Heima er bezt - 01.11.1960, Page 26
fyrir, en heldur þú að maður eins og ég geti setið há-
degisverðarboð í ókunnugu húsi?
— Já, það held ég. Á mínu heimili eru allir skoðaðir
sem bræður, vinir og jafningjar.
— En ég veit ekki einu sinni, hvar þú býrð.
— Það skiptir ekki máli. Við hjónin komum hingað
í bifreið og sækjum ykkur, ef þú vilt veita okkur þá
ánægju að þiggja þetta boð mitt.
— Eg get ekki svarað þessu nú, en ég þaltka þér
hjartanlega fyrir komuna hingað í dag.
— Það er ekkert að þakka, Hallur, þú manst að ég
hef boðið þér ásamt fjölskyldu þinni til hádegisverðar
næstkomandi sunnudag, og þú hugleiðir svo svar þitt
til helgarinnar. Ég skal minnast þín með bæn til Guðs.
Frú Eygló rís á fætur og réttir Halli hönd sína. Hann
tekur fast um hönd hennar og þrýstir hana innilega.
En þakklæti hjartans fyrir síðustu orð hennar deyja í
klökkva á vörum hans.
Frú Eygló finnur í þögninni, hvað Halli líður, og
fleiri orð eru óþörf. Hún kveður hann með hlýju hand-
taki og gengur síðan hljóðlega fram úr stofunni. Er-
indi hennar er lokið að þessu sinni, og það hefur ekki
orðið með öllu árangurslaust.
En Hallur grúfir andlit sitt niður í koddann og lok-
ar augunum. Þessi góða kona ætlar að biðja fyrir hon-
um, glataða syninum, og sú hugsun gerir hann svo
barnslega klökkvan, að hann grætur sig að lokum í
svefn.
Dagamir líða. Hallur stundar vinnu sína að venju,
og allt gengur sinn vana gang á heimilinu. En í sál
hans er hörð barátta hafin. Þau áhrif sem frú Eygló
vakti hjá honum, skapa þar öldurót mikið. Þau knýja
stöðugt á hið viðkvæmasta í vitund hans og kalla hann
í fullri alvöru til reikningsskila við skyldur lífsins og
eigin samvizku. Hallur þráir að byrja nýtt líf, hefur
aldrei þráð það heitar en nú, en er það mögulegt fyrir
hann? Honum er ljóst, að um tvennt er aðeins að velja:
Nýtt heilbrigt líf frá grunni, eða algera eymd.
Samtalið við fréx Eygló er sem skráð í vitund hans,
hvert orð hennar, og hann finnur stöðugt hinn milda
undramátt þeirra orða fara um sál sína eins og knýj-
andi afl, sem aldrei lætur hann ósnortinn. Á hann að
neita sér um alla áfengisneyzlu yfir næstu helgi og
fara með fjölskyldu sinni í hádegisverðarboð frú
Eyglóar? í undirvitund sinni finnur hann sterka löng-
un til að gera þá tilraun. Það myndi lyfta honum upp
og færa honum þá vissu, að enn gæti hann komið fram
sem siðuðum manni sæmir. En fyrsta skilyrðið fyrir
því, að hann geti látið sjá sig í ókunnu húsi, er áð vera
allsgáður. Þiggi hann nú hins vegar ekld boð frú
Eyglóar, má hann búast við því að glata þar með hlý-
hug hennar og skilningi, en því vill hann alls ekki
glata. Baráttan er hörð í sál Halls.
Síðasta vinnustund vikunnar er á enda. Hallur legg-
ur frá sér verkfærin og gengur inn í skrifstofu vinnu-
veitanda síns til þess að taka við verkalaunum vikunn-
ar, en þau eru aðeins fyrir fimm daga að vanda. Hall-
ur fær greidd laun sín og hraðar sér síðan út. Blóðið
tekrn* að ókyrrast í æðum hans. Garnla tilfinningin,
sem vön er að vakna hjá honum um þetta leyti á laug-
ardögum, þegar vinnulaunin eru komin í vasann, brýzt
nú fram í sál hans jafnsterk sem fyrr, og rænir hann
öllum friði. Hann reikar af stað og heldur heimleiðis.
Áfengisverzlunin stendur við götuna, þar sem leið hans
liggur um, og hún er opin. Freistingin blasir við hon-
um. Hann er kominn á móts við dymar og hægir þeg-
ar ferð sína. Hann sér að menn streyma þar út og inn,
og enginn fer tómhentur þaðan út aftur.
Hallur nemur staðar á götunni og horfir niður fyrir
sig um stund. Á hann að fara inn í áfengisverzlunina
og kaupa sér eina flösku? Hann þjáist af löngun til
þess. En á þessari stundu rís eitthvað nýtt í vitund
hans, sem spyrnir á móti freistingunni, og falli hann
nú, bíður hann sinn stærsta ósigur. Síðustu orð frú
Eyglóar hljóma skyndilega í sál hans: — Ég skal minn-
ast þín með bæn til Guðs. — Þessi góða kona hét því
að biðja fyrir honum, og heima bíður hans konan hans
og bömin eftir því, að hann komi til þeirra. Ætlar
hann svo að eyðileggja Iíf ástvina sinna, um leið og
hann glatar sjálfum sér?
(Framhald).
Bréfaskipti
Valur Ingólfsson, Dal, Grenivik, S.-Þing., óskar að komast í
bréfasamband við pilta og stúlkur á aldrinum 12—13 ára.
Stefania Stefánsdóttir, Þiljuvöllum 31, Neskaupstað, óskar
að komast í bréfasamband við pilta og stúlkur á aldrinum
13—15 ára.
Guðný Oskarsdóttir, Þiljuvöllum 30, Neskaupstað, óskar
að komast í bréfasamband við pilta og stúlkur á aldrinum
13—15 ára.
Margrét Jónsdóttir, Hvítanesi, Vestur-Landeyjum, Rang.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur 13—16 ára.
Dóra Jónasdóttir, Strandarhöfða, V.-Landeyjum, Rang.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur 13—16 ára.
Sigurbjörn Eiður Arnason, Hallbjarnarstöðum, Tjörnesi,
S.-Þing., óskar að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku
á aldrinum 13—16 ára. Ahugamál: Frímerkjasöfnun.
Kristborg Björgvinsdóttir, Krossgerði pr. Djúpavog, S.-Múl.,
óskar eftir bréfaskiptum við 12—14 ára böm.
Einar Björgvinsson, Krossgerði pr. Djúpavog, óskar eftir
bréfaskiptum við 11—13 ára börn.
Guðlaug Olafsdóttir, Víðihóli, Fjöllum, N.-Þing., óskar að
komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 13—15
ára.
Sigriður Kr. Bjarnadóttir, Haga, Þingi, A.-Hún., óskar að
komast í bréfasamband við 12—14 ára pilta.
Björg Bjarnadóttir, Haga, Þingi, A.-Hún., óskar að komast
í bréfasamband við pilta 16—18 ára.
Asta Kristjánsdóttir, Steinnýjarstöðum, Skagaströnd, A.-
Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 20—25
ára. Æskilegt að mynd fylgi.
434 Heima er bezt