móbrúnn. Munu þeir hafa verið urn 25—30
sm. á lengd með halanum. Veit ég ekkert, hvað um þá
varð. Gerði ég mér ferð einn sunnudag að sjá tilburði
þeirra. Voru þeir þá í garði hjá húsi Guðmundar læknis
Hannessonar. Þeir sýndu fimleika sinn og færni. HIupu
eftir trjágreinum, tóku tappa úr glösum, sátu á aftur-
loppunum og leituðu hvor öðrum lúsa. Meira að segja,
skemmti læknirinn sér kostulega við að láta þá sitja
á öxlum sér og grufla í hári sínu. Var undrunarvert
að sjá þá greiða hár frá hári í þeirri leit. Sjá þessa litlu,
fimu, hárlausu fingur á öllum útlimum, og snöggu and-
litin í loðnum feldinum. Þeir voru afar bráðlyndir.
Þætti þeim miður, urðu þeir ekki frýnilegir, annars
ekki ófríðir, kátir og fjörugir.
Kvikmyndir.
Veturinn 1905 átti ég kost á að sjá lifandi myndir.
Einhver maður, sennilega sunnan úr Reykjavík, kont
með þessar myndir, til að sýna þær íbúum Akureyrar-
kaupstaðar. Hafði hann fjórar myndir meðferðis og
ætlaði að sýna þær á fjórum kvöldum. Aðgangur átti
að kosta 50 aura í hvert skipti, eða 2 krónur á allar
sýningarnar. Ég heyrði mikið um þetta talað. Það kitl-
aði skemmtanafýsn mína og forvitni. Ég átti engar tvær
krónur. Von átti ég á föður mínum hingað inneftir
fyrir þessar sýningar. Hann var akkerið, sem ég treysti
á. Hann ætlaði ég að biðja um peningana. Þess skal
getið, að um þær mundir varð ég fyrir trúarlegum
áhrifum. Mér var ráðlagt, að ég skyldi spyrja föður-
inn, sem á himnurn er, hvort ég gerði rétt í því að
biðja föður minn á jörðunni þessarar peningagjafar.
Þetta sama kvöld, í einrúmi hugans, steig upp bæn til
himnaföðurins og hann beðinn að tjá mér vilja sinn.
Síðan sofnaði ég. Ég man ekki, að mig dreymdi neitt,
sem í frásögur væri færandi, en löngun til kvikmynda
var kulnuð til fulls, er ég reis úr rekkju að morgni. Til
viðbótar atviki þessu, skal það tekið fram, að kaup mitt
á mánuði var 10 krónur, fæði og húsnæði 18 krónur
og eftirvinnukaupið 15 aurar á klukkustund. Þetta er
til skýringar þeim, sem aldrei hafa haft að segja af svip-
uðum kjörum.
Þá hef ég lokið þessum minningabrotum mínum, og
þótt sumt af þeim komi ekki beinh'nis prentnáminu né
prentsmiðjunni við, þá skeði þetta á námsferli mínum,
á rneðan ég starfaði undir stjóm Odds Björnssonar,
prentsmiðjustjóra.
Heima er bezt 425