Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 5
með að gera, en hins -vegar gat ekki hjá því farið, að
afleiðingarnar gerðu vart við sig í búri og eldhúsi, ekki
sízt hjá stórum barnafjölskyldum.
Á þessum árum hófst flótti fólks úr sveitunum fyrir
alvöru í þeirri von og trú að öðlast betri kjör og meiri
þægindi í þorpunum, sem og líklega hefur verið rétt.
Ekki höfðu þó Vaðbrekkuhjónin neina tilburði í þá
átt að slást þar í för, enda þótt húsfreyjan væri hag-
vön á mölinni. Og þrátt fyrir allan krankleika og
kreppu í iifandi peningi og dauðum komu þau fljótlega
upp stóru sauðfjárbúi og hafa rekið það nú um nærri
40 ára skeið með sama sniði og vaxandi velmegun.
Hagsýni, dugnað og sparsemi mun þó hafa þurft til
þar sem meginið af afurðum búsins þurfti lengi til að
borga af skuldum, en það hefur verið regla Ingibjarg-
ar að eyða ekki umfram aflann.
Ingibjörg tók móður sína strax í hornið til sín. Mun
það hafa verið henni mikill styrkur á frumbýlingsár-
unum að njóta hollráða hennar, auk þess sem hún var
sívinnandi heimilinu til þrifa meðan heilsa og kraftar
entust. Jóhanna Stefánsdóttir andaðist á Vaðbrekku 3.
febrúar 1933, 76 ára að aldri.
Þau Vaðbrekkuhjón hafa eignazt 10 börn og eru 9
á lífi. Auk þess tóku þau 2 börn í blautri bernsku, ann-
að með öllu vandalaust, og ólu sem sín eigin.
Ingibjörg hefur sagt mér að hún hafi ekki haft
áhyggjur af neinu nema því, að börnin fengju berkla-
veiki, en hún var mikill vágestur á 3 fyrstu tugum
þessarar aldar. Gaf Jónas læknir Kristjánsson það ráð
við henni að færa frá og nota sauðamjólk til manneldis.
Þrátt fyrir það erfiði og amstur, sem þessu fylgdi og
flestir voru búnir að losa sig við fvrir löngu, var þessu
ráði fylgt á Vaðbrekku og fært frá um rúmlega 20 ára
skeið, eða þar til börnin voru flest vaxin úr grasi. Þá
hóf Ingibjörg strax kál- og kartöflurækt með góðum
árangri og hafa kartöflurnar ekki brugðizt nema einu
sinni algerlega. Oftar en hitt verið góð uppskera og
Hjónin á Vaðbrekku: Ingibjörg JónscLóttir og Aðalsteinn
Jónsson.
Hjónin á Vaðbrekku og þrír synir þeirra.
stundum ágæt. Hefur Ingibjörg hrundið rækilega þeirri
bábilju að nytjaplöntur geti ekki þrifizt nema í lág-
sveitum. Hins vegar má vel vera að fyrir fleiru hafi
verið hugsað í uppeldinu. Það þótti áberandi þegar
unga fólkið frá Vaðbrekku kom í skólana, að það var
betur að sér en margir þeirra jafnaldrar. Það þótti líka
nokkrum tíðindum sæta, að drengir frá Vaðbrekku
fóru af beitarhúsunum að lokinni fengitíð til Akureyr-
ar og tóku próf upp í Menntaskólann. Settist annar í
2. bekk en hinn í 3. bekk. Að sjálfsögðu hafa góðir
hæfileikar komið hér til en vera má að móðirin hafi
eitthvað stutt að því, að lærdómsframi þeirra varð svo
skjótur, því ekki höfðu þeir annarrar fræðslu notið en
stopullar farkennslu.
Vaðbrekkuhjónin lögðu kapp á að börn þeirra gætu
notið þeirrar skólagöngu, sem hugur hvers og eins stóð
til, hvort sem um var að ræða 2ja vetra dvöl á alþýðu-
eða búnaðarskóla og allt upp í langskólanám. Þetta er
í rauninni gömul saga að foreldrar leggi á sig erfiði og
fórnir til þess að skila þjóðfélaginu sem hæfustum
þegnum. Börnin frá Vaðbrekku eru nú flest gift og
dreifð um borg og bý. Taka þau virkan þátt í þjóðar-
búskapnum og hafa hvarvetna getið sér hið bezta orð,
en öll halda þau tryggð við sitt æskuheimili og dvelja
þar gjarnan þegar tóm gefst til.
Ég spyr Ingibjörgu um hvort það hefðu eltki verið
mikil viðbrigði fyrir hana að flytjast úr sjávarþorpi upp
í afdal, þar sem einangrunin var hvað römmust og lang-
ir aðdrættir um torleiði. „Mér fannst,“ segir Ingibjörg,
„bæjarlífið ekki eftirsóknarvert í mínu ungdæmi hvað
þá nú þegar sími og vegur er á hvern bæ kominn, enda
ég aldrei gefin fyrir glys né glingur. Ég mat það líka
umfram allt að fá framtíðar bústað, svo minnisstæður
var mér húsmennsku-hrakningurinn frá æskuárunum.
Móðir mín var líka búin að segja mér svo mikið um
Heima er bezt 41