Heima er bezt - 01.11.1960, Side 21
veit ég þar er margt að finna.
Eg vil reyna
eitthvað nýtt,
því ég veit að allir elska kaupakonur.
Og í jeppa
oft vil skreppa,
ýmislegt mun gerast þar um sumarkvöldin.
Þó með einum,
oft í leynum
ein ég fari það mig skaðað getur ekki neitt.
Og mig dreymir
oft um það,
sem þar gerist, þegar sólin
rennur síðla bak við fjöllin
því að sveitin er engu lík.
Um Ijósa nótt við leiðumst okkar veg,
við lækinn bak við ásinn, þú og ég,
og hvað þar verður hvíslað veit ei neinn,
nema lækurinn einn,
hann hlustar einn.
Ég vil fara
upp í sveit,
þar í sumar vil ég vinna,
veit ég þar er margt að finna.
Ég vil reyna
eitthvað nýtt,
því ég veit að allir elska kaupakonur.
Og í jeppa
oft vil skreppa,
ýmislegt mun gerast þar um sumarkvöldin.
Þó með einum,
oft í leynum
ein ég fari það mig skaðað getur ekki neitt.
Og mig dreymir
oft um það,
sem þar gerist, þegar sólin
rennur síðla bak við fjöllin
því að sveitin er engu lík.
Upp til heiða,
inn til dala
liggja okkar tveggja spor.
Að lokum er hér lítið ljóð, sem heitir: „Hún bíðnr
þtn“. Höfundur er Kristján frá Djúpalæk. Lagið er
eftir Svavar Benediktsson, en Alfreð Clausen hefur
sungið Ijóð og lag á hljómplötu.
Þú varst svo elskur að ægi,
ungur og reikaðir löngum
þögull við sólgullinn sæinn
og sást inn í drauma lönd.
Þar bárust á blaktandi seglum
bátar og skip yfir hafið.
Útþráin óx þér í hjarta
á afskekktri strönd.
Loks stóðst þú við stýri og kvaddir
strönd þinnar bernsku og sigldir
hraðbyr á hamingju-slóðir
og hugur í brjósti þér hló.
Og voðirnar vindurinn fyllti,
vögguðu fleyinu öldur.
Síðkvöldið sólrauðu skini
á seglin þín sló.
En sú, er þú síðasta kvaddir
situr á ströndinni heima,
biðjandi sæfara byrjar,
og bíðandi eftir þér.
Gleym eigi henni, er gullhár
greiðir við sólarlag hafmey.
O, hald þínu skipi til hafnar,
er hausta fer.
Hún bíður þín,
hún bíður þín.
Enn vantar mikið á að öllum bréfum sé svarað, en
þetta verður að nægja um sinn.
Stefán Jónsson.
• • VILLI.......
Heima er bezt 429
4