Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 4
PÁT.T, GÍSLASON: Ingibjörg á Ingibjörg Jónsdóttir ci' fædd að Tunguhaga í Valla- hreppi 10. marz 1901 og var yngsta barn hjónanna Jóhönnu Stefánsdóttur og Jóns Péturssonar, sem þar bjuggu allan sinn búskap, sem raunar varð ekki langur, því að Jón bóndi dó á bezta aldri, um fertugt, úr lungnabólgu og var jarðsettur á afmælisdag Ingi- bjargar þegar hún varð 4 ára. Þau hjónin voru af fátæku foreldri komin og höfðu ekki safnað auði í búskap sínum, enda alltaf leiguliðar með mörg börn. Brá ekkjan því búi. Elzti sonurinn Stefán var þá svo úr grasi vaxinn, að hann réðst í vinnu- mennsku og hafði móður sína hjá sér og 2 yngstu böm- in í húsmennsku svokallaðri. Mun húsmennskuvist þessi Ingibjörg á Vaðbrekku. Vaðbrekku hafa verið lægsta þrepið í þjóðfélagsstiganum og þeir sem þar voru staddir átt færri kosta völ en allir aðrir, að hreppsómögum undanskildum, sem venjulega voru frekar taldir með dýrum en mönnum. Fór þessu fram um hríð, að þau dvöldust við þessi kjör á ýmsum bæj- um á Völlum og í Skriðdal unz Stefán dó — einnig úr lungnabólgu. Fluttist Jóhanna þá með hala sinn til Eski- fjarðar og tók að sér húshald fyrir Kristján son sinn, sem þangað var fluttur nokkru áður og stundaði sjó. Þegar hér var komið sögu var Ingibjörg orðin 12 ára og hafði þá enga fræðslu hlotið nema þá sem greind og fróð móðir hafði veitt henni sem öðrum börnum sínum. Hins vegar mun henni hafa veitzt hlutdeild í öllum venjulegum sveitastörfum og án þess henni væri reiknað það til tekna. Á Eskifirði mun í þann tíð hafa þekkzt stofnun með nafninu barnaskóli og fékk hún þar sína fyrstu og einu skólagöngu. Geta má þó þess, að um þessar mundir dvaldi á Eskifirði, einn vetur, Riohard Beck, nú háskólakennari í Ameríku, þá ný- bakaður stúdent. Tók hann unglinga í tímakennslu og naut Ingibjörg þar góðs af. Um það leyti sem Ingibjörg kom til Eskifjarðar voru þar búsett hjónin Guðlaug Einarsdóttir og Guðmund- ur Jóhannesson. Guðmundur rak verzlun og var heimili þeirra hjóna rómað fyrir gestrisni og mvndarbrag. Um 16 ára aldur réðist Ingibjörg til þessara hjóna og var í þeirra þjónustu að mestu óslitið þar til hún stofnaði sitt eigið heimili. Vann hún sér hylli og traust þessara heiðurshjóna, sem urðu henni sem beztu foreldrar og héldu tryggð við hana þó leiðir skildu. Minnist Ingi- björg þeirra með þakklæti og virðingu. Árið 1922 giftist Ingibjörg Aðalsteini Jónssyni frá Fossvöllum og hófu þau þá um vorið búskap á Vað- brekku í Hrafnkelsdal. Aðalsteinn var þá búinn að kaupa þá jörð og búpening með. Var þar í stórt ráðizt af efnalausum manni og mun meira hafa ráðið bjart- sýni og trú á landkosti, sem heldur ekki brugðust. Næstu ár urðu gömlum og grónum bændum þung í skauti, hvað þá frumbýlingum með þunga skuldabyrði. Verðbólgualda hafði risið á styrjaldarárunum, nú hjaðnaði hún niður og miklu meira en það. Verð land- búnaðarvara hélt áfram niður á við þar til það nálg- aðist núllið og kreppan sálaða gekk í garð. Samtímis þessu varð sauðfénaður haldinn sjúkdómum óskiljan- legum svo hann mátti trautt rísa, enda þótt árgæzka væri hin mesta. Þetta vandamál hafði bóndinn mest 40 Heima er bezt -

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.