Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1960, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.11.1960, Qupperneq 24
komandi nóttu. Rétt við kjallaradyrnar eru tvö börnin að leika sér, en Nonna litla vantar. Ragna og frú Eygló ganga saman út fyrir húsið, en þar stendur Nonni litli einn og grætur. — Af hverju ertu að gráta, Nonni minn? spyr Ragna blíðlega. Drengurinn iítur tárvotum augum á móður sína. — Pabbi keypti enga skó handa mér. Af hverju gerði hann það ekki? Ragna svarar þessu aðeins með þungu andvarpi. En frú Eygló lítur á fætur drengsins og sér, að hann hefur fulla þörf fyrir nýja skó. Hún strýkur hönd sinni hlýtt um vanga Nonna litla og segir glaðlega: — Ég skal koma með nýja skó handa þér strax á mánudagsmorguninn, Nonni minn, en fyrr get ég eltki keypt þá handa þér, því á morgun er sunnudagur. Drengurinn brosir í gegnum tárin. — Ætlar þú að gefa mér nýja skó? — Já, vinur minn, það ætla ég að gera. Frú Eygló kveður síðan Rögnu og börnin innilega og hraðar sér heim til manns síns. Hún segir honum ferðasöguna og samtalið við Hall. Þeim hjónum er það báðum Ijóst, að hér er erfitt viðfangsefni fyrir hönd- um. En þau þekkja líka þann almátt, sem öllu er yfir- sterkari, og ungu prestshjónin eiga sameiginlega bænar- stund fyrir þessu ógæfusama heimili. Hallur reikar einn niður stræti borgarinnar í leit að gömlum félögum. Hjá þeim ætlar hann að fá meira áfengi. En samtalið við frú Eygló varir enn sem óljós draumur í vitund hans, og það hefur skilið þar eftir eitthvað, sem áfengisvíman getur ekki þurrkað burt með öllu. Eitthvað sem snertir viðkvæma strengi. Hall- ur greikkar sporið. Hann verður að ná sér í meira áfengi.------- Sólskinslaus og þungbúinn mánudagsmorgunn færist yfir borgina. Allt líf rís af svefni næturinnar og kallar til nýrra starfa í gráum hversdagsleika. Hallur vaknar af þungum svefni og skimar sljóum augum kringum sig. Hann sér ekki konu sína í stofunni, en börnin hans sofa þar enn. Hann lítur á klukkuna, og honum er ljóst, að það er komið langt fram yfir þann tíma, sem hann ætti að vera kominn til vinnu sinnar. Gamla sagan end- urtekur sig, fyrsti vinnudagur vikunnar er glataður. Hallur liggur kyrr. Hann hefur komið nokkuð seint heim í gærkveldi, en þó var Ragna á fótum, þegar hann kom heim. En hvað gerðist svo? Barði hann Rögnu virkilega? Er hann þá orðinn það ómenni að leggja hendur á konuna sína? Nei, það hlýtur að vera ljótur draumur. Honum líður hræðilega illa. Hann þjáist af þorsta, og höfuðið er fullt af kveljandi timburmönnum. Hann þreifar eftir vatnsglasi, sem stendur á stól við legubekk- inn, og teygar úr því í botn. Hann getur naumast hreyft höfuðið frá koddanum, og maginn herpist sund- ur og saman eins og af krampadráttum. Ó, hve honum getur liðið illa. Hann rennir augunum yfir börnin sín, sem sofa enn værum svefni, og ný sársauka-alda rís í sál hans. Við rúm Nonna litla liggja ónýtir skógarmar beint andspænis honum, og Halli finnst sem skóræflarnir hafi augu og horfi ásakandi á sig. Er hann að verða eitthvað skrítinn? Atburðirnir frá síðastliðnu laugardagskvöldi þyrpast fram í vitund hans, og hann man þá nú svo skýrt og greinilega. Ragna bað hann að kaupa skó handa Nonna litla, en hann svaraði því engu, og gerði það heldur ekki. Hann fékk greidd vinnulaun sín, og þá hefði hann getað keypt skó handa drengnum, ef freistingin í áfengið hefði ekki orðið föðurskyldunni ofurefli. Drengurinn hans má ganga berum fótum, og kannske blóðugum, en hann, faðirinn, liggur ofurölva. Hall hryllir við þeirri hugarsýn. Svona mikill ræfill er hann þá orðinn. Hann stynur af sálarkvöl. Er hann þá alveg glataður maður? — Enginn er svo djúpt fall- inn, að hann geti ekki byrjað nýtt líf, ef nægur vilji er fyrir hendi. — Þessi orð ókunnu konunnar sem stödd var á heimili hans, þegar hann kom heim síðastliðinn laugardag, líða nú skyndilega fram í vitund hans, og mynd frú Eyglóar stendur honum skýrt fyrir hugar- sjónum. Hún var dálítið óvenjuleg kona, eitthvað svo mild og hlýleg. Og hún ræddi svo vingjarnlega við hann, þó að hann væri drukkinn. Það var ekki hægt að finna að hún hefði neina óbeit á honum. Skyldi hún aldrei koma aftur á heimili hans? Líklega ekki. Henni hefur sjálfsagt ekki þótt það neitt glæsilegt. Engin almennileg manneskja vill eiga vinskap við hann, engin sem hann getur opnað sitt sundurkramda og spillta hjarta fyrir, og fundið skilning og hugsvölun hjá. Nei, hann er svo mikill ræfill, glataður ógæfumað- ur. Líkamlegu þjáningarnar eru sárar, en kvöl sálarinn- ar óbærileg. Hallur stynur eins og fárveikur maður og grúfir andlit sitt niður í koddann. Yngsta barnið vaknar og byrjar að hjala við lítinn sólargeisla, sem leikur um þilið fyrir ofan rúmið þess. Hallur heyrir eins og í draumi hið létta og glaða hjal barnsins síns, og það lætur í eyrum hans sem ný ásak- andi rödd. Blessað litla saklausa barnið hans, það veit ekki enn, hvernig föður það á. — Hallur brestur í grát. Ragna kemur hljóðlega inn í stofuna og nemur stað- ar við legu bekk manns síns. — Ertu vaknaður, Hallur? spyr hún lágt. — Já, svarar hann án þess að líta upp. — Það er kominn hingað gestur. — Hver er það? — Frú Eygló, konan sem var stödd hérna hjá mér, þegar þú komst heim á laugardaginn. Þú manst eftir henni? — Já- — Má ég ekki bjóða henni hingað inn í stofuna, þó að þú sért ekki kominn á fætur? — Jú, bjóddu henni hingað inn. Hallur reisir andlit- ið frá koddanum. Börnin eru öll vöknuð, en liggja kyrr í rúmum sínum og bíða þess, að móðir þeirra segi 432 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.