Heima er bezt - 01.11.1960, Qupperneq 18
RITSTJÓRI
Konun
sins —
(Niðurlag).
Tregasteinn
Þegar ég kom að Seljalandi fyrir tæpum 30 árum,
gekk ég upp að Tregasteini, ásamt fjórurn ungmeyjum,
sem þar voru gestkomandi. Gamla konan á Seljalandi
hafði þá nýlokið við að segja mér sorgarsöguna um
steininn. Veður var kyrrt og hlýtt og „kvöldblærinn
lognværi“ lá yfir dalnum. Sagan sorglega var vakandi í
huga mér, og mér fannst sem ég væri að rekja spor
konunnar harmi lostnu, sem fyrir mörgunt áratugum
eða öldum þaut þessa sömu leið með örvæntingarhraða
í von um að bjarga barni sínu úr klóm arnarms, og ég
varð þess ekki mjög var, hve leiðin er brött og erfið.
En nú í sumar, er ég kom þarna aftur á fornar slóðir,
hinn 28. júlí, fannst mér leiðin bæði brött og erfið.
Margt getur breytzt á þremur áratugum. Nú var
skuggaþykkni yfir Svörtubrún og vindur allhvass á
austan. Engar gjafvaxta meyjar prýddu nú hópinn.
Þrír áratugir taka líka sinn skatt af fullorðnum manni
og æskuprúðum meyjum, og ekki er víst að gangan
hefði nú orðið jafn létt þessum sama hópi, þótt kvöld-
kyrrðin og vorilmurinn hefði verið hinn sami og fyrir
þremur áratugum.
í þessari ferð að Seljalandi í sumar, hitti ég að máli
húsbóndann, Kristján Magnússon, sem áður er getið
og einnig móður hans, Hólmfríði. Sagði Hólmfríður
mér, að þegar hún var barn að aldri á Hóli, hefði sér
verið sagt, að föðurbróðir hennar, Jón Jónsson á Hóli,
hefði klifið Tregastein og steypt þar undan erni (þ. e.
grandað ungunum), sem lagzt hefði á unglömb í daln-
um. Voru þeir tvíburar Teitur faðir Hólmfríðar og
Jón, sem klettinn kleif. Sagði hún að Jón þessi hefði
verið annálaður klettamaður, sem oft hefði bjargað
kindum úr sjálfheldu í klettum.
Elólmfríður er fædd árið 1876, og mun því Jón þessi,
föðurbróðir hennar, hafa gengið á Tregastein á árun-
um 1860—1875, Síðan hann steypti undan erninum í
Tregasteini, vita menn ekki til að örn hafi orpið þar.
Sagt er að kló af öðrum arnarunganum hafi verið
handfang á taug í smiðjubelg á Hóli fram á síðustu
áratugi. Þótti þessi ferð Jóns upp á Tregastein hin
niesta frægðarför.
Kristján á Seljalandi segir, að mjög erfitt sé að klífa
Tregastein, og aðeins hægt á einn veg. Hann þekkir þó
7—10 menn, sem þetta hafa afrekað hin síðustu ár, og
sjálfur gekk hann á Tregastein fyrir 28 árum ásamt
Oskari Sumarliðasyni úr Búðardal. Sá hann þá greini-
lega leifar af arnarhreiðri á hallandi fleti uppi á toppn-
um. En arnarhreiður eru dyngjur stórar, gerðar úr
birkilurkum, tágum, kvistum, stórgerðu grasi og ýmsu
rusli. Kristján sagði að dyngjan hefði verið mjög vax-
in mosa og grasi, en mjúk undir fæti er hann steig
ofan í hana.
Ég mun nú víkja sögunni frá Tregasteini og þeim
sorgar-atburði, er við hann er tengdur, en bæta hér
við einni sögu um örn, sem ég hef einhvern tíma lesið.
Sagan á að gerast í Ameríku, þar sem ernir eru miklu
stærri en hér á Islandi.
En sagan er þannig sögð: