Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 22
bátnum og setti stórt gat á byrðinginn. Höggið var ekki meira en það, að mennirnir urðu þess aðeins varir, en samstundis seig báturinn að framan. Mennirnir voru handfljótir að draga að sér kænuna og snara sér út í hana, og mátti þar engu muna, því að báturinn stakkst í djúpið. Báðir voru mennirnir ósyndir, og hefðu þeir vafalaust báðir drukknað, ef þeir hefðu ekki verið með litla bátinn, — og þó var örskammt upp í næstu eyju. Þriðja sagan heitir: Uximi sóttm í eyjar. Olafseyjar heita eyjar tvær, sem liggja skammt frá landi undan Skarði á Skarðsströnd. Er svo að sjá sem þær hafi einhverntíma verið byggðar, og heitir önnur eyjan Hóley, en hin Bæjarey. A Söguöldinni lágu eyjar þessar undir Reykhóla, en síðar hafa höfuðbólin Skarð og Reykhólar skipti á eyjum. Akureyjar, sem áður Iágu undir Skarð, urðu eign Reykhóla, en Skarð eignaðist Ólafseyjar. í Grettissögu er þessi saga sögð: Á Reykhólum bjó á Söguöldinni mikill höfðingi, er Þorgils hét Arason. Grettir var sekur orðinn, en dvaldi um vetrartíma á Reykhólum í skjóli þessa héraðshöfð- ingja, ásamt þeim fóstbræðrum Þorgeiri og Þormóði. Voru þeir allir miklir garpar, eins og sögur greina frá. Þorgils bóndi átti uxa góðan úti í Ólafseyjum og vildi hann nálgast uxann fyrir jólin. Hann bað þá fé- lagana þrjá, að fara og sækja gripinn. Frá Reykhólum er all-langt út í Ólafseyjar, eða um hálf önnur vika sjávar. Þeir sigldu út flóann og höfðu byr góðan. Þegar út í eyjarnar kom spurði Grettir, hvort þeir fóstbræður vildu heldur leggja lit uxann eða halda skipinu. Þeir báðu Gretti halda skipinu. Hann stóð við mitt skipið á það borð, er frá landi horfði, tók honum sjórinn undir herðablöðin, og hélt hann skipinu, svo að hvergi sveif. Þeir fóstbræður lögðu út uxann og tók Þorgeir undir uxann að aftan, en Þormóður að framan, og hófu hann svo út í skipið. Þeir settust svo allir undir árar og reri Þormóður í hálsi, en Þorgeir í fyrirrúmi, en Grettir í skut og héldu inn á flóann. Er þeir komu inn fyrir Hafraklett, styrmdi að þeim. (Þ. e. hvessti). Þá mælti Þorgeir: „Frýr nú skuturinn skriðar?" Grettir svarar: „Eigi mun skuturinn eftir liggja, ef allvel er róið í fyrir-rúminu.“ Þorgeir féll þá svo fast á árarnar, að af gengu báðir háimir. Þá mælti hann: „Legg þú til Grett- ir, á meðan ég bæti að hánum.“ Grettir dró þá fast á áramar, meðan Þorgeir bætti að hánum. Höfðu þá svo lúizt árarnar, að Grettir hristi þær í sundur á borðinu. Þormóður kvað betra að róa minna og brjóta ekki. Grettir þreif þá erði tvö (þ. e. tré eða planka), er lágu í skipinu, rak borur stórar í borðstokkinn og reri svo sterklega, að brakaði í hverju tré. Er þeir náðu landi á Reykhólum, spyr Grettir, hvort þeir vildu heldur fara heim með uxann eða setja bát- inn. Þeir kusu heldur að setja upp skipið, og settu þeir það upp með öllum sjónum, sem í því var, en það var mjög klökugt og sýlað. Grettir leiddi uxann og var hann mjög feitur og stirður eftir böndin. Þar kom að uxann þraut gönguna. Þeir fóstbræður gengu beint heim, því að þeir vildu ekki rétta Gretti hjálparhönd. Þorgils spyr um Gretti. Þeir fóstbræður sögðu, hvar þeir höfðu við hann skilið. Þorgils sendi þá húskarla sína á móti honum. Er þeir koma ofan undir Hellis- hóla, sáu þeir hvar maður fór á móti þeim og hafði naut á baki. Var þar kominn Grettir og bar þá uxann. Undruðust allir hversu miklu hann gat orkað. Lék Þor- geiri næsta öfund á um afl Grettis. Þjóðskáldið Matthías Jochumsson hefur ort ljóð út af Grettissögu, sem heita Grettisljóð. Þar segir svo um þennan atburð: „Þá líta þeir í drífunni langt fyr neðan völl, á leiti nokkru sléttu, hvar hyllir undir tröll, sem bráðum kemur nær, eins og brautin væri greið; það boli var, sem þversum á herðum Grettis reið.“ Þá kemur hér að lokum saga, sem heitir: Helga ísaksdóttir. Saga þessi er sönn og eru um 170—180 ár síðan hún gerðist. Sagan er skráð í Sögusafni Isafoldar, en hún hefur líka lifað á vörurn fólks við Breiðafjörð, allt fram á síðustu áratugi. Um 1920 kunni gamalt fólk í Stykkishólmi söguna, og af því fólki lærði ég hana áður en ég las hana í Sögusafni ísafoldar. Endursegi ég söguna hér að mestu eins og hún er skráð, en að nokkru eftir minni, eins og mér var sögð hún, er ég fluttist til Breiðafjarðar urn 1920. Á þeim árum sem sagan gerðist bjó Alagnús svslu- maður Ketilsson í Búðardal á Skarðsströnd, en hafði heyskap í Olafseyjum og fleiri Skarðseyjum. Hann setti heyið saman í Olafseyjum og flutti svo skepnur út í eyjarnar á haustin, sem fóðra átti á heyjunum og jafnframt flutti hann fólk út í eyjarnár til að hirða gripina. Eitt haustið flutti sýslumaður þrjú hjú sín út í eyj- arnar. Einn ungan mann og tvær ungar stúlkur. Helga ísaksdóttir hét sú stúlkan, sem átti að verða ráðskona. \rar hún eins konar húsbóndi á heimilinu. Hin stúlk- an hét Hólmfríður, en pilturinn hét Einar. Bát höfðu þau hjá sér í eyjunum. Nautgripirnir í eyjunum þetta haust voru 9, en sumir segja 11. Nokkrir nefna 150 fjár. Næstu byggðar eyjar voru Rauðseyjar. (Þær eru nú í eyði.) Þar bjó bóndi, er Einar hét Ólafsson. Var hann stórbóndi á sinni tíð og mikill heiðursmaður. Einn af húskörlum Einars bónda í Rauðseyjum hét Halldór Ólafsson. Hólmfríði í Ólafsey leizt vel á Halldór þenn- an, og vildi fyrir alla muni ná fundi hans um veturinn. Einar nautahirðir vildi líka gjarnan komast út í Rauðs- eyjar, þegar líða tók á veturinn, af því að hann var orðinn tóbakslaus, en það vissi hann, að til myndi vera í Rauðseyjum, því að þar voru nægðir af öllu. 58 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.