Heima er bezt - 01.11.1960, Side 25
þeim að klæðast. Ragna hraðar sér fram úr stofunni
aftur án þess að ávarpa börnin, og sækir gestinn, sem
bíður í eldhúsinu.
Frú Eygló kemur þegar inn í stofuna ásamt Rögnu
og býður glaðlega góðan dag. Síðan gengur hún að
rúmi Nonna litla og réttir honum nýja skó.
— Gerðu svo vel, vinur minn, hér koma skórnir
handa þér, segir hún brosandi. Drengurinn tekur við
gjöfinni, þýtur svo upp í fang frú Eyglóar og faðmar
hana að sér í heitum, barnslegum fögnuði.
— Mikið ertu góð! eru einu orðin, sem varirnar tjá,
en þakklætið felst í atlotum hans. Frú Eygló faðmar
drenginn blíðlega og nýtur gleði hans og þakklætis. En
svo snýr hún sér að hinum bömunum og gefur þeim
báðum peninga fyrir nýjum skóm, hún ætlar ekki að
gera upp á milli barnanna.
Hallur hefur fylgzt með gjörðum frú Eyglóar, síðan
hún kom inn í stofuna, og hann getur ekki annað en
dáðst að henni. En sektartilfinning hans sjálfs verður
enn sárari en áður. Þessi ókunnuga kona hefur þá kom-
izt að því, að drenginn vantaði skó, og henni er líka
sjálfsagt ljóst, hver ástæðan var fyrir því, — faðirinn
mat það meira að kaupa sér áfengi heldur en gefa
barninu sínu skó á fæturna. Hallur stynur sárlega.
Mikill ræfill hlýtur hann að vera í augum þessara
ókunnugu konu.
Frú Eygló gengur því næst að legubekknum til
Halls og heilsar honum með hlýju handabandi.
— Ég þakka þér fyrir börnin mín, segir hann við-
kvæmt og dapurlega og þrýstir hönd hennar.
— Það er ekkert að þakka, svarar frú Eygló glaðlega.
Ragna býður gestinum sæti, og frú Eygló sezt. Síð-
an fer Ragna með börnin fram í eldhús, þar ætlar hún
að hjálpa þeim til að klæðast, því hún vill að frú
Eygló ræði við Hall í einrúmi að þessu sinni.
í fyrstu ríkir þögn í stofunni. Hallur og frú Eygló
virða hvort annað fyrir sér í djúpri athygli. Frú Eygló
er það ljóst, að Hallur þjáist, en Halli finnst sem sval-
andi friður stafi frá þessari ókunnugu konu. Ragna
var heppin að eignast hana fyrir vinkonu, en hvar hafa
þær kynnzt? Og hver er hún þessi kona? Hann þráir
að ræða við hana, en hann kemur sér ekki að því að
hefja samræður. Niðurlæging hans er svo takmarkalaust
djúp og sár í hans eigin vitund.
Frú Eygló rýfur brátt þögnina og segir glaðlega:
— Ég er nokkuð snemma á ferð, ég geri þér ónæði,
Hallur.
Hann andvarpar raunalega. — Nei, síður en svo, frú
mín. Það er víst fyrir löngu kominn fótaferðartími hjá
öllu heilbrigðu fólki.
— Ertu þá sjúkur, Hallur?
Hann lítur á frú Eygló án þess að svara með orðum,
en hin djúpsára kvöl sem logar í augum hans nægir
henni sem svar við spurningu hennar.
— Er ekki hægt að gera eitthvað fyrir þig? spyr hún.
Hann hristir höfuðið. — Þú komst hingað síðastlið-
in laugardag, frú mín. — Þá sástu ástand mitt.
— Já, ég sá það.
— Þetta eru afleiðingar þess og. ... setningin endar
í sáru andvarpi.
Frú Eygló finnur, að nú er tækifærið komið til þess
að ræða vandamálin við Hall, og nú má hún ekki bregð-
ast köllun sinni. Hún lítur hlýjum augum á hann og
segir:
— Já, þú sagðir mér á laugardaginn, þegar við rædd-
um hér saman, að eftirköst áfengisneyzlunnar væru
síður en svo góð, og mér er ljóst, að það er mikið rétt.
En með Guðs hjálp og einbeittum vilja getur þú Iosað
þig undan því oki, Hallur.
— Ekki held ég það, ég er svo djúpt fallinn, glataður
maður, en það gerir lítið til með mig. Það er Ragna
og börnin, ég eyðilegg líf þeirra með þessu framferði,
og það kvelur mig.
— Já, Hallur, og það kvelur þig, þess vegna ertu
mikið betur á vegi staddur, en þú heldur sjálfur, því
þeirra vegna finnur þú, að þú verður að byrja nýtt líf,
og það er enginn svo djúpt fallinn, að hann eigi ekki
uppreisnar möguleika.
— En hvernig á ræfill eins og ég að geta aftur orðið
að nýtum manni?
— Eigir þú einlægan vilja og biðjir Guð að hjálpa
þér til að byrja nýtt líf, þá áttu sigurinn alveg vísan.
— Ég að biðja Guð! Ég er fyrir Iöngu kominn svo
óralangt burt frá honum.
— En hann er vissulega ekki langt frá þér, manstu
ekki eftir dæmisögu meistarans mikla um glataða son-
inn, sem sneri aftur heim, og hvaða viðtökur hann
fékk hjá föðurnum góða?
— Jú, ég kunni þá sögu í æsku, en hún er nú víst að
mestu gleymd, eins og flest annað gott, sem ég lærði
þá.
— Rifjaðu hana upp, Hallur, og hugleiddu þann boð-
skap, sem hún hefur að færa, og þá muntu sjá lífið í
nýju ljósi.
Hallur drekkur ósjálfrátt í sál sína orðin af vörum
frú Eyglóar, og þau leysa þegar úr læðingi barnslegar,
viðkvæmar kenndir í djúpi vitundar hans. Hver er hún
þessi ókunna kona, sem á slíkan undramátt með orðum
sínum? og hann spyr:
— Hver ert þú, með leyfi, frú Eygló?
— Ég er bara ósköp venjuleg kona. Maðurinn minn
er prestur hér í borginni, segir frú Eygló.
— Prestsfrú! Og þú ert svona lítillát að koma hingað
og ræða við mig.
— Það þarf ekkert lítillæti til þess, Hallur, við erum
öll bræður og systur, sem byggjum þessa jörð.
Hallur horfir undrandi á frú Eygló, svona fallega
hefur enginn talað við hann fyrr, nú hefur hann loks
fundið það, sem sál hans þyrsti eftir, skilning og vinar-
hug. En frú Eygló heldur máli sínu áfram og segir:
— Næsta sunnudag býð ég þér ásamt fjölskyldu
þinni til hádegisverðar með okkur hjónum á heimili
okkar.
Hallur verður enn meira undrandi. — Ég þakka þér
Heima er bezt 433